Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Nenni ekki
3.5.2009 | 11:42
að blogga, er komin með sólsting en rosalega verður maður fatlaður þegar netið er ekki alveg í lagi...um daginn var það þannig að ég varð að refresha upp undir þrjátíu sinnum til að fá síðuna til að birtast. Skiljanlega nennir maður því ekki til lengdar og svo er hvergi hægt að kommenta eða neitt þegar svo er. Það bara einfaldlega virkar ekki hehe..
Eftir því sem ég kynnist fólki meira þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn sagði Churchill. Í dag er ég sammála honum, fólk getur hagað sér ansi undarlega. En í stíl við sólstinginn minn, góða skapið og gleðina sem undir býr þá ætla ég ekki að spá meira í það. Búin að koma minni skoðun að og það er nóg.
Þið munið að ég er með lokað fyrir skilaboð en ég komst að því áðan að ég get sent þrátt fyrir það hehe...já já já ég er rosalega klár að skilja svona tölvur hehe.
Hafið það gott í dag, þennan góða sunnudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ég er hér enn
1.5.2009 | 20:35
hef verið löt að þvælast á netinu, það er meira en minnað klikkað hérna heima. Við fengum tölvusnilling til að stinga inn nefinu augnablik áðan og hann staðfesti það sem ég var búin að halda fram, að það væri bilun í router eða svoleiðis. Tölvurnar eru ekki tengdar saman en nota sama router, þær haga sér báðar alveg eins.
Ég hitti gamla vinkonu í dag, það var skemmtilegt. Sem betur fer hafði hún vit á því að gera vart við sig annars hefði sauðurinn ég ekkert fattað. Svo hefur ýmislegt rifjast upp síðan við hittumst í dag og afleiðingin var sú að ég hef brosað í kampinn í allan dag. Ég hef ekki hleypt að mér mörgum vinkonum í gegnum tíðina en þessi er sko ein þeirra.
Ég heyrði aðeins í Lalla í gær, hann lét ágætlega af sér. Hann er ótrúlega góður við stelpurnar sínar og passar svo vel upp á þær. Hann er búinn að lofa að koma með þær til mín þegar hann á leið hérna suður.
Um daginn var ég að setja símann minn í hleðslu við rúmið mitt, háttuð og allt. Steinar frammi að bjástra við tölvubilun. Svo segi ég ; Búhú, nú hringir enginn í mig lengur ! Alda er farin og hún var langduglegust að hafa samband við mig...búhú..- ég var heillengi talsvert miður mín yfir þessu, ekki þar fyrir, mér finnst ekki gaman að tala í síma, ég er miklu skárri feis tú feis...eða nei, ekki lengur..
Það eina sem ég hef getað fengið til að virka er emailið mitt. Þið getið sent email ef þið haldið að ég sé týnd.
Nú man ég ekki meira en segja má að dagarnir séu almennt góðir...Himmi er með í för, það er gott. Þið verðið eiginlega að passa kertasíðuna hans fyrir mig meðan ég er í tölvubaslinu, eins og þið hafið alltaf gert elskurnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)