Jæja og áríðandi leiðrétting

Ég er svo klár að mér tókst að koma mér í klandur. Ég verð líklega að flytja í vinnuna meðan ég er að leysa málið en í bili fór Steinar, við þurfum að hjálpast að við að komast upp úr lægðinni. Ég fer ekki nánar út í það.

Ég hef ákveðið að klæða mig alfarið í svart héðan í frá. Að vera öldruð og kvenkyns (ljóshærð) virkar illa á skyttur Skagafjarðar. Eins og gaman er að koma til Skagafjarðar þá er best að vera með dresscode á hreinu og passa sig vel í þeim efnum.

Ég fer bara vestur.....

Man ekki meira að segja, er dálítið orðlaus eins og er.

Æj ég á að lesa yfir það sem ég skrifa, eins og þetta stendur þarna þá lítur út fyrir að við séum skilin...ALLS EKKI.

Þetta er fjármálakreppa, sköpuð af mínum klaufaskap.

Djí hvað maður getur verið illa skrifandi suma daga...verst ef ég er nú búin að koma kjaftasögum af stað....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú veist hvar ég er - ef ég get eitthvað aðstoðað þig.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott - ég fékk smá hland fyrir hjartað

Þú veist samt hvar ég er ef ég get eitthvað gert fyrir þig! Borið þvottavélar, ísskápa, fúgað....... eníþing

Nú þori ég líka að gantast með ferðina í gegnum Skagafjörðinn ;) Ætlaði að segja þér að ég á svart pils.........

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já við bregggðum okkur bara í Skagafjörð, ég get þrammað um prjónandi, fjáröflunarferð hehe

Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 21:14

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég get sönglað ísbjarnarblús...

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:15

6 Smámynd: Ragnheiður

Já við verðum bara flottastar hehehe...Skagafjörður, here we come...

Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 21:16

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þú kæfðir huganslegar kjaftasögur í fæðingu held ég. Vona að úr rætist og að málið sé ekki alvarlegt.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 21:19

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

... með tinkrús - við getum þá geymt prjónan þína í henni ef enginn vill styrkja sönginn

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 21:20

9 Smámynd: Ragnheiður

hehe já Hrönn..

Já Guðrún Jóna , ég vona það..það er glatað að búa óvart til kjaftasögur um sjálfan sig

Ragnheiður , 18.6.2008 kl. 21:22

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Samt ekki......  ....... Sennilega er betra að búa til kjaftasögur um sjálfan sig heldur en að láta aðra gera það.  Maður fær þá að ráða atburðarásinni og getur kryddað skemmtilega í leiðinni.

Góð hugmynd, eins og vanalega hjá þér. 

Anna Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 22:37

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og sennilega líka skemmtilegra að búa til sögur um sjálfan sig heldur en aðra...... ;)

Þarf að prófa það einhverntíma

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 23:07

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Má aum lesöndin misskilja fyrripartinn að vild, & botna út um alla bloggheima með Caj Pind grillsósu ?

Steingrímur Helgason, 18.6.2008 kl. 23:10

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 18.6.2008 kl. 23:21

14 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Og svo er svo gaman að heyra kjaftasöguna sem maður kemur af stað sjálfur þegar hún er búin að fara á milli manna hringinn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:28

15 identicon

Gangi ykkur vel dúllan mín, þu getur allt.

Sendi þér baráttukveðjur út Klettaborg.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 23:44

16 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Vonandi lagast þetta allt hjá ykkur. 

Kv. Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.6.2008 kl. 00:03

17 identicon

Ekki datt mér skilnaður í hug.Þið eruð búin að ganga saman í gegnum það erfiðasta sem til er og þið standið saman í þessu líka.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 01:06

18 Smámynd: Hulla Dan

Ha?
Skrapp á næturvakt og er bara úti að kúka???
Vona samt að þú fáir góðan dag...  og ég góðan svefn...

Hulla Dan, 19.6.2008 kl. 06:51

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já nú fara þær af stað, sko kjaftasögurnar, SÓ. þÆR ERU SVO SKEMMTILEGAR.
Skilnaður nei nei hann Steinar þinn er of mikill klettur til að það gerist,
ja nema að þú, neiiiiiiiii! aldrei.
Skagafjörðinn, er það óhætt?
Að búa til kjaftasögur um sjálfan sig getur verið skondið, en atburðarásina hefur maður engin áhrif á ( Anna) því maður veit ekkert hvaða leiðir sagan fer, en það er svo gaman er maður heyrir hana aftur, er búin að reyna þetta.

                          Knús Milla.
 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 07:42

20 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

innlitskvitt

Guðborg Eyjólfsdóttir, 19.6.2008 kl. 08:52

21 Smámynd: Fjóla Æ.

Knús í bæinn.

Fjóla Æ., 19.6.2008 kl. 09:34

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorrí en ég vissi ekki hvern fj.... ég átti að segja í gærkvöldi þegar ég sá þessa færslu óleiðrétta.  Hahahahaha, en ég hélt að þú værir að missa það og trúði tæplegast að Steinar væri farinn að heiman.

Til hamingju með að vera ekki að skilja og til hamingju með daginn mín kæra.

Bloggið er ALDREI leiðinlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 10:57

23 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe ég skil að runnið hafi á þig 2-3 grímur, ég fékk alveg kast þegar ég las yfir og flumbraðist við að leiðrétta málið

Ragnheiður , 19.6.2008 kl. 11:00

24 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Já maður fékk vægt sjokk skal ég þér segja...en fjármál eru leiðindar mál..sérstaklega eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag..

nei ég ætla ekki út í þá sálma nánar..það yrði margar blaðsíður

Vonandi gengur allt upp hjá ykkur Steinari

knús og kveðja úr Grindavík 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 19.6.2008 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband