Fékk heimsókn

áðan. Ein bloggvinkona mín leit við í kaffi, það var notalegt að hitta manneskjuna á bakvið nafnið. Hún gefur sig fram sjálf ef hún vill.

Annars er ekkert að frétta af neinu í bili. Bumbulínan mín er enn svakalega ólétt og orðin dauðleið á að bíða. Þetta kemur allaveganna í kringum 27-28 nóvember ef ekkert gerist fyrr.

Ég var eitthvað svo viss um að hún væri farin af stað í gærkvöldi að ég sat stjörf með símann minn og beið eftir smsi. Ekkert gerðist og gamla skreið fyrir rest upp í rúm en sofnaði auðvitað ekki, þetta er nú meira vesenið með að sofa. Djö sem ég er orðin leið á þessu, svo er maður bara hálf manneskja alla daga vegna þess að maður er svo illa sofin og asnalegur eitthvað....grrr........

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég kannst við kærasta dóttur þinnar:)  ég bjó í garðinum á sama tíma og hann og allir þekktu alla þegar maður bjó þarna:)

en vonandi fer litla krílið þeirra að koma í heiminn:)

en ég kannast við það að sofa illa, ég sef hálftíma eða klukkutíma í senn og er þess vegna bara alveg handónýt daginn eftir, kannski tengist þetta eitthvað bumbubúa.

En hafðu það gott, knús og kram og ég sagði í mailinu að þú værir svo sterk og dugleg og ég hef ekki farið ofan af því:)

KNús.....

Inga (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:37

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Auðvitað gef ég mig fram.    Mjög gaman að hitta þig líka mín kæra..... og þú manst að þú átt inni kaffi. 

Ég er enn gapandi yfir klappi hundsins. 

Anna Einarsdóttir, 21.11.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þu gætir þurft að nota enhver svefnlyf tímabundið. Leitaðu til læknis. Þetta gengur ekki Ragga mín.

Það er ógurlega leiðinlegt að bíða þegar maður er  komin á tíma. Man ég beið í viku og þótt langt,haha.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.11.2007 kl. 23:09

4 Smámynd: Ragnheiður

Það er læknir á morgun Jórunn mín. Sé hvað honum líst á að gera við mig.

Ragnheiður , 21.11.2007 kl. 23:42

5 identicon

Sæl.. mamma spyr á 5 mínútna fresti hvort Solla sé ekki búin að eiga barnið en ég segi alltaf nei og er orðin frekar leið á þeirri gömlu
En vonandi fer þetta að koma svo ég geti sagt já við hana.
Sofðu vel í nótt
allir hérna biðja að heilsa til ykkar
Kveðja Guðný frænka

Guðný (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 23:54

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Guðný mín, þú verður að halda áfram að segja nei við mömmu þína. Bestu kveðjur til allra, ég set hérna inn um leið og eitthvað gerist.

Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 00:00

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú verður að fara að huga að læknisheimsókn frú Ragnheiður ef þú ferð ekki að sofa almennilega.  Algjört möst að sofa.  Upp á andlega og líkamlega heilsu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.11.2007 kl. 00:14

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gaman að heyra að þú fékst heimsókn frá bloggvinkonu og gaman að geta sett röddina við myndina......ég er eins og hinir hugsa mikið til Sollu eigðu góðan dag..

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.11.2007 kl. 08:23

9 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh þessir dagar framyfir settan dag eru svoooooooooooo langir og erfiðir.  Vonandi fer þetta að koma hjá Sollu og vonandi ferð þú að ná að sofa mín kæra.

Dísa Dóra, 22.11.2007 kl. 09:40

10 Smámynd: kidda

Vona að þú hafir sofið eitthvað í nótt

Eins gott að doksi verði almennilegur við þig  

Knús og klús

kidda, 22.11.2007 kl. 10:13

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert þá líklegast hjá doksa í dag. Vona bara að hann geti hjálpað þér eitthvað, þetta gengur ekki lengur.  Svefninn er algjört must.

Hafðu það gott elskan mín.  Counting Sheep 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.11.2007 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband