Færsluflokkur: Bloggar

Allt að komast í réttar skorður

ég á að fara að vinna á morgun og ég vona að það gangi eftir hjá mér. Steinar tók sig til og vann fyrir mig helgina fyrir jól, það kom upp úr kafinu að ég þoldi ekki að vera í vinnunni. Þar þarf ég að tala mikið og ég gat það ekki, varð lafmóð og hóstaði bara. Gott að geta bjargað þessu með að senda Steinar. Honum gekk ágætlega. Þessi flensa virðist ekki vera til friðs þó maður reyni að fara vel með sig. 

Nú er næsta mál áramótin. Einhver þarf að passa Kelann minn, hann þarf að fá róandi svo hann tryllist ekki alveg kallgreyið. Ég verð í vinnunni alla nýársnótt. Það er aukavakt sem ég tek ansi oft enda logandi hrædd við flugelda. Bjössi minn fann leið fram hjá þessu fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið hjá pabba sínum á áramótum. Það er snilld. Bjössi veit að mamman verður alveg miður sín af hræðslu við þessi læti.

Ég er búin að hafa það ágætt um jólin. Hjalti og Aníta eru hérna og búin að vera síðan 22 des. Það hafði mikið að segja. Við tölum um Himma í sambandi við hinar og þessar jólaminningar. Ekki með sorg heldur með gleði endurminninganna. Hann er farinn og ég er svo endalaust þakklát fyrir að hafa þó átt hann. Hann var yndislegur karakter....aðeins í gærkvöldi þegar ég var að klára að lesa bókina hans Steinars þá þyrmdi aðeins yfir mig en trú minni ákvörðum þá hristi ég það af mér. Ég ákvað að setja sorgina til hliðar, það skal ég gera. Minningar um hann eru ljóslifandi. Ég er búin að eyða mörgum dögum fyrir jól í að einbeita mér að þessu verkefni.

Tvö ráð hef ég fengið hérna sem ég held allra mest upp á...annað sneri að því að maður réði hvernig maður ynni úr sorginni....hitt var jólaráðið frá henni Önnu minni um að eiga bara samt góð jól....Anna þú ert náttlega uppáhalds InLove

Lífi mínu má líkja ferðalag í gegnum rör...þau liggja nokkur saman á árbakka..Það er ætlast til að farið sé inn í rörin að að ofan...sumir fljóta framhjá rörunum en verða þá að fara í gegn um þau öfugu megin. Það er hins vegar mun erfiðara enda á móti straumnum. Með þrautseigju kemst maður það þó á endanum.

Ég er að spökulera að fá mér kaffi og heyri bara í ykkur síðar


Ekki jólaleg færsla

100_0985Dúfan alveg í maski en frosin saman enda var hún í sellófanpappír. Verst er að ég veit ekki hver kom með hana til hans.

 

 

 

 

 

 

 

 

100_0987Engillinn og vængirnir hans brotnir af.

 

Vonandi mun sá sem þetta gerði finna frið í sínu hjarta.

Þetta er það sorglegasta sem hægt er að gera.

Með kærum jólakveðjum langar mig að brýna fyrir fólki að kynna börnum sínum helgi grafanna, þrátt fyrir að ég trúi því að látnir hvíli ekki þar þá særir þetta afar illa aðstandendur hins látna.

Ég gat ekki séð neitt skemmt þarna nálægt en þið sem eigið leiði í nýjasta hluta kirkjugarðarins í Gufunesi ættuð kannski að líta við og skoða hjá ykkur hvort allt sé í lagi. Ég frétti hinsvegar af skemmdum í eldri hluta Gufunesgarðs.

Ef sá sem þetta gerði telur sig hafa átt eitthvað inni hjá Himma þá bendi ég vinsamlega viðkomandi á að Hilmar Már er kominn frá dómstólum mannanna og hefur áreiðanlega þurft að svara fyrir sitt hjá Guði í ágúst síðastliðnum.

Ég setti inn nýtt albúm sem heitir jólin 2007. Þar eru örfáar myndir síðan í gærkvöldi.

 


Jóladagur

og það er snjór yfir öllu. Friður í hjarta.

Hér var afskaplega skemmtilegt í gærkvöldi og óumdeilanlegar stjörnur kvöldsins voru Hilmar litli og Sindri bróðir hans sem er 7 ára. Mikið svakalega var gaman að hafa einn spenntan strák sem ætlaði bara ekki að lifa það af að bíða eftir pökkunum.

Hann minnti mig á Himma.

H : hvað er klukkan ?

M: hún er 5 mínútur yfir fimm

Hverfur úr augsýn en birtist fljótlega aftur

H: hvað er klukkan núna ?

M: Hún er 7 mínútur yfir fimm !

Ohhhh og hann hvarf aftur...svona kom hann á örfárra mínútna fresti alveg fram að jólum. Hann hefði engan gríðarlegan áhuga á matnum en pakkarnir....það var annað mál.

Svo tók maður upp konfekt og kökur og meira góðgæti sem hafði verið keypt til jólanna, oft var búið að læðast í sumt og stundum greip maður alveg í tómt...Hilmar Már....fékkstu þér konfekt ? Hann var skæður með að bjarga sér sjálfur í það sem hann langaði í.

Hann hefur verið stoltur af okkur í gær. Aðfangadagskvöld var yndislegt og við skemmtum okkur saman. Í dag er ég að hugsa um að kíkja til hans upp í garð. Ég fer ekki á aðfangadag í kirkjugarðinn. Sumir gera það og finnst ekki geta komið jól annars. Ég er bara alltaf svo viss um að hinn látni er ekki þar.

Ég á eftir að líma engilinn hans, hann er hérna í forstofunni hjá mér, vængjalaus. Ég hef ákveðnar grunsemdir um að hann hafi verið skemmdur. Ég sé það kannski í dag betur hvort slík ummerki eru. Það er náttlega eins lágt og hægt er að leggjast, að skemma grafir. Viðkomandi mun vísast hefnast fyrir seinna, ekki ætla ég að skipta mér neitt af því.

Gleðilega hátíð.

100_0978

Hérna er húsbóndinn á heimilinu.

 


Jólakveðja

til ykkar allra.

Með þakklæti fyrir samúð og hlýhug á þessu skelfing erfiða ári. Minnumst allra þeirra sem eiga erfitt um jólin.

Mín jól núna snúast um að minnast þess góða, hann verður í hjarta mínu. Þar á hann heima þessi elska.

Setjið ljós fyrir okkur á kertasíðuna hans, það gleður og styrkir.

Anna mín, þú hittir alveg naglann á höfuðið...ráðið þitt mun ég reyna að nota af mestu skynsemi. Fyrstu jólin án Himma, þau verða snúin en hans vegna ætla ég að gera gott úr þeim með hinum krökkunum mínum og litlum Hilmari.

Þakka ykkur enn og aftur fyrir hlýhug, styrk og stuðning.

 

christmas-picture-nature-bouquet

Jæja

held að allt sé orðið klárt. Á eftir að pakka inn gjöfunum en við Bjössi fórum áðan og kláruðum að kaupa....fyrst sat Steinar út í bíl og svo ég. Steinar sofnaði en mér leiddist að hanga og bíða. Ég náttlega heimsfræg fyrir þolinmæði.

Búin að setja saman matseðilinn

Hvítlauksristaður humar í forrétt

Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, waldorssalati og meðlæti

Ísterta í eftirrétt.

Haugur af malti og appelsíni en hér er ekki boðið upp á vín frekar en venjulega. Hér verða mest ungar manneskjur en þó verða hérna tveir litlir guttar. Það er sko fínt mál.

Í fyrra var enginn í jólamat enda ég að vinna í Rvk til 15.30 og átti þá eftir að skutlast heim, bjó í klukkutíma fjarlægð frá Rvk. Bý nær vinnunni núna og er líka í fríi á aðfangadag. Var með Hagkaups hamborgarhrygg í fyrra, þennan sem þarf ekki að sjóða. Kaupi hann ekki aftur í ár. Verst fannst mér að komast að því eftir jólin að Hilmar,Hjalti og Aníta voru bara heima hjá Hjalla með engan jólamat...Kjánarnir og mamma kjáni sem hélt að þau væru hjá mömmu hennar og Himminn í Grindavík. Svona fer þegar maður kynnir sér ekki málið ! Þetta reyndust síðustu jólin hans Hilmars míns...andsk..sem þessi tilhugsun kvelur í dag.

Gleðileg jól


Munaði mjóu

og svo sem ekki útséð með það enn.

Öfugt við það sem ég vildi þá fárveiktist ég í nótt og er gjörsamlega frá. Það munaði minnstu að kallinn brunaði með mig á spítala en ég trú minni læknafóbíu neitaði að fara. Núna er heilsan samt þannig að ég er að velta fyrir mér að líta við hjá lækni.

Skrapp í FJARÐARKAUP áðan, á riðandi fótum. Þjónustan þar er úrvals. Frábærar í kjötborðinu og afgreiða mann þannig að manni finnst maður vera eðalkúnni þarna. Svona eiga þær að vera, að maður fari glaðari út en maður kom inn.

Hef ekki heilsu í meir...

Heyri í ykkur seinna..


Súperjólasveinn !! með smá viðbót

Það er sko ekkert minna....fór klukkan 15 og kom heim klukkan 18 með ALLAR jólagjafirnar plús helling af öðru tilbehör. Skrapp bæði í Hagkaup Holtagörðum og Bónus í sama kofa...þá er ég búin að koma þangað. Þvældist svo í fleiri búðir en eðli málsins samkvæmt mun ég ekki upplýsa um þær. Jólaálfarnir mínir komast þá síður að því hvað er í pökkunum hehe.

Tókst að koma svaka brosi á kallinn minn áðan í miðri Bónusröð. Kva, segi ég við hann, ég er ekkert stressuð og sýndi honum skjálfandi hendurnar til staðfestingar. Það vildi til að enginn nálægur var með íslenskt upprunavottorð og misstu þar af leiðandi af brandaranum tíhíhíhí.... Hann hefur svakalega gaman að því þegar ég geri grín að sjálfri mér hehehe...eiginlega óeðlilega gaman.

Svo stóð ég í innkeyrslunni þegar birtist ein bloggvinkona færandi hendi, það datt svo af mér andlitið að ég hafði ekki rænu á að bjóða henni í kaffi...meiri sauðurinn ! Þá munið þið það bara að tölta sjálf inn í kaffi ef húsmóðir virkar rænulaus....

Í dag er ég sátt við sjálfa mig, það er svolítið afrek.

Munið vinuna okkar góðu og litla stelpuskottið hennar og þau hin sem lifa í svörtum skugga...með erfiðleikana hangandi yfir sér.

PS

Ég, þessi með símafóbíuna, hentist í símann áðan og hringdi í ofboði í Heiði hina mömmuna hans Himma. (www.snar.blog.is) Málið var að hann Þorvaldur sem söng svo listavel við útför Hilmars var í kastljósinu og ég vissi að hana hafði langað svo að sjá hann. Steinar botnaði nú ekki mikið í útlimakæti konunnar og ákvað að vera bara ekki fyrir. Hann skrapp svo í dekkjaviðgerð með syninum, móðir sonarins var með flatt og það gengur nú ekki upp til lengdar. Nú er ég að hamast við að reyna að muna að vekja Bjarndýrið sem þarf að mæta á næturvaktina á eftir. Var að vonast eftir Hjallanum í heimsókn en hann er allaveganna ekki kominn.

Hjödda, það verður áreiðanlega sent með rútunni bara. Svo bara senda sms þegar ég þarf að sækja á flugvöllinn eitthvað.


opin augun

Síðasti skiladagur pakka út á land er í það...ómæ....Hjödda mín, ég er ekki búin að kaupa handa ykkur gjöfina. Það vill til að hægt er að senda með rútu eða trukki hehehe...já já fer í dag að redda málum...klús austur.

Sem sagt fer af stað í dag að redda gjöfunum..ætlaði að fara á morgun en núna er hið herfilega tímaleysi að renna upp fyrir mér...maður má ekkert liggja svona í flensu á aðventunni. Ég er svona aaaðeins að byrja að verða stressuð yfir þessu.....bara smá...pínupons...........

ARG

nei nei djók...

en hinsvegar er það ljóst að ég loka ekki að mér fyrir jólin og áramótin. Enn hefur ekki tekist að leysa málið með að opna fyrir alla bloggvinina sem ég ætlaði að hafa þannig að ég verð að leysa það á hinn mátann....lykilorð og þið pantið það í e maili.

Ástæður mínar eru, ja mínar og ég sé til með að upplýsa þær þegar málið verður komið í höfn. Annars breytir það engu, þið eruð ekkert fróðari með að vita það.

Munið eftir að biðja fyrir þeim sem þess þurfa, það tekur ekki langa stund. Smákertaljós á kvöldin.

Ég er eiginlega klumsa, ég er bara að bulla eitthvað hérna, ég hefði ekki átt að skrifa færslu um ekkert....

Dóh...farin ..bless

 


Skrefi nær mannheimum

mér tókst að komast í bað áðan, tilfinningin er yndisleg.

Hér hefur kallinn minn jólast í dag, ég með óstjórnlegan hósta hef bara setið á hliðarlínunni. Hóstanum fyrir vesen, ósmekklegt vesen sem ég læt liggja milli hluta. Það vill til að kallinn er umburðarlyndur.

Ég minni ykkur á ljós fyrir Þórdísi Tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði. Ég var svo heppin að kær vinkona færði mér kerti fyrir nokkru. Það fékk hlutverkið að vera fyrirbænaljósið góða.

Kertasíðan hennar er svo hérna fyrir þá sem vilja líka setja rafræn kerti.

Nú fauk í mig ! Það var að byrja þessi helv..hreingerningarþáttur og stefið sem notað var var stefið sem notað var í jarðarför Himma. Andsk....fór þetta í mig.....


Hjálp!

Vantar mannskap í fyrirbænir...bara strax.

Allt sem þið getið hugsað ykkur

SJÁ HÉRNA

Hann hefur lengi verið í mínum bænum og huga enda skrifar hann rosa skemmtilega pistla. Hann biður okkur um fyrirbænir og nú verða allir að skrifa sem vettlingi geta valdið. Stöppum stálinu í strákinn !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband