Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

kallkrúttið

eins og Ásdís mín segir um sinn, þessi hefur verið himnasending...eini heiðarlegi maðurinn í heiminum öllum finnst fólkinu og er það nema von?

Hlustaði á ræðudótið í gær, brá fyrir þunglyndi þegar ég hlustaði á Sigmund Davíð...maðurinn minn á vaktinni og eins og hver annar skáti, ávallt viðbúinn...benti mér snöfurmannlega á sérstakan takka á fjarstýringunni sem tók orðið af þessum leiðinlega framsóknarmanni. Nú heitir takkinn forðumstFramsókn.

Ég hafði hugsað mér að setja inn myndir af peysum og vestum, er að setja þetta inn á fésið og set líka hérna.

 


mbl.is Argentínumenn hlaða gjöfum á leigubílsstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

við Keli

löbbuðum, Rómeó nennti ekki með enda var hann á músaveiðum í nótt. Við Keli tókum með poka en gátum svo ekki notað hann, það sem hann skildi eftir smaug milli steina við hestastíginn...heldur lint sko!

núna er staðan 3-0 fyrir Róma...mýslurnar eru að skíttapa þessu !

Rakst á þetta og langar að biðja ykkur að dreifa slóðinni

Töffarinn

ég hef lengi fylgst með Björk og hún er mögnuð kona og síðan hennar afar falleg og uppbyggileg þrátt fyrir hennar erfiðleika.


ekki ein einasta

lykkja legið eftir mig í dag.

Leiðinlegur dagur.

Stundum safnast allt saman til að ergja mann, svoleiðis dagur.

Leiðin hans var ekki svo galin, suma daga er hún áreiðanlega best enda hvað er svosem eftir ?

Ég nenni ekki þessarri kreppu, þessum stjórnmálum, þessum fullyrðingum, engu af þessu sem fyllir forsíður netmiðlanna. Ég nenni heldur ekki sjálfri mér né neinu mér tengdu.

ég ætla hinsvegar snemma að sofa og þá meina ég núna, búin að slökkva á sjónvarpinu - ef það væri ekki svona hvasst þá færi ég hring með Kelann.


Strákar í búðum

hér kemur sagan af því

Strákar fara í Hagkaup

Strákar fara í leikfangadeild

Strákar kaupa plastbyssur

Strákar fara glaðir heim

Strákar þramma inn heima með byssur

Strákar fá helvopnaða víkingasveit í heimsókn

Strákar eiga nágranna sem hélt að heimsendir væri að skella á

Strákar eiga núna vini í víkingasveit -sem urðu smá asnalegir í framan þegar þeir skoðuðu leikföngin úr Hagkaup.

Ég hefði kannski átt að leyfa "strákum" að leika með byssur í gamla daga, þá hefðu þessi leikföng kannski ekki heillað nú.

Allt fór vel að lokum.

Strákar giftust víkingasveit og lifðu vel og lengi

nei ,það er rugl

 


Búlgaría..

var alveg voðalega vont áheyrnar. Ég veit nú minna en ekki neitt um Búlgaríu. Ég man þó að í annarri kreppu áður á minni æfi þá fór fólk í talsverðum mæli frá Íslandi til Búlgaríu til að láta smíða upp í sig gerfitennur, heilgóma.

Það er allt og sumt sem ég veit um þetta land.


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tvennu lagi

en samt er ég alveg í heilu lagi, það er áreiðanlega andlega hliðin sem er í tvennt eitthvað.

Horfði á fallega umfjöllun Kastljóss um banaslys í Eyjum fyrir 6 árum, ofsalega smekklega gert, engin æsifréttamennska...enda náði þetta alveg inn að hjartarótum og tárin láku meðan ég horfði. Ég á erfitt með sorg foreldrana, ég skil hana alveg.

Ég ætlaði að vera forkur dugleg í dag en hef sofið meira en minna, það bendir til þess að heilsan sé verri en ég sjálf hef áhuga á að viðurkenna. Ok það er þá bara þannig. Betra á morgun geri ég ráð fyrir.

Stundum er ég ósamkvæm sjálfri mér. Fór að spá áðan að ég hef oft lesið hjá norðankonum um hittinga sem þær fara á og hugsað með mér : Oooo en þær sniðugar, mig langar á svona hitting !! En þegar ég fór að velta þessu fyrir mér áðan þá áttaði ég mig auðvitað  á því að ég myndi ekkert mæta neitt á svona hitting. Hehehe...ég er einfaldlega ekki svona selskapsdama.

Sko, þið sjáið, það er ekki orð að marka mig bara...

Ég sé að Helga mín Magnúsdóttir hefur skilað sér í komment í fyrri færslu, ég ætlaði nebblega að fara að lýsa eftir henni hér á moggablogginu...gott að sjá þig þarna skvís..!

Hér kemur svo sigurvegarinn í Eurovision 2009


virkilega fallegt fé

og alveg frábært að losna aðeins við umræður um stjórnmál þó að rolla og lamb þarna hétu í höfuðið á J og Stgrími.

Svona frístundaræktun er skemmtileg og sérstaklega þegar er verið að rækta upp ákveðið kyn eða hafa metnað fyrir þessu.

Rolla er ekkert bara rolla.

Ég er óttaleg sveitakelling í hjarta og hefði auðvitað átt að búa í sveit.

En ég er næstum því í sveit og það verður að duga....

Mér skilst á Jennýar bloggi að fólk hafi verið að fara á límingunum yfir því hvað Kolbrún Halldórs færi að gera....og þá nefnt Þjóðleikhúsið. Ég sá það áreiðanlega í mogganum í morgun að Tinna sækir um framhald og ég sé þá enga ástæðu til að það gangi ekki eftir og hvað þá ?

Hvað er fólk að spá í þetta ? hún fær auðvitað vinnu einhversstaðar konan

 


mbl.is Sauðburður við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttaviðbragðið

kemur enn sterkt inn. Ég hef verið á flótta undan áliti annarra undanfarna daga, það hefur verið nánast sama hvert litið hefur verið. Ljót ásjóna dómhörkunnar hefur verið allsráðandi. Ég er ekki talsmaður þess að ekki eigi að refsa fyrir brot en húfan verður þó að hæfa tilefninu. Í mínum huga er ekkert það brot til sem passar við vistun í brasilísku fangelsi, ekki neitt. Þar er Brasilía ekki eina landið en tekið sem dæmi nú þegar augun hafa beinst þangað.

Fangelsin hér eru ekki þær sumarbúðir sem sumir halda, langt í frá.

Þetta er alveg týpískt samt með bloggheim, oftar en ekki er fólk gapandi ofan í rassgat um eitthvað sem það hefur ekki hundsvit á.

Og áður en einhver kemur með yfirlýsingu um að ég myndi segja annað væri mitt barn ánetjað fíkniefnum.....ég er nákvæmlega þannig mamma, ég á barn sem hefur þvælst um þann heim en hann lagast ekkert þó einhverrar annarar móðursonur sitji af sér í viðbjóðslegu brassa fangelsi....

Hann lagaðist bara vegna þess að hann vildi það en hans bíður barátta alla æfi til að halda sér á beinni braut eins og allra annarra fíkla.

Ég ætlaði að skrifa inn á blogg Heiðu í gær en óþverrinn sem lak um skilaboðakerfið hjá henni var þannig að ég hrökklaðist burt.

Ekki þýðir að vonast til þess að ekkert komi fyrir hjá þeim sem svo illa þjást af dómhörku, það kemst enginn í gegnum lífið áfallalaust. Ég held samt og af fenginni reynslu að barsmíðar lífsins séu léttbærari ef maður hleypir út hjartahlýjunni og skilningnum, umburðarlyndinu og ástinni og ekki síst fyrirgefningunni. Dómharka, hatur og illmennska skilar bara vanlíðan hjá manni sjálfum.

Mitt í öllu fann ég vefsíðu sem ég sökkti mér ofan í að skoða myndir og lesa texta. Ég setti slóð hér til hliðar, sveitablogg. Frábærlega skemmtilegt efni. Sko manni leggst alltaf eitthvað til krakkar...bara og opna augun og sjá það.

Ég held að öll f séu kyrr á sínum stað í textanum, f takkinn hefur greinilega orðið hinni biluðu kanilsnúðakonu að bráð....

Já já Jenný, ekki éta ofan í tölvuna....dæs

Farin


Ýmsar hugleiðingar

þegar maður vinnur við að þvælast útum allan bæ þá kemst maður ekki hjá því að aka um slóðir sem mann langar ekki endilega að fara. Undanfarið hef ég ekki verið hrifin af því að fara hjá Landsspítalanum, minningarnar um Ölduna mína hrúgast fram í hugann. Í kvöld fór ég framhjá dýralæknastofunni ...það sem ég skildi HundaLappann minn eftir um daginn....það var erfitt líka.

Ég sé enn öðruhvoru Himmalega stráka og langar að stökkva á þá og knúsa þá..ég get sagst vera með gjörning ef þeim bregður, já eða ég segist bara þekkja Hrönn.

Samt finnst mér ég vera bráðmerkilega góð, að óreyndu hefði ég haldið að móðir lifði ekki barnið sitt...maður legðist bara í rúmið, yrði bytta, yrði brjálaður....og bara allt sem hægt væri færi úrskeiðis.

Það fór hellingur úrskeiðis...og ég er enn ekki söm og áður en Himmi fór, verð það aldrei. Kletturinn minn hér heima hefur bjargað mestu, ástkær systa líka...allt þetta góða fólk sem hefur hjálpað...

Rómeó köttur er hér hjá mér, malar og brakar af lyst. Hann er fyndinn kisi, hann eltir mann hér heima og stundum er hann eins og skessan í fjallinu, voðalega hávær að reyna að ná manni á ganginum. Hann kemur inn og kallar og æpir, ekki sáttur fyrr en við svörum honum. Það eru hafðar allskonar tóntegundir á mjá-inu.

Kelmundur hefur það ágætt. Hann passar húsið ansi mikið núna enda erum við að reyna að ná í skottið á okkur, fjárhagslega séð. Oooo ég vona að Seðló lækki mikið stýrivexti á morgun...

Nú hætti ég og set punkt  .


Við viljum rúgbrauð ! nei ég meina vinnu !!!!

 

Ég sæki hér með um hlutastarf á Selfossi fyrir Hrönn.

Hrönn er með mesta hugmyndaflug norðan Alpafjalla.  Henni dettur bókstaflega ALLT í hug.

Því mætti nýta hennar virku heilasellur til uppfinninga.

Hún gæti líka svo vel tekið að sér formennsku starfsmannasjóðs...sem auðvitað er galtómur en það gerir ekkert til,  því gott grín er ókeypis.

Hrönn kann að baka og elda og reikna laun og ég veit ekki hvað og hvað.

Hún leikur stundum stór hlutverk í sakamálamyndum og hefur leikið Mjallhvíti eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Það veldur mér þó nokkrum vonbrigðum að dvergana vantar á myndina.  Errm

.

mjallhvit1_728670  

.

Hrönn er í boði Sparisjóðs grínista og nágrennis.   Neeeei......djók.  Pouty

Ég set upp alvörusvip og staðhæfi að sá sem ræður Hrönn í vinnu verður lukkunnar atvinnurekandi.

Umsóknir um Hrönn sendist á hronns@talnet.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband