Færsluflokkur: Bloggar

Jæja

Pornodog #1 er farin heim og það er sprungið á pornodog#2.

Þetta var nú heldur undarlegt system, ég blásaklaus í bælinu og svo bara fjörugir ferfætlingar. Steinar kom rosalega seint heim í nótt og ég búin að segja honum,flissandi, frá hundabröltinu. Brandarinn snerist hinsvegar við þegar Steinar kom heim og miðja nótt og rakst á Blush kellingu og 2 hundbjána sem voru fastir saman. Steinar segir að það hafi verið lofthvolpaframleiðsla í gangi, ideal fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir hundum. Hundeigandi glotti mikið þegar "amma" fór að kvarta yfir brölti og brasi.

Rakst á snilldarvef áðan (www.andlat.is) og setti Himma minn inn þar. Athyglissýki.is eða hvað ? Sýnist þessi síða bjóða upp á sniðuga valkosti. Minningu Himma má finna m.a. inn á www.gardur.is

Annars er ég bara eins. Treysti mér ekki í vinnuna á morgun og mun bara nota eitthvað æðruleysi á þetta. Ef þetta fer ekki að lagast þá bið ég elskulegu jólagestina mína að koma hingað snemma á aðfangadag og hjálpa mér að ljúka við undirbúninginn. Ég verð ekki í vandamálum með gjafirnar. Steinunn mín ef illa fer þá hef ég samband og sendi þig með lista jólasveinsins hehe....díll ?

Takk fyrir hlýjar kveðjur. Mig langar að biðja ykkur um að hugsa fallega til hennar Kristínar minnar, ekki verra ef þið vilduð skilja eftir hlýjar kveðjur til hennar. Slóðin hennar er www.daudansalvara.blog.is

Smá meira hundasystem. Ég náði mynd af samföstum hundabjánum í gær, Keli er vandræðalegastur í heimi. Venjulega hefur hann mestan áhuga á ljósi, vasaljós, myndavélarflass....en núna fór hann bara í asnalega kleinu

 


enn bloggað úr bælinu

og enn styttist í jólin....

Það endar nú með vandræðum ef ég get ekki druslast á lappir bráðum...iss...hengi bara hundahárin á tréð og innleiði náttfatatísku um jól, smyr samlokur ofan í jólagestina og legg mig bara..hehehe

Öfugt við það sem ætla mætti þá er ég ekki stressuð vegna þessa...nú er letrið eitthvað að hrekkja mig hérna.

Hundarassar sváfu í nótt en þá voru sumir búnir að hegða sér furðulega og út úr öllu korti miðað við kúluleysi og annan skort, ég þarf að finna hundsérfræðing til að spyrja hvort þetta sé normal. Þori ekki að blasta þessu öllu hérna svo mér verði ekki hent út  af hinu hreina og heilaga moggabloggi. En ég er hins vegar alveg hissa á ,,furðulegu háttalagi hunds um nótt"


Húki hér ein

en þó ekki alveg. Kallinn að vinna og hinn sjúklingurinn sefur í hausinn.

Hér kom næturgestur sem greinilega er þó ekki alveg sáttur við viðurgerning sinn. Hún er rétt að klára lóðarí og botnar ekki í þessum hundaulum sem hér eru. Meiri viðvaningarnir segir hún og hristir gullna lokka. Þeir töpuðu kúlunum sínum fyrir hálfu öðru ári og vita ekkert hvað hún er að fjasa um. Til að kóróna glæpinn þá er hún með skerm á hausnum, það er að gróa á henni sár sem ekki má sleikja. Keli læknishundur sýnir sárinu mun meiri áhuga en hinum endanum sem potað er fram í hann. Þessi dama er orðin hundfúl.


U beygja

Í staðinn fyrir að batna þá tók ég alveg u-beygju í hina áttina, flensan veður yfir mig fram og til baka og þykist vera hinn mikli sigurvegari. Ég sem hef passað mig afar vel, ég hef ekki stigið fæti út úr húsi síðan kvikyndið mætti. Ansans...öll húsráðin og það allt, ekkert virkar. Flensur eru það sem ég má síst fá, þær eru sem betur fer sjaldgæfir gestir en vilja oft setjast að og bæta vinum sínum í hópinn, astma og lungnabólgu. Ég má ekkert vera að því að skemmta þessum vinkonum núna í aðdraganda jólanna en þær eru frekar ókurteisar og sitja sem fastast...........

Mér er að mestu runnin reiðin í bili enda ekki minn stíll að vera reið. Ég sé fram að notaleg jól, mér er búið að takast að smala saman því sem mestu skiptir, krakkarnir mínir sem búa hér sunnanlands ætla að vera hér og passa mömmu gömlu sína. Það var það eina sem mig langaði í til jólanna...að hafa þau hjá mér.

Ég ætla að passa eitt hvuttabarnabarn á eftir. Siggi okkar á afmæli á morgun og ætlar að skella sér út á lífið. Ég spurði pabba hans áðan hvort hann tryði því að litli strákurinn hans væri að verða 22ja ára. Kallinn hristi hausinn alveg bit á þessu. Þetta var svo flott system, Himmi minn var 16 nóvember og Siggi er 16 desember og að sjálfsögðu fæddir sama árið blessaðir kallarnir og bestu bræður og vinir.

Svo fyrir þá sem eru að vesenast með jólagjafir, það er bara nánast ekki neitt sem mig langar í eða öllu heldur er ekki hægt að koma með það sem mig langar í.  Það þarf ekkert að vera að hafa áhyggjur af því að gefa okkur gamla settinu hérna...við eigum allt til alls þannig séð. Ég hef ekki einusinni náð að skoða hvaða bækur eru að koma út fyrir þessi jól, er óttaleg bókakelling. Hef þó séð Davíð Stefánsson auglýstan og langar í hana. Kaupi sjálf hefðbundna bók fyrir mig kall og er búin að finna út fyrir aðra að mestu leyti. Verkurinn er bara að komast á lappir til að ná í það. Ef ekkert gengur þá endar með því að Steinar fær lista jólasveinsins og verður sendur aleinn af stað. Ég neita að fresta þessum jólum, fyrstu jólum án Himma míns. Djö það er meira að segja vont að skrifa þetta...

Það er stórgott viðtal við fallegustu og hjartahreinustu konu í heimi í Fréttablaðinu, það er gott að lesa það. Sérlega gott fyrir mig sem hlýnaði um allar mögulega hjartastöðvar við að sjá myndina af henni InLove 

Ég var að hugsa um það í gær, ég á nokkrar svona vinkonur sem mér þykir verulega vænt um. En þegar maður spáir í aldur minn og þeirra þá sést að ég á enga vinkonu akkurat á mínum aldri. Þær eru annaðhvort miklu eldri eða miklu yngri. Svo er ég smátt og smátt að bæta við hérna....það nær alltaf ein og ein inn fyrir skelina.

Jæja...hvað skal gera......ég held að ég sé að breytast í umhverfisslys hérna Sick Meiri gemlingurinn. Bjakk.


Leið á flensunni

og þessu andstyggðarroki. Hér fara bara hvuttar út með semingi, þá alveg komnir í krossfisk með allar lappir. Lappi ekki sáttur í morgun, hann komst að því að hann komst ekki upp með að lyfta bara löpp...meira þurfti hann að gera.

Skúrþak nágrannans hugsaði sér til hreyfings í dag en hér mættu vaskir menn og greinilega vanir, klömbruðu það á sinn stað og málið leystist farsællega. Sem betur fer.

Ég er eiginlega enn í frekar andstyggilegu skapi,það verður að hafa það bara.

En hefði ég hitt á þennan sem fór svo í skapið á mér í nótt þá hefði ég sparkað í hann, alveg grínlaust og áreiðanlega ekki skammast mín einusinni. Stundum er lífið búið að berja meira á manni en maður ræður við. Þá langar mann að berja til baka.


Afbrotaamma bloggar

enda þori ég ekkert að fara að sofa strax, það er að koma vitlaust veður jú sí.

Hérna er afbrotið, stal mynd af mér og Hilmari af barnasíðunni hans.

Hilmar og amma

Svo er ég búin að horfa á þessa mynd í allt kvöld og dást að okkur Hilmari þangað til mér varð litið á hendina hans. Vó hvað mig hlakkar til þegar hann fer að tala, sá á eftir að segja nokkur vel valin orð við hana ömmu sína. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn sem amma fær the finger.....

Hohohoho....góður !


Jólakveðja frá Flensustöðum í Sjúkrasveit

100_0948

Jólahænsnakofi.

100_0944

Jólalegur Bonzó

100_0947

Við settum tunnuna inn í skúr í gær. Öskukallar komu hér í rjómalogni í morgun og hafa af hugvitssemi stolið öskutunnu einhvers nágrannans til að setja hérna. Nú eru þær tvær. Nema þetta hafi verið gjörningaveður og valdið tvöföldun hluta.........nei þá væru fjórir bensar úti, 2 suzuki jeppar og 2 toyotur.

Vantar einhvern sætan Suzuki Vitara ? Hann er smá bilaður en fæst á smá aura á móti.

GLEYMDI !

100_0950

Ég á ringlaðan jólahund...

Brandari í boði hússins;

Kallinn minn er bara snillingur. Hann er búinn að þvo og þurrka þvott í gríð og erg í dag. Segist búa með aumingja. Áðan braut hann saman heilan þvottaskammt og dæsir svo upp úr eins manns hljóði ; Ég held að sonur þinn þarna inn í herbergi sé eineygður ! Ég leit upp og sá að hann hélt á 2 stökum sokkum. Þá meinti kallinn áreiðanlega einfættur....ég hló og hló....æj æj ó boj.


Æj

Heyrði í svolítið niðurbrotnum Hjalla áðan. Hann skrapp út í morgun og þegar hann kom aftur þá fann hann kisu sína dána heima. Læknar halda að hún hafi fengið hæga heilablæðingu eftir að hún hljóp á einhvern hlut fyrir nokkuð löngu síðan. Kettlingar hlaupa oft ansi hratt. Mamma átti kött sem var lamaður öðru megin í andlitinu eftir að hafa hlaupið á eitthvað á svipuðum aldri.

gestur í vinnunni

Hérna er mynd af litlu kisu. Þau eru með 2 kisur og hin kisan er búin að hvæsa á þessa í nokkra daga. Lasna kisan var farin að vera bakvið skáp og úr almannafæri, greyið. Dýr finna á sér svona hluti. Mér er minnisstæður Kelinn í síðasta sinn sem Himmi kom hingað. Keli skammaðist svo í Himma að það endaði með að ég setti Kela í búrið. Hilmar varð hálfsmeykur við hann. Hvers vegna lét Keli svona ? Hvað sá Keli ?

Nú megið þið setja fallegar kveðjur til hans Hjalla míns í kommentin, hann er svo mikill dýravinur og nú á hann bágt og auðvitað Aníta líka.


Jólin koma samt ?

er þaggi annars þó að ekkert sé klárt ? Ég er ekki einusinni búin að senda jólakortin....hef venjulega átt lager af kortum frá fyrra ári en nú brá svo við að hér voru til 3 stykki. Það dugar nú ekki til neins...Ég sendi nú ekki neinn gríðarlegan fjölda en samt nokkur, amk fleiri en 3.

Ég er búin að leggja niður fyrir mér línurnar í hvað ég á að kaupa fyrir liðið. Ég get auðvitað ekki sagt það hérna en þið gormarnir mínir sem lesið, ef þið eruð að spá í eitthvað sérstakt þá bara sendiði mér email eða sms.....Ég ákvað að fresta því að kaupa ljós utan á húsið, ég fann þeim aurum annan farveg og betri. Ég á allt til alls og vantar bara ekki neitt nema það eitt sem enginn getur gefið mér.

Ég sagði við Steinar um daginn að ef við hefðum ekki verið orðin svona gömul þá hefði ég hrært í 1-2 gorma handa mér að leika mér að....en njah...fæ bara lánað hjá Sollu. Hohoho.....

Hér brakaði og brast í húsinu og okkur tókst ekki að sofna fyrr en um 2 leytið, þá var Steinar búinn að setja ruslatunnuna inn á sólpall. Rétt fyrir 4 biluðust hundarnir og við framúr aftur....þá var rokið komið þeim megin, tunnan barðist um og lokið horfið af henni. Tunnan endaði inn í bílskúr og lokið fannst út á götu. Nú má ekki koma veður þá dettur mér í hug Jenný innpökkuð í teppi með kertaljós um allt.

Ég las færslu ungu konunnar sem lenti í hremmingum á JFK flugvelli, þvílík meðferð -ég var alveg klumsa og vissi ekki hvað ég ætti að segja. Oft hefur mig langað að fara til BNA og skoða þessar stórborgir en ég verð að segja að áhuginn dvínaði nokkuð, ég mun allaveganna ekki fara mína fyrstu utanlandsferð þangað. Þá líst mér betur á kirkjugarðinn í Köln með systur minni. Hún vill sjá hvar Jón Sveinsson (Nonni) er grafinn. Ég fór í fyrsta sinn á þessu ári í leikhús með systur minni og það væri náttlega ágætt að fara í fyrsta sinn til útlanda með henni.

Svo las ég færslu í gær sem gladdi mig svo mikið að ég táraðist úr hlátri, fékk næstum hiksta af hlátri eins og viðfangsefnið í þeirri færslu. Það var auðvitað ein færslan hennar Jónu minnar um fallega drenginn hennar. Takk fyrir að gleðja mig elskulega Jóna mín, það er svo mikils virði.

Ein hérna lýsir skemmtilega áhrifum þeim sem ég hef á hana sem bloggvinur. Ég brosti að því. En svo þegar maður hugsar út í það þá gæti þetta verið rétt og átt við fleiri. Að minnsta kosti fæ ég sjaldan skammir hér í kommentunum né eitthvað yfirdrull ( sem Jenný kallar að skvetta úr hlandkoppum á manns eigin síðu) . Mér fannst gaman að þessu.

Ég er enn föst innandyra en líður skár. Þessi flensa hagaði sér afar undarlega. Vaknaði hress á þriðjudegi en 10 mínútum seinna var ég komin með mikinn hita og beinverki og skreið upp í rúm aftur....var þar allan daginn nema skreið fram að sjá fréttir....skreið svo inn aftur og hélt áfram að sofa. Ég er ekki í stuði til að taka sjénsinn á að slá niður og held mig inni. Koma jólin ekki bara samt ?


Held að ég sé búin að læsa

og þeir sem eru skráðir eiga að komast vandræðalaust inn. Annars er lykilorð sem ég mun eingöngu úthluta sjálf. Ef einhver spyr ykkur þá megið þið gefa upp emailið mitt ragghh@simnet.is

Flensudraslið er enn að kvelja mig..djös sem þetta er leiðinlegt. Eina góða er að við liggjum 2 hérna, það er svo leiðinlegt að hanga einn heima í flensunni. Hundar víkja ekki frá mér og reka í mig nefið af og til. Þeim líst ekki á mig, asnaleg lykt af mér og svona.

Skrifa meira seinna, orkan er sko engin hérna.

PS opnaði aftur, mér tókst ekki að opna aðgang allra sem hér áttu að fá að vera. Búin að senda póst á kerfisstjórana og bíð eftir svari frá þeim. Ég er ekki með emailið hjá ykkur öllum þannig að ég gat ekki látið vita...sorry....ef einhverjir ákveða að móðgast þá það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband