Færsluflokkur: Bloggar

Góðan dag

Jólaljósin potast upp hérna á heimilinu. Steinar setti upp eitt í gær meðan ég var í vinnunni. Hann er í því að gleðja sína. Ég sagðist ætla að setja jólaljós um allt þetta árið til að hrekja burt skuggana. Ég er að spá í að setja seríu í klósettgluggann ! Eina herbergið sem ég þori ekki að lýsa upp svona er svefnherbergið mitt. Mér er enn ferskt í minni svefnvandamálið og eftir á að hyggja þá var það erfitt,hunderfitt. Ég þarf einhvernveginn að kljást við þetta áfram. Hilmar litli getur kannski ekki bjargað öllu en hann bjargar óneitanlega miklu. Ég er enn engu nær um lífið og framtíðina en ég tek enn bara dag í einu. Þegar mamma dó þá var þetta allt öðruvísi. Hún var ekki gömul, 64 ára, en svo fárveik. Þá tekur maður sorgina út á meðan setið er við dánarbeð.

Svo langaði mig að koma þessu hérna á framfæri;

Kristinn Veigar

mánudagskvöldið 3. desember, klukkan 19:00, skulum við öll taka okkur saman og kveikja á friðar(úti)kerti fyrir Kristinn Veigar litla, guttagullið sem lést í gær eftir að keyrt var á hann á föstudaginn. Um leið og við kveikjum á kertinu skulum við hugsa hlýtt til syrgjandi fjölskyldu hans, ættingja og vina, sem nú ganga þung skref. Við skulum líka hugsa til ökumannsins og vona að hann geti fundið jafnvægi í sína tilveru.

Látið orðið berast.

Friðarljós í minningu
† Kristins Veigars †
mánudaginn 3. des. klukkan 19:00

 

Barnið manns er einmitt það, barnið manns, alla æfina. Það er alveg sama hversu gamalt það verður. Maður horfir á það með blik í auga, minnist góðra stunda og skemmtilegra tíma. Ég er þannig mamma að mér hefur tekist að gleyma að mestu slæmum minningum. Ég held upp á hinar góðu. Sumar gamlar minningar eru skemmtilegar.

Himmi minn var afar stríðinn og systir hans ekki alltaf nógu sátt við það á yngri árum, löngu búin að sættast við það núna. Ég hafði sjaldan bíl til umráða en eitt skiptið ætlaði ég með þau systkinin í bíltúr. Raðaði öllum niður og setti í belti. Himmi og Solla sátu saman. Allt í einu kemur neyðaróp úr aftursætinu. ,, Mamma Himmi er að reyna að drepa mig !!" æpir Solla. Ég snarstoppa og athuga málið. Þá hafði hann losað beltið hennar. Hún dálítið dramatísk. Hann hætti þessu náttlega ekkert þannig að það varð að breyta uppröðun í bílnum hehe. Maður nánast sá hornin vaxa upp úr höfðinu á honum.

Björn náði mér í gær

Hann nýlega búinn að laga kaffi og ég heyri gusugang frammi eins og hann sé að hella kaffinu í vaskinn.

Mamma ; Björn ! ertu að hella kaffinu !!

Björn; Já mig langaði ekki í meira !!

Mamma ; já en......(hætti þarna en hugsaði barni þegjandi þörfina)

Svo leið augnablik og fyrir hornið á stofunni kom Björn siglandi með bakka með kaffinu á og öllu sem passar við það.

 


Minni á aftur

Aðventuátakið okkar

 

Hver smáupphæð skiptir máli, gefum þeim gleðileg og áhyggjulaus jól.

Vinsamlega dreifið sem víðast

Takk fyrir


Fyrsti sunnudagur í aðventu

og við settum upp aðventuljósin okkar í gær. Planið er að skreyta allt hérna með öllu jóladóti sem ég á til að reyna að hrekja á brott svörtu skuggana sem hvíla yfir okkur Himmafólkinu. Mikil gleðigjafi er litli guttinn hennar Sollu minnar, hann bjargar geðheilsunni alveg. Já og aðeins meiru eins og sjá má á færslu Siggu systur síðan í gær (www.siggahilmars.blog.is )

Var að finna alveg snilldarframkvæmd hérna fyrir ofan stofugluggann, sótthreinsaðar húsmæður eru beðnar að hætta tafarlaust að lesa. Hérna er snilldarkóngulóarvefur, hún er búin að flækja hann í rimlagardínuna og svo upp í loftið og til baka aftur. Þvílík smíð ! Ég ætla að leyfa henni að hafa vefinn aðeins...fresta bara smá að setja seríu í þennan glugga. Kóngulærnar eru vinir mínir sko, veiða leiðindaflugurnar. Mér er bölvanlega við allt sem flýgur,flugur, fugla, flugvélar....fuglar reyndar ágætir í fjarlægð.

Sorg hvílir yfir fyrrum nágrönnum mínum suður með sjó. Hugur minn er hjá fólkinu sem næst stendur. Ég ætla mér samt ekki að koma með einhverjar stórkarlalegar yfirlýsingar, mér finnst það ekki við hæfi. Það var þetta sem ég var að reyna að benda á í gær. Hér flæddu tilkynningar um lát barnsins, það er ekkert víst að búið hafi verið að ná í þá sem þurfti áður.

Nú eins og oft áður verður fólk að muna að birting á bloggsíðu er opinber birting og það er betra að stíga létt niður.

Nú ætla nokkrir leikskólar að úthýsa prestum, þ.e. ekki fá þá inn í leikskólana. Það finnst mér sorglegt mál. Hin góðu gildi trúarinnar má alveg kenna börnum. Það er bara orðin svo mikil krafa að taka tillit til aðfluttra íslendinga að það má orðið ekki anda á neitt eða neinn. Allt verður að vera svo voðalega pólitískt rétthugsað. Ég held að við séum að leið út í öfgar hinu megin. Ég sjálf var alin upp í sunnudagskólanum og hafði mikið gagn og gaman að. Líklega má það ekki nú.

Ætli það sé "in" að vera trúlaus ?

Ekki ofsatrúarkveðja í bili


Hafið ykkur hæg

þó þið þekkið til og hafið fréttirnar staðfestar. Munið eftir aðstandendum og sumt er bara ekki við hæfi að birta nema það sé að beinni ósk aðstandenda.

Munið svo eftir elskunni henni Þórdísi Tinnu og kvittið undir hjá Kristínu www.daudansalvara.blog.is færslan hennar heitir Fjölskyldusjúkdómur

Góða nótt


Áskorun til allra birt

Aðventu-átak.

 

Þórdís Tinna,  Moggabloggari númer eitt,  er engin venjuleg kona.

Hún er skemmtileg, alltaf að hjálpa öðrum og sér það jákvæða við nánast allar kringumstæður.

Eins og flestir vita, á hún við alvarleg veikindi að stríða. 

Það þarf ekkert að kynna Þórdísi Tinnu, svo þekkt er hún orðin fyrir að vera hún sjálf.

Nú er rétti tíminn til að sýna Þórdísi Tinnu stuðning í verki. 

Sýnum samstöðu og styðjum við hana og dóttur hennar, Kolbrúnu Ragnheiði, svo þær geti notið hátíðanna, lausar við fjárhagsáhyggjur.  Þúsundkall eða Fimmþúsundkall..... allt hjálpar.

 

Bankareikningur

0140-05- 015735.     Kt.101268-4039

 

Ég skora á aðra bloggara að taka þátt og birta samskonar færslu á sinni síðu. 

 


Verð í fríi

um helgina,sko bloggfríi. Verð mikið upptekin sko.

Í dag eru fimm ár síðan mamma lést, dauðuppgefin eftir hart stríð við krabbamein. Nú passar hún upp á Himma...lillanabba eins og hún kallaði hann oft.

Góða helgi.


Margt skrýtið

í kýrhausnum þennan morgun, ætli það geti verið að ég sé orðin brúnaþung yfir því að horfa á þingmenn rífast um fjárlög.

Ólafur F á að skila vottorði, ég skil ekki málið og finnst þetta undarleg ósk. Man bara ómögulega eftir að þetta hafi gerst fyrr. Við erum að tala um kjörinn fulltrúa, ekki báðu kjósendur um vottorð þegar þeir kusu hann. Hinsvegar hefur hann oft verið erfiður ljár í þúfu og að mér læðist grunur að það sé verið að reyna að skáka honum til hliðar. En hvað veit ég svosem ?

Svo er hitt og það getur enginn sagt að ég hafi ekki reynt. Það er nokkuð síðan mbl.is var breytt. Ég er búin að reyna að sættast á þessar breytingar með svo opnum huga að ég hef nánast fengið hausverk. Nú er ég samt komin á endann á þolinmæðisspottanum. Mér finnst þessi breyting ómöguleg og mér finnst fréttaflæðið mun minna en áður var, færri nýjar fréttir og svoleiðis. Mbl.is var minn uppáhaldsfréttamiðill. Nú er ég hálfmunaðarlaus.

Sko ég er ekki einusinni geðvond. Sumt bara gengur ekki ofan í mann svona óforvandis.

Ég er enn að horfa á þessa þingmenn og ég bara kannast varla við nokkurn mann þarna, er búið að breyta öllu ? Eða eru gamlir þingmenn orðnir værukærir og nenna ekki að mæta í ræðustól til að tala um fjárlög ? Eða er ég bara farin að tauta og sjá samsæri í hverju horni ?!

Hallast að því síðasta.

 


Hef margt að þakka

fyrir og ég var að spá í það á leiðinni heim. Í fyrsta sinn í langan tíma var ég ekki sorgmædd á heimleiðinni. Ég hugsaði um allt sem gleður mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég er lánsöm kona á margan hátt. Ég er í raun á góðum stað í lífinu ef maður lítur á fjárhag og svoleiðis dót. Ég á enn 4 frábær börn, merkilega ólík öll en ég myndi ekki vilja breyta þeim á nokkurn hátt. Ég er líka rík af barnabörnum, ég á 3 dásamlega dóttursyni og svo eru 2 gullfallegar telpur Steinars megin ss barnabörn, hann á 2 frábær börn líka. Svo eru tengdabörnin orðin nokkur og þau eru frábær viðbót við stækkandi hópinn.

Að mörgu leyti er ég þakklát. Nú er kominn lítill snáði og hann sýndi ömmu sinni heilmikið ljós í lífið. Sjáðu mig amma mín, sagði hann. Nú er ég sjálfur kominn og ég skal hugga þig elsku amma. Hann er með falleg augu, hann er gömul og fróð sál, það þykist amma sjá strax.

Ég er búin að sýna vinnufélögunum myndirnar af honum og þeir hafa brosað við barni, klappað á öxl ömmunnar og samglaðst. Sumir fengu broshrukku á nefið og sögðu,,amma gamla " hehe það má stríða ömmunni.

Annars leit húsband Jennýar við hjá mér áðan og við vorum að spá í handauppstillingu unga mannsins á þessari mynd.

100_0919

Hann er ss með F merki á annarri hendinni en peace merki á hinni, segið svo að maður geti ekki haft skoðanir nokkurra tíma gamall hehehe.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um hjón, fárveikt fólk, sem býr í tjaldi í Laugardal. Fólk hefur bloggað um þetta og sitt sýnist hverjum. Það sem ég hef séð sem rauðan þráð er að fólk bendir á að "sumt fólk" vilji ekki þiggja aðstoð og svoleiðis. Það kemur bara málinu ekki við. Við erum með kynjaskipt gistiheimili og þau eru fín til síns brúks .

Hversvegna má ekki vera eitt enn sem tekur við hjónum ?

Afhverju finnum við endalausar afsakanir fyrir því að bregðast ekki við eins og ég skrifa að ofan ?

Afhverju erum við svona aftarlega á merinni með alla hluti ?

Afhverju er ekki staðið betur að foreldrahúsi sem sagt fjármagni og aðstöðu til að reka það myndarlega ?

 Afhverju eru ungu fíklarnir okkar bara nothæfir þegar flokkar eru að reyna að snapa sér atkvæði ?

Afhverju hef ég orðið að þjást í öll þessi ár vegna vandamála sona minna ?

Afhverju vildi enginn hjálpa ?

En eitt enn sem ég hugsaði á heimleiðinni, ég hefði ekki viljað missa af allri lífreynslu sem ég hef eignast..ja nema þá að missa elskulegan Himma minn. Allt hitt var dýrmætur lærdómur og ég hef eignast æðruleysi og umburðarlyndi sem má telja í bílförmum. Fyrir það er ég þakklát líka.

Það er margt að þakka fyrir en stundum sér maður það ekki alveg. Núna er ég að sjá það. Og það er ekki vegna þess að ég sakni ekki Himma, mér er að skiljast að hann kemur aldrei til mömmu sinnar meira. Ég er farin að tala oft við hann í huganum og ég reyni að gera eins og ég held að hann vildi.

Nú er ég löngu farin í hring með sjálfa mig, vonandi er eitthvað samhengi...annars skáldið þið bara í eyðurnar hehe

Klús og góða nóttina


Vek athygli á þessu

Sjá hérna...stöndum saman um unga fólkið okkar sem er í erfiðleikum og um fjölskyldurnar sem líða fyrir. Foreldrahús

Fyrirgefðu mín kæra hvað ég er sein að setja inn, vinnan að trufla mig !


Óttalega asnalegt

finnst mér, ég vorkenni mínum karli bara ekkert að þramma með mér í gegnum verslun að sækja björg í bú. Minn karl er allaveganna það klár að hann fattar að ef við ekki verslum þá fær hann ekki að borða. Ég veit ekki hvort honum finnst leiðinlegt að versla, ég hef bara ekki spurt hann. Í þau 8 ár sem við höfum búið saman þá hefur hann allaveganna aldrei komið sér undan því, það segir eitthvað er það ekki.

"Í fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar.nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn "

Hinsvegar finnst mér umræðan um ráðherrana og  bleikt og blátt fyrir litlu börnin ósköp ómerkileg og léttvæg. Mér finnst þetta ekki vera mál sem eiga að taka tíma í þinginu, ef þið viljið sá hvað mér finnst skipta máli þá getið þið litið á síðuna hennar Þórdísar Tinnu og lesið nýjasta pistil hennar.

Annars er ég ekki alveg eins hress í dag og í gær, vinnufélagi minn til margra ára sofnaði inn í sumarlandið í morgun. Það var reyndar ekki óvænt en sorgin bankar samt upp á hjá manni. Ég er búin að missa töluna á jarðarförum þetta árið. Það eina sem hægt er að gera er að staulast áfram einn dag í einu og loka augunum og sjá fyrir mér fallega snáðann hennar Sollu minnar. Hann er haldreipi ömmu sinnar nú á slæmu ári. Það var eins og þegar mamma dó ( 5 ár á morgun) þá átti ég tvo litla sæta ömmustráka, Vigni og Patrek.

Farin að gera eitthvað

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband