Færsluflokkur: Bloggar
Hrekkjóttir tengdasynir og góðir unglingar
19.11.2007 | 20:42
Samkvæmt þessari frétt þá er ástand mála gott í þessu bæjarfélagi. Fréttin er hérna. Ljóst má vera að Björn gæðablóð hleypir ekki þessari tölu upp. Hann situr bara hérna inni hjá móður sinni og horfir á stóra sjónvarpið sitt í nýja skápnum. Hann er náttlega fúlskeggjaður og ég var að reyna að benda honum á í gær að það gæti ýmislegt flutt inn í þetta skegg án þess að hann hefði hugmynd um það. En ég veit líka að ef ég fer að rausa um skeggið þá fer það aldrei af. Hann er núorðið oftar með skegg en ekki þannig að mér finnst hann frekar asnalegur skegglaus.
Ég er nú farin að gruna þennan tengdason um að hafa fiktað með lím um svipað leyti og hann smíðaði barn. Andskotans fikt....Það er ekkert að gerast hjá Sollu en hún verður sett í gang 27 nóvember ef kríli vill ekki koma sjálft. Það á eftir að prófa að veifa súkkulaði við útganginn, mæli ekki með að veifað verði mynd af ömmu. Þá kemur enginn neitt.
Amma er náttlega orðin tuskulegust af öllum ömmum en það vonandi horfir til bóta. Amman fékk tíma hjá menntuðum rotara á fimmtudaginn. Steinar heldur að það vanti í mig vítamín, á nú eftir að yfirheyra hann betur um það. Það er kannski A vítamín til að hamla sorg og B vítamín til að lina söknuð ?
Ég ætlaði að flytja Björninn yfir í minna herbergi en vegna þess að hann er búinn að kaupa græjur af stærri gerðinni þá verður ekkert af því.
Ég veit ekki hvað ég á að tala um meira, ég er hálfasnaleg eitthvað.
Ég er svakalega léleg að svara í símann og þið verðið bara að hringja í kallinn minn ef það er eitthvað áríðandi..ég bara er ekki alveg í lagi eins og er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Kvöldið hefur farið í skrölt
18.11.2007 | 22:40
Karlar heimilisins hafa verið að setja saman skápinn handa Bjössa. Ég sat hér og horfði á Law and Order SVU. Ógeðslegan þátt um barnaníðingar...*hrollur*
Ætlaði að bjóða góða nótt og koma með eina fallega mynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Myndablogg
18.11.2007 | 21:01
Hérna er svona myndablogg, smágormurinn sem kom að heimsækja ömmu um daginn og ákvað að prófa hárspennurnar hennar gömlu sinnar. Hér er Patrekur Máni 5 ára snáði, næstelsta barnabarnið. Vignir er elstur, heilum 20 dögum eldri en Patrekur. Samtaka systurnar þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrirhugaður letidagur
18.11.2007 | 18:34
breyttist í eitthvað allt annað...fórum fyrst upp í garð til Himma í sólinni til að kveikja á kertinu hans. Það tókst en eyrun duttu nærri af okkur...brrrrr...Það er búið að færa honum ýmislegt, blóm og kerti, nammistaf og hvíta dúfu. Ég keypti 2 ljósker í dag en á eftir að fara með þau til hans.
Við fórum svo með Bjössa í Ikea ..ætluðum að kaupa eina afmælisgjöf og kíkja eftir heppilegu borði undir flatskjáinn hans Bjössa. Það endaði með því að mamman keypti stóran flottan sjónvarpsskáp fyrir barnið sitt
Annars keyptum við ýmislegt smádótarí í leiðinni, kerti og blóm, fat í eldhúsið og kubb fyrir hnífana...Já svo fékk Bjössi sér stól til að sitja í fyrir framan sjónvarpið sitt.
Þeir feðgar eru nú að versla eitthvað í matinn og hlakka til að fá heitan brauðrétt ala Sigga systir.
Það er verið að sýna myndir frá þessum hörmulega bruna fyrir norðan, þetta er alveg skelfilegt. Vesalings fólkið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mynd fyrir Sollu
17.11.2007 | 15:10
Sem alltaf var svo dugleg að skottast með bræður sína, mesta hjálparhellan hennar mömmu sinnar alla tíð. Sigga systir sendi mér þessa mynd í gær og ég sé þarna Sollu og Hilmar.
Klús á þig sæta stelpa, mamma elskar þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugarorka óskast
15.11.2007 | 17:07
Solla mín er komin á tíma í dag en draumurinn hefur verið að fá litla barnið á morgun, á afmælisdegi elsku Hilmars okkar. Svo er að sjá hvernig það gengur.
Ég var að skoða það áðan en amma mín dó í fyrra, 18 nóvember. Við vorum ekki nánar hin seinni ár,hittumst bara ekki neitt. Mamma dó 30 nóvember fyrir tæpum 5 árum. Þessi mánuður er frekar spes. Haukurinn minn (www.siggahilmars.blog.is) á afmæli 23 nóvember. Þann dag átti líka Hjördís föðursystir líka afmæli en hún lést 1983. Ég man ekki eftir meira veseni í þessum mánuði...en Solla er að reyna að laga til þennan mánuð.
Nú megið þið reyna að senda henni hugskeyti, ja eða barninu, svo það fari nú að drífa sig að hitta ömmu sín. Amma er ómöguleg í að bíða.
Karl minn var svo góður í gær að hann ryksugaði fyrir mig. Ég veit ekki hvort það hafði eitthvað að segja að ryksugan var á miðju gólfi eftir að ég varð að bjarga glerbrotum rétt áður en ég fór í vinnuna í gær. Kelmundur knúsibolla man aldrei eftir því að hann er með skott sem slær allt niður þegar mikil gleði er í boðinu. Á ekki mynd af skottinu en hérna er mynd af honum sjálfum.
hann er hálfbjánalegur þarna greyið enda kominn í meiri fatnað en hann er vanur. Svo sjást fatalepparnir af honum þarna til hliðar. Myndasmiðurinn (Björn) hefur ekki alveg haft rænu á að taka til áður en hvutti var myndaður. Hehe ég má þakka fyrir ef kellurnar í allt í drasli mæta ekki bara !
Hugur minn hefur verið hjá æskuvini mínum. Hans spor og konunnar hans eru hörmuleg um þessar mundir. Þau eiga lítinn gutta sem er fárveikur, blessað barnið. Ég skil kannski ekki sporin sem þau eru í akkúrat núna enda Himma svipt frá mér eins og hendi væri veifað, enginn undirbúningur eða neitt....bara hviss....og Himmi dáinn ! En það er sama, ég finn sársauka þeirra og bænir mínar eru hjá þeim.
Eins og þið sjáið við fyrri færslu þá á ég bestu krakka í heimi, það er engin spurning. Þau umbera mig, þau taka ekki einusinni nærri sér þegar mamman er að röfla yfir því að vilja ekki vera hérna. Þau skilja mig og vita að mamma kemur svo til baka fyrir rest. Sem betur fer get ég tjáð mig án þess að þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum misskilningi, þau eru best í heimi og þau hafa líka misst gríðarmikið. Himmi var samnefnarinn, gleðigjafinn og prakkarinn og það var hægt að tala við hann um allt. Á morgun verður skarðið mikla, þau geta ekki hringt í hann. Mamma væri búin að hringja í hann núna til að spá í hvað ætti að gera á afmælinu. Nú er mamma ráðalaus...
smáviðbótarfærsla:
Þeir í Reykjavík síðdegis eru alltaf með mola um hvað gerðist á þessum degi fyrir svo og svo mörgum árum. Í dag var það þennan dag 1985 var vitlaust veður og ég brosti...Það var svo brjálað veður þegar ég var að reyna að komast á fæðingardeildina til að eiga Himma að við Gísli urðum að fara í steypubíl á fæðingardeildina. Hann kom hér aðeins í kvöld og ég minnti hann á þetta, hann skellihló að minningunni. Mér er hinsvegar minnisstætt hversu hastur steypubíllinn var...en það er sama. Himmi kom í heiminn og náði að lifa sinn fyrsta sólarhring þrátt fyrir slæm mistök ljósmóðurinnar sem urðu til þess að það þurfti að vaka yfir honum fyrstu sólarhringinn. Hún gaf mér eitthvað verkjalyf sem ekki á að gefa nema það sé ákveðið langt eftir en hún gleymdi að tala við mig áður. Ég var alltaf skotfljót að eignast krakkana og Hilmar var nr 3 í röðinni þannig að ég vissi það að hann yrði ekki lengi að mæta á staðinn. En allt fór þó vel að lokum,fram til þessa voðadags 19 ágúst sl.
Í tilefni afmælis hans þá myndi ég þiggja að fólk yrði duglegt að kvitta og líka kveikja ljós á síðunni hans sem er hér til hliðar. Hérna eru líka fleiri nátengdir Himma eins og Solla systir hans, Heiður hin mamman hans og Sigga móðursystir hans. Á okkur öll hafði Hilmar merkileg áhrif og hefur enn og mun hafa um ókomin ár.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mér ofbýður
14.11.2007 | 17:31
Inn á www.visir.is er frétt með fyrirsögninni ; Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhaldsúrskurð. Þarna er verið að fjalla um þessa hrottalegu naugðun sem átti sér stað í miðborginni um helgina. Það er viðvörun í fréttinni enda lýsingarnar alveg skelfilegar.
Mennirnir tveir eru samkvæmt þessari frétt Litháar. Skemmst er að minnast annarrar naugðunar sem átti sér stað á Selfossi, þar var um Pólverja að ræða.
Það er þetta með skemmdu eplin....hvað á til bragðs að taka ?
Við konur á virðulegum aldri vitum vel að ekki eru allar nauðganir kærðar. Hversu langt eigum við að leyfa þessu að þróast ?
Þið vitrari en ég, er beðið um sakaskrá þegar fólk kemur hér til langdvalar, vinnu eða slíks ?
Hvað dettur ykkur í hug að hægt sé að gera ? Ég frábið mér bull um stutt pils eða að konur eigi ekki að drekka vín
PS
smá viðbót, ég veit að íslenskir karlar nauðga líka. Þessi færsla er skrifuð með nokkru hraði, er að svíkjast um í vinnunni.Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Kvöldsaga
14.11.2007 | 00:12
Hún gengur rólega inn heima, það er rökkur í húsinu. Hundarnir fagna komu hennar, eiginmaðurinn bíður rólegur eftir að mesti æsingurinn sé úr hundunum og heilsar sinni brosandi. Hann er alltaf glaður. Allan þeirra tíma saman man hún ekki að hann hafi verið annað en glaður. Þau eru búin að ganga saman veginn í nærri áratug, þau eiga ekki börn saman en áttu bæði börn af fyrri samböndum. Börnin voru 7 en nú eru þau einu færra.
Hún finnur að hún saknar þess að eyða kvöldinu með honum þegar hún er á kvöldvaktinni, það er notalegt að eyða þeim með honum. Hún situr í stærri sófanum og við hlið hennar er stóri hundurinn. Hundurinn liggur á ullar ponsjói sem hann gaf henni í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Hvutti hefur löngu eignað sér þetta enda nokkuð kulvís greyið. Hinn hundurinn hefur lagt undir sig minni sófann en sem betur fer eignuðust þau húsbóndastól í vor sem karlinn getur fengið frið með. Ja amk ennþá.
Þau tala stundum ekki mikið saman, hann er upptekinn af sjónvarpinu en samveran er notaleg og áreynslulaus. Þau hafa ekki verið margar nætur í sitthvoru lagi og finnst það báðum ónotalegt. Hún horfir yfir í húsbóndastólinn, hann situr þar og dottar ofan í bringuna á sér. Hún brosir hljóðlega.
Henni verður hugsað til barnsins síns sem er ekki hér, hugur hennar rifjar upp minningar frá þeirra síðustu samverustundum, síðasta veislan,síðasta brosið. Hún rifjar upp hvert augnablik þegar presturinn kom að segja henni að hún væri búin að missa elsta son sinn. Brosmilda barnið sem umfram allt elskaði sitt fólk og það skein alltaf í gegnum allt hjá honum. Móðurinni var þetta óskiljanlegt. Hún berst við sorgina í þögninni, hún vill ekki raska ró hans. Hann kann engin ráð, hann verður bara órólegur ef henni líður illa. Hann veit ekki hvernig hann á að bregðast við, vanmátturinn er svo erfiður.
Hún leggur tölvuna hljóðlega frá sér og fer inn að hátta. Hún horfir alvörugefin á andlit sonar síns sem horfir á hana til baka af náttborðinu. Hún andvarpar og breiðir ofan á sig. Hún veit hvaða ferli er næst, hún ræðir við sinn Guð í huganum en kemst ekki að neinni niðurstöðu. Enda ef hann hlustaði á hana þá hefði hann tekið hana líka þegar hún margbað um það í upphafi sorgarinnar. Hún byltir sér, örþreytt , fram og til baka. Klukkan skín í myrkrinu og eins og alltaf líða klukkustundir áður en óminnið tekur hana. Hún sefur draumlausum svefni til morguns.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
samtal við barn að morgni dags
13.11.2007 | 14:07
Björn : mamma það var svo glatað léleg gáta í DV í dag !
Mamma : Nú var það ?
Björn : Já ógeðslega létt ! Það ætti að vera bannað að vera með svona léttar gátur í dagblöðum !!
Björn vinnur sem næturvörður og les gat á öll blöð allar nætur.
Björn : ég skal teikna hana upp fyrir þig
Svo teiknar Björn og skýrir hvað allt er á blaðinu og réttir móður sem situr andspænis.
Mamman horfir á blaðið með vaxandi skelfingarsvip.
Löng þögn.
Mamman gat ss ekki þessa auðveldu gátu. Björn sprakk úr hlátri og sagði hughreystandi við móður sína ; Og ég búinn að segja að þetta væri ógeðslega auðvelt !
Móður lítil huggun í því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Gaman í vinnunni
13.11.2007 | 00:02
Þessi kom um daginn og sótti um starf. Eftir greindarmælingu (sló út núverandi starfsmenn) þá var hún ráðin í afleysingar.
Svo var þessi staddur í vinnunni í dag. Enn hefur enginn sótt hann. Ég held að hann sé svangur !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)