Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Sólin skín og allt ætti að vera í lagi

Leitin að bangsanum stendur yfir....

Ég kvartaði undan veseni sem ég kom mér í. Ég er að spökulera...nú hef ég auglýst reikning til styrktar hér á síðunni. Mitt vesen tengist því. Ég vil samt ekki segja það beint svona opinberlega nákvæmlega hvernig í þessu liggur. Ætli mér tækist að smala saman 220 218  217 manns með einn þúsundkall hver ?

Endilega sendið mér email, ég skal skýra þetta betur þar....   

Reyni að blogga eitthvað meira í kvöld...hálfandlaus í bili.

ragghh@simnet.is

 


Smá skammir

frá Hjalla mínum í kommentunum, ég á þessar aðfinnslur alveg inni. Hann átti oft til að hjálpa mér og hann hafði sérlega gaman af því að fylgjast með mér elda matinn. Það er reyndar enn þannig, þegar hann kemur að borða hérna þá er hann oftast með mér í eldhúsinu meðan ég laga matinn.  Klús á þig Hjalli minn, langflottastur !

Ég er eiginlega komin alveg í hring, ég var að kvarta yfir fjármálaskelli sem ég fékk í gær. Það er ekkert stór upphæð en það er sama, þegar maður er óviðbúinn þá er maður óviðbúinn. En þetta reddast áreiðanlega, eins og venjulega. Ég skammast mín eiginlega fyrir að kvarta yfir þessu.....þetta er ekki raunverulegt vandamál, heldur svona hola á vegi. Ekkert til að kvarta yfir...

Annars hef ég verið smá ergileg í dag. Þið vitið að það er oft sagt að konur séu konum verstar, margir verða æfir þegar þetta er sagt en hvað getur maður sagt þegar maður les svona færslu ?

Þarna er bara um skítkast að ræða, annað væri ef konan væri að gagnrýna ákveðin störf viðkomandi ráðherra en því er ekki að heilsa. Bara ömurlegt. Og þá fór ég að hugsa, afhverju eltum við konur uppi allskonar tískustrauma og teljum okkur geta dæmt konur sem ekki hafa áhuga á okkar tískustraumi. Ég vek alltaf hálfgerða undrun, mála mig ekki og elti ekkert nema mitt eigið skott. Mér líður vel í eigin skinni og þarf ekki að elta annara skoðanir á því sem á að vera flott. Mér finnst persónulega nóg ef maður er hreinn og sæmilega til hafður. Margt af þeim fatnaði sem mest er í tísku myndi aldrei ganga upp utan á mér. Ég er lítil hnöttótt kelling....Tounge Nú þekki ég það ekki alveg en mér hefur fundist oft að konur sem nota mikinn farða fái fyrr hrukkur, hárfínar línur í andlitið ? Ég er auðvitað með hrukku, eina, og ég sit á henni.

Mér finnst gaman að sitja einhversstaðar og pæla í fólki og þá sé ég oftast hvað ég sting í stúf hehehe...

Nú man ég ekki meira til að fjasa um...hef verið dálítið Himmalaus undanfarið, ég sakna hans suma daga svo mikið að það sker í hjartað. Strákgormurinn hennar mömmu sinnar, að gera þetta.


Þar fór í verra

Ég á nákvæmlega EKKERT bleikt til að klæða mig í í dag..hvað gera konur þá ? Sá nokkuð inni hjá Jennýu sem ég get prufað....*pot*  vúhú...ég get skrifað með bleiku í tilefni dagsins.

Annars hef ég ekki mikið gert með þennan dag, vandist því ekki í æsku að pæla mikið í kvenréttindakonum nema á neikvæðari máta. Samt held ég að langamma mín hafi verið eitthvað svona baráttuljón...

Ég ól krakkana hefðbundið upp, strákar ekki til gagns á mínu heimili en Solla dugleg að hjálpa mömmu sinni með allan fjandann. Enda kom það á daginn þegar móðurófétinu varð á um árið að biðja Björn um að skottast út með ruslið. Snáði setti hendur á mjaðmir, ábúðarmikill og spurði með mikilli vanþóknun : Gerir þú þér grein fyrir að ÉG er yngstur !

Móðir fór með ruslið.

En samt, til hamingju með daginn.

Þið megið biðja heilladísir um að sjá til þess að ég fái happdrættisvinning, vantar endilega svoleiðis núna hehe

smábrandari í boði www.visir.is

Einkafluvélin kostaði 245 þúsund (fyrirsögn á frétt hjá þeim núna kl 12.00)


Jæja og áríðandi leiðrétting

Ég er svo klár að mér tókst að koma mér í klandur. Ég verð líklega að flytja í vinnuna meðan ég er að leysa málið en í bili fór Steinar, við þurfum að hjálpast að við að komast upp úr lægðinni. Ég fer ekki nánar út í það.

Ég hef ákveðið að klæða mig alfarið í svart héðan í frá. Að vera öldruð og kvenkyns (ljóshærð) virkar illa á skyttur Skagafjarðar. Eins og gaman er að koma til Skagafjarðar þá er best að vera með dresscode á hreinu og passa sig vel í þeim efnum.

Ég fer bara vestur.....

Man ekki meira að segja, er dálítið orðlaus eins og er.

Æj ég á að lesa yfir það sem ég skrifa, eins og þetta stendur þarna þá lítur út fyrir að við séum skilin...ALLS EKKI.

Þetta er fjármálakreppa, sköpuð af mínum klaufaskap.

Djí hvað maður getur verið illa skrifandi suma daga...verst ef ég er nú búin að koma kjaftasögum af stað....


Stelpur !

Í skjól strax ! Sumt má greinilega ekki fara saman

Sjá þessa frétt frá Rúv rétt í þessu ;

"

Hvítabjörninn felldur

Hvítabjörninn felldur

Hvítabjörninn á Skaga hefur verið felldur. Björninn var aldraður og kvenkyns. "

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég bætti við nýjum tengi, Bjarna Páli. Hann berst eins og Kári við krabbamein. Endilega kíkið við hjá þessum baráttujöxlum og skiljið eftir hlýja kveðju til þeirra.


Heimavarnarliðið skrifar

við fórum í vettvangsferð og þrömmuðum út á nes með voffana. (heppnustu voffar í heimi, Steinar fór með þá áðan)

Tók myndir á þramminu og hér kemur sýnishorn

100_1310Þetta er varðskýlið mitt.

100_1311Þetta væri hentugt fyrir Steinar en þetta er nú notað sem starrafjölbýlishús.

100_1309Þetta er fótgönguliðið að fela sig

100_1313Þetta er eitthvað hrunið -líklega gamlar stríðsminjar.

Til hamingju með daginn.


Ég læt sko ekki ljúga að mér !

og ég hef lengi unnið á karlavinnustað, þeir hafa gaman af því að narra mann þar og afleiðing áranna allra á stöðinni er einfaldlega sú að ég trúi ekki orði sem mér er sagt.

Í dag reyndu þeir allt hvað af tók að sannfæra mig um að annar hvítabjörn hefði gengið á land. Ég hélt nú ekki hahahaha meiri aularnir sem þið eruð þaddna kallar. Svo missti ég snyrtilega af öllum fréttatímum fram á kvöldið...

Já já sæll, eigum við að ræða það eitthvað frekar eða ? Blush


Ég á Björn -ekki ís, bara venjulegan tvífættan

 Hún Milla mín bendir á þetta og ég vil vekja meiri athygli á þessu. Svo er Öldureikningurinn í höfundarboxinu. Margt smátt er rétti andinn í þessu...knús á línuna, ég er ekki í..neinu stuði eiginlega og skrifa seinna einhverja vitleysu sem endar á Landsbókasafninu...með öllu hinu ruglinu. DÆS !

Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!


Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala        "   190267-5049.


Búinn !

Munið þið eftir þessum ? Nú kemur auðvitað skýringin á því hversu langan tíma þetta tók, dóninn neitaði að hvolfa í sig laxerolíu. Hann hefur kannski haldið að löggan myndi gefast upp á biðinni og senda hann heim með dópið....öhhh...nei.

Vísir, 16. jún. 2008 11:01

Átta hundruð grömm af kóki komu úr iðrum Hollendings

mynd

Hollendingurinn, sem hefur setið sveittur undanfarnar tvær vikur við að losa smokka fulla af kókaíni úr iðrum sínum, hefur lokið sér af. Og afraksturinn er rétt tæp 800 grömm af kókaíni. Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.

Hollendingurinn, sem er rúmlega fertugur, var gripinn á leiðinni inn í landið fyrir rúmum tveimur vikum og kom í ljós við röntgenmyndatöku að hann hafði gleypt smokka sem grunur lék á að innihéldu eiturlyf. Illa gekk að koma smokkunum niður og hjálpaði ekki að hann neitaði að taka hægðalosandi lyf. Nú hefur hann hins vegar lokið sér af og situr í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni.

 

 


Hrmpf

Iss...á þessa Makedóna, senda þá alla úr landi nú þegar og pólsku dómarana út í Surtsey...oj hvað það munaði smánarlega litlu.

Bíladagar á Akureyri og allt í fári. Synir mínir, Hilmar og Hjalti, fóru á bíladaga í fyrra. Hilmar hringdi með öndina í hálsinum, Hjalti slasaður og kominn á sjúkrahúsið á Akureyri. Löggan klippti af bílnum og allt í fári. Ég reddaði aurum svo Himmi kæmist í bæinn og svo lögðum við Steinar land undir fót, með bíl og bílakerru. Sóttum strákanga á hækjum og númerslausan bíl. Ég held að Hjalti hafi aldrei verið eins feginn að sjá hana mömmu sína og daginn sem mamma sótti hann norður. Ferðin heim gekk áfallalaust og allir sáttir. Hjalti sór þess eið að fara aldrei á Bíladaga aftur, Hilmar minntist hinsvegar ekki á það en getur af greinilegum ástæðum ekki farið þangað aftur. Lögreglan á Akureyri gat ekki upplýst hver stóð að árásinni á Hjalta sem endaði með tvíbrotnum ökkla. Stundum eru málin bara þannig.

Bíladagar minna mig á Himma.

Annars kom Hjalli minn með gleðifréttir í dag. Hann fær samfélagsþjónustu og þeir taka tillit til ástands hjá honum þannig að hann er ekki settur í erfiðis vinnu. Hann þarf að komast til bæklunarlæknis og láta skoða skakka hálsinn sinn sem kvelur hann sífellt meira. Það er til mannlegur þáttur í fangelsismálastofnun, ég er gríðarlega þakklát og ánægð með þetta. Nú þarf Hjalli minn bara að spjara sig í þessu og halda áfram að standa sig vel. Hann er með eitt alveg á hreinu um þessar mundir, mamma hans er í horninu hans og styður hann af mætti til góðra verka.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband