Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Smá lífsmark

Var að vinna til fimm í morgun og vaknaði um ellefu leytið Pinch 

Samt búin að afreka að fara með Steinari og kaupa rör og beygjur og gúmmí og allskonar dæmi til að tengja þvottavélaraffall og svoleiðis. Snilldarstrákur í Byko með þetta allt á hreinu.

Ég ætla að slaka á í dag, horfa á helling af íþróttum, bæði hand og fót...verð örugglega komin með svo mikið karlhormón í mig um kvöldmat að ég þarf að raka mig.

Njótið dagsins


Að gera eitt á kostnað annars

ég var að lesa hjá einni -hún er að fjalla um úrræðaleysi í sambandi við fatlaða en nefnir í því sambandi að hægt sé að minnka fjárfjarlög annarsstaðar á móti. Hún talar um að minnka fjárveitingar til áfengismeðferða en sinna þess í stað (fötluðum) þeim hóp sem kann betur að meta hjálpina.

Ég er ekki alki (nei og ekki í afneitun heldur) en ég geri mér fyllilega grein fyrir að óhófleg áfengisneysla hefur mikil áhrif á þann sem neytir og nánustu aðstandendur. Þetta er dauðans alvara og fólk deyr vegna þessa, í stórum stíl.

Sumir ná að rísa upp og verða eins og stjörnur á himinhvolfinu, lýsa upp allt sitt umhverfi og sýna öðrum með kjarki og þor að það er til leið út. Ein þessara er Jenný Anna (www.jenfo.blog.is)

En að atriðinu sem ég var að velta fyrir mér.

Afhverju gerum við þetta ? Afhverju stillum við alltaf upp einhverju sem okkur finnst minna virði og viljum láta taka peningana nákvæmlega úr þeim málaflokki? Afhverju ætlumst við ekki til í okkar velferðarþjóðfélagi að séð sé um alla þessa pósta, og ekki á kostnað neins annars ?

Ég tel að á meðan við þvælum þessu svona fyrir okkur, má ekki gera A þá vantar pening í B, þá náum við ekki árangri. Við eigum ekki að sortéra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Við eigum að sjá um þetta allt.

----------------------------------

Alda fór í gær og það var settur upp lyfjabrunnur í bringuna, til að sleppa við að alltaf sé verið að stinga hana. Ástandið er svipað, hún er búin að fara tvisvar í lyfjagjöf. Það verður myndað aftur seinna í sumar og á meðan eru í raun engar þannig fréttir af henni. Eins og maður segir, allt við það sama bara. Hún er samt manna duglegust, bjartsýn og glaðvær, enda er hún þannig persóna, það vita þeir sem þekkja hana.


dagur að kveldi kominn

og ég gleymdi að segja í síðustu færslu að ég er sjálf skotfljót að blogga, það virkaði vel að læra fingrasetninguna í gamla daga, á handsnúna ritvél. Hehe

Samtal við Björn síðan í gær.

Móðir ; ég er búin að lána rúmið þitt !

Björn með spurnaraugu ; ha , nú ? hverjum ?

Móðir með einbeittan brotavilja ; Öldu, hún þarf að mæta svo snemma á spítalann

Björn alls hugar feginn ; Já ok ekkert mál.

Hvað hélt hann ? Að ég væri búin að bjóða Bin Laden uppí hans rúm ?

Nú er komið nýtt patent hjá glæpamönnum þessa lands og það var reynt á Skaganum í dag. Flýja í ofboði eitthvað út í loftið í þeirri von um að löggan verði bensínlaus. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur ?

Hehe ...kva..maður verður að finna skemmtilegheitin við þessa kreppu.

--------------------------------------------------------------------------

Ég hef hinsvegar sjaldan séð aðra eins ös í vörslusviptingum ökutækja og undanfarna daga. Kranabílar eru eins og þeytispjöld, hirðandi upp bílana sem fólk hvorki losnar við né getur borgað af. Bílarnir eru líklega það fyrsta sem fólk hættir að borga af. Eðlilega, maður getur hvorki búið í né borðað bíl. Hef prufað annað en ekki hitt, virkaði illa.

Góða nótt


Ætlaði að skrifa langloku

um efnahagsástandið, vaxandi vörslusviptingar og almenna óáran en rakst inn á bloggið hennar Önnu -þar var svo gríðarlega skemmtilegt að efnahagspælingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hrönn langflottust missir sig alltaf í spurningakeppnum og það er bara snilld að fylgjast með...hehe

Lov jú tó görls.

Einhver missti sig smá yfir færslum Jennýar, dauðstressaður yfir að hún ætti að nota tímann í annað og þá er ég með spurningu til ykkar

Hvað eruð þið lengi að pikka inn eitt blogg ? Svona meðallangt með passlega fáum flóknum orðum ?


Jæja

nú er þetta allt að lagast, morgunstund með kallinum (bara kaffi dónarnir ykkar) og ég er bara mun hressari.

Stórlega stressuð yfir henni Hrönn sem auglýsir eftir dökkhærðum draumaprinsi á meðan heimspressan logar af fréttum yfir að Clooney sé aftur laus og liðugur. Ég er hrædd um að Hrönn verði fyrir vonbrigðum ef hann bankar upp á hjá henni enda virðist kallinn ekki ráða við nema einhver smáatriði. Á honum sést berlega að það er ekki nóg að vera krútt, eitthvað meira þarf í súpuna.

Tengdasonurinn slapp við sex and the city og fór á Indiana Jones. Smámorrinn heima hjá mér belgdist allur út og þóttist þar með betri en mágurinn, ég fór þó á þetta sagði hann nánast með tárin í augunum af endurminningunni einni saman.

Ég las moggann áðan yfir kaffinu og íhugaði aðstöðu eldri borgara í Hollandi. Eitthvað hlýtur pottur að vera brotinn þar, nýjasti ferðamaðurinn kom með fullan bíl að hassi hingað, á vegum ferðafélags eldri borgara þar. Ég flissa nú oft að þessum útlensku smyglurum. Sé þá fyrir mér sitja með hnöttinn að reyna að finna hvert er hægt að fara með óþverrann og finna þar Ísland. ,,Hey drífum okkur þangað, þetta er svo lítið land að þeir fatta  ekkert hvað við erum með, örugglega bara ein sveitalögga á vakt" Svo þramma aularnir í land og lenda beint á GAS GAS og félögum hans. Djö held ég að það sé mikil niðurlæging að vera tekinn fyrir smygl á svona smáskeri. Sitja svo inn á Hrauni með öllum hinum plebbunum sem héldu að þetta væri minna mál en að drekka vatn.

Ég hef takmarkaða samúð með þeim en ég hinsvegar nota allt sem ég get til að hlæja að.

Kallinn kom seint heim í gær og missti af snáðanum litla og öllum fótboltanum. Ég fór að reyna að segja honum fótboltafréttir og sagði að einn fékk gat á hausinn. ,,nú ? í hvaða liði var hann" ? Þá stóð auðvitað upplýsingafulltrúinn að gati og vissi ekki meir, vorkenndi bara fótboltakallinum að hafa meitt sig svona. Hverjir voru í hvítum búning í seinni leiknum í gærkvöldi ? HELP...hehe

En undarlegast var að hann var ekkert hissa á að ég hefði séð brot úr leik. Hann fattaði auðvitað ekki að ég var að bíða eftir þætti þarna á Rúv sem er á miðvikudögum ....nú heldur hann áreiðanlega að ég sé að breytast í fótboltabullu. Sem minnir mig á það, hér um árið ætlaði ég að horfa á úrslitaleik. Brunaði heim, bjó þá í Keflavík. Óð í alla vasa og fann enga húslykla. Fyrri hálfleikur þann daginn fór í sólbað meðan ég beið eftir að Steinar hleypti mér inn í kofann að sjá fótboltann.

Jæja ....


Takk fyrir kveðjurnar (smámynd til skrauts)

en kvöldinu hef ég eytt með nýjasta manninum í mínu lífi. Hann er smástrákur og heitir Hilmar. Foreldrarnir fóru í bíó, ég er tilbúin með skítuga hlírabolinn og bjórdósina ef tengdasonurinn verður dreginn á sex and the city.

Ég ætlaði að skrifa komment hjá Jennýu áðan og þá teygði sá stutti sig í tölvuna hennar ömmu og smelli caps lock á. Amma leyfði því að standa enda ágætt að vera dyggur lesandi og kommentari á moggabloggi 6 mánaða.

Best að snúa sér aftur af nýjustu ástinni í mínu lífi. Þessi sem síðasta færsla fjallar um er að vinna frameftir en búinn að hringja nokkrum sinnum í dag í sína konu,minnugur þess hvaða dagur er í dag.

DSC00023

Amma lánaði snáða plastflösku að skoða og hann steinsofnaði við það. Ég vona að þessi hegðun hafi ekkert forspárgildi, flaska, flatur og passed out ....

Amma gaf að borða og pelann og bjargaði tveimur voðableyjum, amma hefur sloppið við svoleis bleyjur í 17-18 ár. (man ekkert hvenær B óx upp úr svoleiðis veseni)

Með mynd af litlu "byttunni" býð ég góða nótt


Eftir klukkutíma

rennur upp afmælisdagur á heimilinu, ljúfur dagur.

Á morgun verður við Steinar búin að búa saman í 9 ár, ég tel mig geta talað fyrir okkur bæði með að við erum tilbúin í næstu 9 ár. Við eigum einstaklega vel saman og erum miklir félagar og vinir.

Hann er líka haugur af þolinmæði og ekki veitir mér stundum af að fá lánað af henni, ég var bakvið tré þegar þolinmæðinni var úthlutað en hann hefur troðið sér fremst í röðina.

Við rífumst aldrei en erum auðvitað ekki alltaf sammála, þá er fundin lending á málinu sem bæði sættast við og málið er leyst.

Við erum að mörgu leyti afar ólík en bætum hvort annað vandlega upp.

Ég á ekkert að geta sagt þetta en lífið er dásamlegt.....(fyrirgefðu sætasti Himminn)

Við erum að vera búin að klára að fúga, í sameiningu....og ég er sátt og fer sátt að sofa hjá karli mínum á eftir...trausta bangsanum mínum sem er alltaf bestur !

 


Smá aumingjaskapur

ég komst að því að hendurnar eru verri en ég hélt eða verri en ég vildi hafa þær. Ég ætlaði að fúga flísarnar og byrjaði á því. Við það þarf ég að halda á smááhaldi og það þola hendurnar mínar ekki, þær eru orðnar svo laskaðar greyin. Maðurinn minn stökk til aðstoðar og nú fúgar hann og ég blogga.

Sumt get ég greinilega en annað ekki. Það fer mér ekki vel að stranda svona, ég er jaxl og vön að fara mínu fram. Djís hvað þetta fer í mig.

Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef orðið að láta handavinnu lönd og leið, eins og mér finnst skemmtilegt að prjóna, hekla og sauma í.

Nú heimta ég vorkenn í kommentunum, ég er grautfúl yfir þessum aumingjagangi

PS; hætt að kvarta, get sjálf sumt hehehehe...lalala


Hringiðan

er eins og vant er þrátt fyrir EM. Samt er merkjanlegur munur á umferð á annatíma, kannski EM og kannski verðlag á eldsneyti. Ég þurfti að kaupa á tvo bíla áðan og það kostaði mig 19.ooo kr. Æði, mér er enn illt í veskinu.

Leigubílstjórar eru dálitlir harðjaxlar. Fólk sér yfirleitt ekki á þeim mýkri hlið. En mínir eru búnir að stofna hjúkrunarheimili, það er staðsett um það bil á Lækjargötu 1. Þar eru engar brunarústir en þar er gamalgróið stæði fyrir bílstjórana okkar. Þeir ráku í vor augun í önd, draghalta og skakka. Það er bakarí hinu megin við götuna. Þangað var þrammað og fengið brauð fyrir þennan lasna ræfil og stegginn sem henni fylgdi. Síðan hefur öndin verið skilvíslega fóðruð, brauðpokinn geymdur þarna við bekkinn svo hver sem er geti fóðrað fuglinn. Viti menn, öndin er öll að hressast og er nánast ekkert hölt lengur. Hún heimsækir enn vinina sína þarna í Lækjargötunni og þiggur veitingar.

Stundum þykir mér vænt um kallana mína á stöðinni.


Sá glitta í bloggvinkonu en of seint

í Nóatúni áðan.

Ég fann mér nýtt hámark letinnar áðan og sat heima mjólkurlaus í dag frekar en að nenna af stað og kaupa mjólk. Ég hef ekki verið hress í dag, það er engin sérstök skýring, sumir dagar eru bara þannig þegar maður glímir við sjálfan sig í sorg.

En ég missti af að heilsa þessari bloggvinkonu þegar hún sveif á braut með glókollana sína, í litríkum kjól og alveg jafnglæsileg og mér hefur alltaf fundist hún vera. Þetta var auðvitað Ragga litla með glóana sína.

Við gamli minn erum að horfa á fótbolta saman, ég bar allan kvöldmatinn inn á borðstofuborð svo hann gæti horft á meðan hann borðaði. Ég get alveg verið góð við hann sko hehehe. Hann er langbestur í heiminum og ég er stundum vargur....

Ég er að spá í að smella mér aðeins í drullugallann á eftir og byrja að fúga flísarnar. Ég er bara svo södd í augnablikinu að ég get bara setið hér og bloggað, lesið blogg og fréttasíður.

Mér hefur enn tekist að sneiða hjá að sjá myndbandið sem allir rífast um. Ég hef bara ekki áhuga á að horfa á það. Ég er vog, ég skoða mál frá öllum hliðum áður en ég mynda mér skoðun. Ég er enn að skoða málið í huganum en ég hallast að því að piparúðinn sé eitt þeirra tækja sem lögreglan verður að hafa í sínu tækjabelti. Þegar óðir menn lenda í slag við lögregluna þá hefur það hent að menn hafa látist í höndum þeirra. Enda þegar menn slást þá eru það mikil átök og reyna mikið á alla aðila. Ég hef séð fjóra fíelfda í standandi klandri með smástúlku, litla og netta, og þeir máttu hafa sig alla við.

Þið ykkar sem hafið lesið kommentin hjá Jennýu í dag hafið séð að talsvert vantar upp á kurteisina hjá sumum þar. Það er auðvitað ekki til neins að vera með skæting en ég dáist að Jennýu fyrir að ritskoða ekki í kommentunum og leyfa öllu að standa. Hún er maður að meiri fyrir vikið.

Ég er hinsvegar ekki sammála færslunni hennar enda hef ég upplýsingar um að maðurinn hafi verið búinn áður að meiða tvo og þess vegna hafi lögregla verið kölluð til. Menn nálgast auðvitað mann með varúð sem búinn er að slasa aðra menn á vettvangi. Hins vegar er ekki mitt að dæma, ég var ekki þarna og það var ekki ég sem þurfti að taka ákvörðun um að beita úða á manninn. Ég er kellíng útí bæ og get tuðað mig bláa yfir fréttunum en ég nenni því eiginlega ekki Blush

Ég var hinsvegar ekki að grínast þegar ég sagðist ætla að kjósa Sturlu -ég hefði kosið flokk aldraðra og öryrkja ef hann hefði náð að bjóða fram á sínum tíma. Ég vil ekki þetta fólk sem telur sig vera í áskrift af þingmennsku, ég vil nýtt fólk og nýjar hugmyndir. Flokka fyrir fólkið en ekki lygara sem efna ekkert af sínum loforðum.

Skrattans pólitíkin....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband