Óttalega asnalegt

finnst mér, ég vorkenni mínum karli bara ekkert að þramma með mér í gegnum verslun að sækja björg í bú. Minn karl er allaveganna það klár að hann fattar að ef við ekki verslum þá fær hann ekki að borða. Ég veit ekki hvort honum finnst leiðinlegt að versla, ég hef bara ekki spurt hann. Í þau 8 ár sem við höfum búið saman þá hefur hann allaveganna aldrei komið sér undan því, það segir eitthvað er það ekki.

"Í fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar.nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn "

Hinsvegar finnst mér umræðan um ráðherrana og  bleikt og blátt fyrir litlu börnin ósköp ómerkileg og léttvæg. Mér finnst þetta ekki vera mál sem eiga að taka tíma í þinginu, ef þið viljið sá hvað mér finnst skipta máli þá getið þið litið á síðuna hennar Þórdísar Tinnu og lesið nýjasta pistil hennar.

Annars er ég ekki alveg eins hress í dag og í gær, vinnufélagi minn til margra ára sofnaði inn í sumarlandið í morgun. Það var reyndar ekki óvænt en sorgin bankar samt upp á hjá manni. Ég er búin að missa töluna á jarðarförum þetta árið. Það eina sem hægt er að gera er að staulast áfram einn dag í einu og loka augunum og sjá fyrir mér fallega snáðann hennar Sollu minnar. Hann er haldreipi ömmu sinnar nú á slæmu ári. Það var eins og þegar mamma dó ( 5 ár á morgun) þá átti ég tvo litla sæta ömmustráka, Vigni og Patrek.

Farin að gera eitthvað

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér bregður.  Vona að þetta sé ekki vinur okkar líka.  Samúðarkveðjur elsku Ragga.  En nú hefurðu litla prinsinn til að orna þér við, það lagar smá er það ekki? Knús á þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar var að láta mig vita af andlátinu.  Ég er verulega slegin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.11.2007 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Vorkennirðu honum ekkert að þramma í búðir með þér   GOTT HJÁ ÞÉR!

En bleika og bláa málið, vaá, hefur þetta fólk bara EKKERT betra að fjalla um  óþolandi fíflaskapur og hana nú, maður hættir að taka mark á fólki sem lætur svona eins og kjánar, flest annað sem er VERULEGA AÐKALLANDI og ætti að huga betur að. aaaaaaarrgg!

Er sá stutti ekki sprækur litli gullmolinn ? 

Guðrún Jóhannesdóttir, 29.11.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Ragnheiður

Jenný mín, ég var einmitt að senda þér mail.

Hehe Guðrún góð hehe, hann vorkennir sér það ekki sjálfur enda miklu duglegri að nenna í búðir en ég er...mér leiðast búðir og stórar verslunarmiðstöðvar. Held að ég sé búin að fara 3var í Smáralind og kannski 5 sinnum í Kringluna !

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ragnheiður mín ég votta þér innilega samúð mína .

Kristín Katla Árnadóttir, 29.11.2007 kl. 14:48

6 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Votta þér samúð mína.

En hvað með okkur konurnar sem eigum menn sem eru búðaglaðari en við konur.......ekkert herbergi fyrir okkur?

Knús

Kristín Snorradóttir, 29.11.2007 kl. 14:59

7 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskulega Katla

Segðu Kristín ! Ég er miklu slappari í þessu en hann !!

Ragnheiður , 29.11.2007 kl. 15:39

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála þessu um bleikt og blátt, heldur léttvægt og ætti ekki að eyða púðri í það - frekar eitthvað mikilvægara - forgangsraða heitir það. Á eftir að kíkja á Þórdísi Tinnu.

Ósköp verður gott fyrir hann pabba minn aldraða (má ekki segja gamla) að tylla sér þarna ef við mamma eigum eftir að fara þarna í Holtagarðana að versla einhvern tíma. Annars höfum við oft skilið hann eftir á einhverjum góðum kaffistað (og þjónarnir haft auga með honum, ekki að þess þurfi þó bráðnauðsynlega), t.d. ef við förum í Kringluna. Barnakrókurinn passar honum nefnilega ekki og ég hugsa að hann myndi kíkja með öðru auga á fótboltann, þar sem hann horfir nú orðið á flest í sjónvarpi, sem hann horfði lítið á áður. Helst að hann myndi vanta kaffi, en þeir ætla víst að bjóða upp á það seinna, og einhver gerði sér væntingar um bjór, sem ég hugsa að hann slægi ekki hendi á móti heldur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:32

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég votta þér samúð mína vegna andlátsins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband