í sofandi borg

sem var að mestu róleg í nótt. Ránstilraun í Grafarvogi sem ekki heppnaðist en þeir náðust ekki. Stutt er síðan ungir menn réðust inn í verslun, þeir náðust og amk 2 þeirra fóru og töluðu við búðareigandann og báðust afsökunar. Stundum mana krakkar hvern annan upp í eitthvað, það koma svona bylgjur af einhverri vitleysu en svo líður það frá. Vonandi endar þetta bara ekki með ósköpum áður en það fjarar út.

Um daginn var ég að velta upp hvort við ættum að láta menn sem hingað koma að vinna framvísa sakavottorði. Þá var ég meira að vísa til þessara mann sem frömdu þessa hroðalegu nauðgun í miðborginni. Nú er komið á daginn að þeir tveir félagar eru dæmdir fyrir afbrot í sínu heimalandi. Í morgun rak ég svo augun í það að Th. Malakauskas, úr líkfundarmálinu, er kominn hingað aftur, á sínum eigin skilríkjum þó að hann sé í endurkomubanni.

**Í Litháen munu vera í gildi reglur um að maður geti tekið upp fjölskyldunafn eiginkonu sinnar. Nafnið breytist við að skiptast í karlkyn þannig að eftirnafn hjónanna verður ekki eins. Heimildir Vísis herma að pappírarnir sem Tomas ferðaðist á hafi verið á því nafni og þeir hafi líklega verið fengnir með löglegum hætti í Litháen. **

Viðbót við þessi ummæli um Thomas, rétt skal vera rétt.

 Einhver fær á baukinn suðurfrá. Við verðum náttlega fyrr eða síðar að horfast í augu við hvert við ætlum að stefna.Verst er að þegar Íslendingar taka upp á að setja reglur þá verða þær oft svo yfirgengilega flóknar og ósanngjarnar....Mér líst amk best á að menn sem ætla að vera hér til langdvalar framvísi sakavottorðum.

                             °°°°°°°°°°skilaboð til vinar í vanda°°°°°°°°°°°°°°

Fyrstu örlagasporin þegar foreldrar leita sér aðstoðar vegna vanda barna sinna eru oft þau þyngstu. Vel þarf að vanda sig til að gera ekki vont verra. Ég held að snillingarnir í foreldrahúsi séu þeir allra bestu að hjálpa til að finna leiðir. Svo veistu hvar ég á heima -þið erum velkomin.

                            °°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Litla ömmukrílið neitar enn að mæta og kannast ekki við að hafa átt að mæta einhvern sérstakan dag. Krílið verður rekið út úr hlýjunni um miðja næstu viku ef það ætlar að þrjóskast lengur við.

Bjarndýrið mitt hefur tekið að sér aukastarf, hann vinnur nú hörðum höndum við að siða til bifreiðastjóra sem sjá um akstur almenningsvagna á Álftanes. Þeir keyra eins og morrar segir hann brúnaþungur yfir þessu.

Haukur minn litli stóri frændi bauð til veislu í gær, við litum aðeins við þar. Svo merkilegt, systir mín er með svona instant kaffi. Undir venjulegum kringumstæðum þætti mér ekki varið í það en svo merkilegt...ef það er hjá henni þá finnst mér það fínt. Enda besta systir sem hægt er að eiga.

Var að skoða vinnuplanið mitt fyrir jólin og ég slepp bara næstum alveg öll jólin við vaktirnar, heppin ég. Slapp ekki svona vel í fyrra...ætla að reyna að smala saman mínu liði í mat. Sé hvernig það gengur hjá mér.

Ég er búin að vera að hugsa til baka, ég hefði átt að stefna fólki til mín í kringum afmæli Hilmars, ég hafði bara ekki rænu á því. Mitt fólk má þá prnkta hjá sér að drífa sig til mín næst þegar líður að þessum erfiðu dögum sem minna sárast á stöðu mála. Sko það er ekki víst að ég hafi rænu á þessu en þið hafið þá vit fyrir mér.

Ég held að svefnvandinn sé kominn hinumegin í rúmið, nú sefur hann helst ekki og aðgætir mig öðruhvoru allar nætur. Ég hef verið farin að haga mér eitthvað skringilega, það er ljóst.

Fyrir okkur konur og mæður bendi ég í dag á síðuna hjá Guðmundi Jónssyni, þar er fín færsla og skemmtileg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ég er alveg sammála þér með sakavottorð þeirra sem ætla að dvelja hér, ég er tengdamamma 2 erlendra stelpna svo þetta er EKKI útlendingahatur, en við megum heldur ekki gera litla Ísalnd að' einhverju gósenlandi fyrir afbrotamenn.

Knús til þín kæra bloggvinkona 

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.11.2007 kl. 11:00

2 Smámynd: kidda

Þetta með Thomas sýnir svo ekki verði um villst hve auðvelt er að komast inn í landið, hvort sem sakaskráin er ljót annars staðar eða hérna heima.

Heppin með vaktaplanið yfir jólin

Leitt að heyra að svefnvandinn er komin yfir á hinn helminginn í rúminu, hann er sennilega alveg sáttur við það svo framarlega sem þú nærð einhverjum svefni.

Knús og klús

kidda, 24.11.2007 kl. 11:33

3 Smámynd: Ragnheiður

Hvað annað labbar þá í gegnum tollinn fyrst heill karlmaður röltir þar í gegn á endurkomubanni ?

Ragnheiður , 24.11.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Ekki var svona auðvelt fyrir tengdadóttir mína að koma inn í landið, krakkaskinn (nýorðin 17) höfðum klikkað á tímanum sem hún mátti stoppa þ.e. þessir 90 dagar, hún ætlaði að stoppa lengur, það var farið með hana eins og stórglæpamann, hún mátti ekki hringja, já segi og skrifa, HÚN MÁTTI EKKI HRINGJA hvorki í kærastann né heim til að fá aðstoð, sem betur fer brjálaðist ég (var í vinnunni) og hringdi í feðgana og spurði hvað gengi á, þá fengu þeir heldur enga staðfestingu á því að hún hefði verið með vélinni (stórglæpamaðurinn)  en eftir mikið japl jaml og fuður (ég trítilóð í símanum skipandi feðgunum fyrir og þeir hefndu sín á einhverjum starfsmanni sem í raun hafði ekkert með þetta að gera )  þá fékkst leyfi til að kalla hana upp, sem varð til þess að þeir fengu að fara inn og hitta hana þar sem hún sat grátandi af skelfinu og vissi ekkert hvað um sig yrði ég verð enn bálreið þegar ég hugsa um þetta það eina sem þurfti var skitinn 5-10 þús kall til að breyta farmiðanum, sem var auðsótt og auðvelt má  

jæja sorry   ætlaði svo sem ekki að missa mig hér knús

Guðrún Jóhannesdóttir, 24.11.2007 kl. 12:30

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

æ er nú svefnvandinn kominn til hans. Vonandi lagast þetta.

Svo litli bumbubúinn lætur eki á sér kræla. Mamman er víst orðin þreytt býst ég við. Allaf gott að lesa bloggið þitt. Bestu kveðjur

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.11.2007 kl. 12:42

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilegt að sá sem sefur hinum megin í rúminu þínu hugsar vel um sína, gott að eiga einn svona kæran.  Gangi þér allt í  haginn í dag elskan mín, og barnið verður örugglega komið fyrir jól, það er nokkuð víst. 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2007 kl. 12:54

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú skrifar alltaf svo góðar greinar  elsku Ragnheiður mín

Kristín Katla Árnadóttir, 24.11.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Anna Gísladóttir

Það hlítur að vera út af þessu ráni sem að löggan stoppaði mig í gærkvöldi þegar ég var á leið minni á næturvakt.  Þeir stoppuðu mig til að leita að einhverjum mönnum í bílnum hjá mér .....  En þar sem að ég var greinilega ein á ferð fékk ég að halda áfram.

Hang in there í biðinni eftir ömmukrílinu

Anna Gísladóttir, 24.11.2007 kl. 14:27

9 identicon

Sammála þessu með útlendinga, maður má samt ekki segja neitt, rastisti er vinsælasta orðið í dag.

Ömmudraumurinn hefur það bara allt of gott í móðurkviði, spurning um að segja mömmunni að borða vondann mat, þá kanski kemur það út.

allt hitt,  þá segi ég bara knús á þig .. þú ert dásamleg.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 15:48

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Litla krílinu líður greinilega bara svona vel í hlýjunni   en ég er sammála þér með útlendingana, það verður að gera eitthvað í þessu annars fer illa fyrir landinu okkar og eyðileggur fyrir heiðarlegu innflytjendunum (sem eru sem betur fer meirihlutinn).

Knús á þig

Huld S. Ringsted, 24.11.2007 kl. 20:00

11 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Það er mikið til í þessu með að biðja um sakavottorð og í raun bara sjálfsagt... finnst mér..... það er beðið um sakavottorð iðulega þegar fólk sækir um vinnu.

Ég vill segja vini þínum sem er í vanda með barnið sitt að foreldrahús er staðurinn sem byggir okkur foreldra fíkla upp, og enginn þarf að hræðast að leita þangað. Ég hef verið þar lengi og þeir atburðir sem ég hef þurft að ganga í gegnum með hann son minn hafa verið hræðilegir og ég þakka Foreldrahúsum að ég stend uppi bein í baki  og það þráðbein.

Knús

Kristín Snorradóttir, 24.11.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband