Færsluflokkur: Bloggar
Gleðivíman
29.11.2007 | 01:02
varir ennþá...en ég ætla að segja ykkur tvær skemmtisögur að gamni mínu.
Í morgun vaknaði ég við lykt, það er óvenjulegt. Ég vaknaði meira að segja snemma og hrökk framúr til að finna lyktina. Skýringin fannst...minn eigin kall með nýjan rakspíra.
Hitt er saga af einföldum misskilningi. Við eigum eðlilega oft leið í kirkjugarðinn. Á sumum leiðum er fallegt skrautkál. Þegar það er frekar lítið þá lítur það út eins og kálhaus. Í dag fórum við í blómabúð og sáum svona skrautkál meira sprottið. Þá leit það ekki út eins og kálhaus. Björn varð allshugar feginn. Hann hélt að fólk væri komið með garðrækt á leiðum ættingja sinna og gæti þá alltaf sagt að þeir væru líka í mat ! Við Sigga vorum nærri kafnaðar úr hlátri við tilhugsunina...hehe. Sáum okkur fyrir okkur veiðandi upp kartöflur og gulrætur hjá Himmanum okkar. Ó boj...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Snilldin ein
28.11.2007 | 18:25
ég held að hann sé fallegasta barn í heiminum....alveg grínlaust !
Hérna er hann með pabba sínum
Hérna er hann svo
með stoltum foreldrum
,mamman eðlilega
þreytuleg.
Ég er svo svakalega sætur strákur
Þið verðið að fyrirgefa þarna dagsetninguna, held að ég sé búin að finna hvernig á að taka þetta af framvegis...maður er náttlega tækjafatlaður sko
Hérna er svo enn ein af myndardrengnum. Þessi er tekin af vef HSS í Keflavík . Þar eru þeir svo skemmtilegir að birta myndir af nýburunum.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Breaking news **uppfærsla**
28.11.2007 | 00:11
Það er kominn strákur, set inn á morgun stærð og þyngd.
"litli" snáðinn var 17 merkur og 53.5 cm. Hann er ss rúmlega þrisvar stærri en amman hans var þegar hún fæddist. Mamma hans var 10 merkur.....Þetta eru úrvalsgen tengdasonarins að verki.
Ég er enn svo hamingjusöm að ég er alveg að tapa mér...ef þið sjáið kellingu í dag með svakalegt sólskinsbros þá er það ég !!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (45)
Amman á spennutrippi **uppfærsla**
27.11.2007 | 21:04
en barnið er ekki komið enn, miðað við gang mála um klukkan 18 þá getur biðin ekki verið löng í viðbót.
Fórum á American Style áðan...gríðarlöng bið. Kallinn sneri bílnum öfugt þannig að ég gat ekki farið í faraldsfræðirannsókn í huganum á holdafari viðskiptavinanna. Í staðinn sinnti ég ímynduðu umferðareftirliti út á götunni. Við biðum samt grínlaust í ca 40 mínútur þarna fyrir utan....brjálað að gera þarna.
Nú ætlar vinur minn að skella sér í kaffi til mína og ég ætla að gera hlé að skriftum og halda áfram að vera á skjálftavaktinni....
það gengur heldur hægt að koma barninu í heimiÞað gengur nn, sumir eru litlir sætir þverhausar. Eins og amman segir Steinar og er fjallviss um að það sé að birtast stórbrotin kvenpersóna í ættinni. Verst er að í hans haus er stórbrotin kvenpersóna þverhaus og þrjóskupúki eins og amman...
Amma áfram á vaktinni..(hver sýndi barni mynd af ömmu ?)
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ekki ráð nema í tíma sé tekið**uppfærsla**
27.11.2007 | 15:05
og með það í huga þá þrammaði ég inn í Húsasmiðju áðan og fékk mér.......................................................................................................................................................................
Jólatré !
gamla gerfitréð lenti í ruslinu í árið og í fyrra ætlaði ég að versla nýtt tré, þá varð mín heldur sein og engin tré til nema þá einn og ekkert á hæð eða þá svo stór að ég hefði þurft að gera gat á þakið og fá slökkviliðið til að setja stjörnuna á toppinn.
Í fyrra var ég ss með smájólatré sem er alsett díóðuljósum, ekkert hægt að hengja neitt á það. Allt það dót beið í kössunum en án árangurs, ekki tekið upp það árið. Svo um leið og pakkar fóru að berast þá barðist þetta litla tré um athyglina enda nánast horfið á bakvið.
Nú fær það að vera í heppilegu horni og engir pakkar í kringum það. Hitt fær að geyma pakkana og fá á sig skrautið, að því tilskyldu að konan fari ekki alveg í kerfi á Himmalausum jólum. Það verður töff....sjáum til.
Svo fékk ég mér hreindýr í leiðinni,smá ljósakvikindi sem verður skellt einhversstaðar á heppilegan stað. Það er eins gott að sumir (Lappi og Keli) haldi ekki að það sé samkeppni við þá, set þá bara seríu í rófurnar á þeim.
BREAKING NEWS.
Það er lagt af stað í heiminn ömmubarn. Hringdi í mig stoltur faðir áðan og fæðingin er komin í gang. Amman verður samt á spani í dag og oftar en ekki símasambandslaus, set fréttir um leið og þær berast. Það var ekki búið að kíkja í pakkann og enginn veit hvort kynið kemur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Góðan daginn
27.11.2007 | 11:29
ég er búin að skrúbba á mér munninn með sápu enda stóð ég fyrir lygum í gær, barnið steinhætti við að mæta og ég hélt hinu gagnstæða fram. Það er samt minna en sólarhringur í komu þess, gangsetning klukkan 8 í fyrramálið.
Ég hef verið að spá í jólagjafir..sko handa okkur gamla. Það gengur svona sæmilega að spá í það, rúmföt og bækur svona hvað efst á vinsældalistanum á meðan styttur og svoleiðis dótarí er eiginlega neðst. Ég leit við á www.visir.is og þar fann ég það sem ég vil EKKI í jólagjöf og það er amk ágætt að vera komin með lægsta punktinn í þá áttina. Það myndi vera þetta hérna .
Fiskurinn virkar ennþá, allaveganna er skapið ágætt....ja að flestu leyti nema símadruslan mín tók upp á að hringja,kannaðist ekki við númerið og þá stundum ansa ég ekki. Ég er sannfærð um að símar eru af hinu illa.
Hér er stilla og hvuttar nota það í ystu æsar, opið út í garð og þeir valsa um hæstánægðir. Gleði mín er að fjara út, það kemur svo kalt inn...!
Ég fletti jólablaði áðan en náði ekki nema helming, þá fannst mér umstangið ætla að æra mig alveg. Jólin mín eru friðsæl og snúast um að sitja saman með þeim sem til næst af familíunni. Þau snúast ekki um brjálaðar hreingerningar (hreingeri á vorin) baka sautján sortir (kaupi 2-3 í búð) og annan trylling.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
í dag
26.11.2007 | 23:26
hef ég verið geðvond, það er algerlega úr takti við sjálfa mig.
Svo tók ég að mér ljósmóðurmsnsamband...og ekki var hægt að treysta mér fyrir því heldur, það var hrollur í mér og ég breiddi ofan á mig hérna....og steinsofnaði ! Komst að því í dag að hin amman á afmæli í dag, það hefði verið flott fyrir hana að fá barnið í afmælisgjöf...en líkurnar eru sífellt minni eftir sem klukkan verður meira. En ég held að ég þori loksins að segja að þetta sé að fara í gang....rólega en samt nokkuð örugglega.
Svo eldaði ég kvöldmat og í fyrsta sinn í okkar búskap þá borðaði Steinar ekki matinn sinn. Við vorum með saltfisk sem við keyptum í dag og suðum. Hann hefur verið orðinn úldinn áður en hann fór í salt og við gátum ekki borðað hann. Bjakk...kaupi ekki aftur frá þessu fyrirtæki.
Skrapp í Bónus í dag...labba inn og um leið byrjar tears in heaven í útvarpinu. Það varð til þess að allt innkaupaæði rann af mér og ég lúpaðist út aftur og náði ekki einusinni að eyða 4000 krónum, það eru léleg afköst í Bónus.
Svo eyddum við kallinn kvöldinu í að raða bókhaldinu sem hefur setið á hakanum síðan í ágúst..smátt og smátt rennur lífið í réttar skorður....en Himmaleysið kvelur sárt. Strákanginn hennar mömmu sinnar.
Bangsinn minn er á næstsíðustu vaktinni þessa vikuna, ég er alltaf jafnfegin þegar hann er í fríi. Hann fer með mér um allt og er mér endalaust góður..við tölum mikið um Himmann okkar og knúsumst. Hann varð eitthvað órólegur um daginn, sá einhvern missa mömmu sína og það truflaði hann. Hann sagðist ekki geta gert það, hann myndi bæði missa mömmuna sína og besta vin sinn. Það þótti mér vænt um að heyra. Þegar hann var fimm ára þá tilkynnti hann að hann ætlaði alltaf að vera hjá mér, hann er á góðri leið með að efna það og aldrei hef ég verið þakklátari fyrir það en eftir þessa dimmu daga.
Skapið skánaði samt heldur við að éta úldinn fisk og það er bara ágætt núna. Tímabilið þegar ég ætlaði alltaf alveg vitlaus að verða á kvöldin er sem betur fer liðið hjá. Ég sakna hans hræðilega en það er aðeins annar blær á þvi orðið.
Ég verð fegin þegar ég get lagt öll spil á borðið og reynt að fá botn í málið.
Klúsiklús eins og hann sagði alltaf sjálfur í gæðaköstunum sínum, farið vel með ykkur í nóttinni.
ps takk fyrir öll notalegu kommentin við síðustu færslu.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Að halda úti svona
26.11.2007 | 11:26
bloggi getur verið heilmikil vinna. Ef maður hefur ekki mikið hugmyndaflug þá er nokkur hætta á að efnistök verði einhæf, svo maður tali ekki um bloggbesserwisserana sem telja sig hafa hina heilögu blogguppskrift. Sá á hlaupum hjá einum um daginn að hann taldi bloggara vera einhvert botnfall samfélagsins, ég glotti. Ég hef lengi haft þá bjargföstu skoðun að fólk sem talar svona um aðra getir fátt betur en að lýsa eigin innræti með orðum sínum. En þetta ætla ég ekki að tala um....
Nú orðið finnst mér meira gaman að lesa hjá öðrum en skrifa beinlínis eitthvað sjálf, en ég þarf að taka mig verulega á í að kvitta.
Ég veit það svosem ekki fyrir víst en stundum hef ég á tilfinningunni að hérna séu aðilar að lesa sem ekki eiga beinlínis neitt erindi með það, fólk sem er illa við strákana mína....kannski er þetta paranoja.
Bjössi hafði gaman að því að vera umtalsefni í gær, hann glotti og tók undir það að vera dekraður. Sagðist sko eiga það inni eftir áralangan örverpisstimpil. Blessað barn.
Við spjöllum mikið saman við Bjössi. Hann hefur oft spáð í eins og önnur ungmenni sem ekki eiga foreldra sem búa saman, hvort ekki sé samt allt í góðu. Ég segi honum oft að ég sjái ekkert eftir sambúðinni við pabba hans, það séu hreinar línur. Hefði ég ekki búið með honum þá hefði ég ekki átt þá þrjá. Hann var að tala um þetta í gær og ég sagði honum að kannski hefði ég þá átt aðra þrjá, og kannski ekki nærri eins skemmtilega...hehe. Maður getur ekkert lifað lífinu með eintómri eftirsjá og sífellt horft til baka, það virkar ekkert. Maður gerir það sem maður getur, það sem maður nær ekki að leysa setur maður bara niður og lætur eiga sig. Æðruleysisbænin virkar nebblega fyrir fleiri en alkana...
Ég hef lært mikið af lífinu en mest um vert er að ég hef bæði lært að fyrirgefa og sýna æðruleysi. Það nýtist mér vel.
Svo er að sjá hvað gerist, nær hugmyndaleysið yfirhöndinni eða hvað....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Pirruð á fyrirsögn
25.11.2007 | 18:09
sem blasti við mér í Mogganum í dag...ég veit vel að fólk segir svona, ég held að það viti hreinlega ekki hvernig það virkar. Þetta á að vera hugljúf saga um konu sem elst upp við mikla áfengisneyslu á heimilinu...svo er sögupersónan látin segja að hún vilji frekar horfa á eftir börnum sínum í gröfina en í neyslu áfengis....hrmpf.........
Ég henti blaðinu !
Solla mundi nokkuð sniðugt í dag, gömul Himmaminning. Þetta gerðist á afmælinu hennar þegar hún varð 11 ára. Mamman búin að baka köku og skreyta hana meðal annars með tveimur tölustöfum úr nammi. Kökunni var svipt á borðið og afhjúpuð. Á henni stóð einn vesældarlegur tölustafur....frökenin ekki ánægð með þetta, að vera bara að verða eins árs. Hilmar botnaði nú ekki í þessu írafári útaf næstum ekki neinu...hehe. Hann var alla tíð ótrúlegur nammikall....
Bloggvinkona mín stendur í afar erfiðum sporum þessa dagana. Við skulum sameinast í að senda henni fallegar hugsanir og falleg styrkjandi skilaboð. Hún er dugleg að hlúa að sjálfri sér en þetta hefur samt áhrif inn fyrir skelina.
Kertasíðan hans Himma er líka ágæt í að sýna henni stuðning og samhug okkar hinna.
Björn lenti á bakaríinu í vinnunni, hann vinnur sem öryggisvörður í rólegri búð. Nema í gærkvöldi .....hann var fluttur til og settur í Austurstrætið sl nótt. Þar brasaði hann alla nóttina innan um bytturnar, kom heim steinþreyttur í löppunum enda hafði hann ekkert getað sest niður alla nóttina. Venjulega hefur hann tíma til að setjast niður og lesa blöðin. Núna kom hann heim engu nær og sá ekkert blað eða nokkurn skapaðan hlut.
Mamma lagaði ástandið aðeins með að vekja hann með kaffi og skutlast með hann í BT að kaupa leik.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Kaldur sunnudagsmorgun
25.11.2007 | 08:19
og þegar þetta er skrifað eru engar fréttir af viðburðum helgarinnar. Ég er svoddan aumingi þegar kemur að óförum fólks við skál. Þetta getur pirrað mig endalaust,líf fólks í rústum og allt í voða og vegna hvers...einhverrar mýtu um að það tilheyri að drekka áfengi til að skemmta sér.
Hugur minn hefur verið hjá þeim mæðrum horfa á glæfraför barna sinna sem hlekkjuð eru í líf fíkilsins...þær vita jafnvel og ég að ekki fyrir svo mörgum árum voru börn þeirra sætir sakleysingjar sem öllum þótti gaman að kjá framan í. Einhversstaðar breyttist það og nú er líklega málum þannig komið að öll umræða um viðkomandi barn er blandin þunga, fólk veit ekki hvað það á að segja eða gera.
Þegar þau eru lítil þá tökum við af þeim það sem þau geta meitt sig á, geymum skæri og hnífa á öruggum stað. Þegar þau eru orðin stærri og virðast ákveðin í því einu að koma sér í voða vegna eiturefna þá getum við svo lítið gert. Við getum reynt að hjálpa þeim meðan þau eru yngri en 18 ára en eftir það er fátt hægt að gera. Öllu máli skiptir að fá aðstoð einhverra sem þekkja til þessara mála. Sumir leita til AlAnon samtakanna, þau er góð. Aðrir leita til foreldrahúss, þar eru líka miklir snillingar á ferð.
Meðan ég reyni að fyrirgefa sunnudeginum tilvist sína þá vil ég hugsa til mæðranna í þessum sporum.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)