Æj

Heyrði í svolítið niðurbrotnum Hjalla áðan. Hann skrapp út í morgun og þegar hann kom aftur þá fann hann kisu sína dána heima. Læknar halda að hún hafi fengið hæga heilablæðingu eftir að hún hljóp á einhvern hlut fyrir nokkuð löngu síðan. Kettlingar hlaupa oft ansi hratt. Mamma átti kött sem var lamaður öðru megin í andlitinu eftir að hafa hlaupið á eitthvað á svipuðum aldri.

gestur í vinnunni

Hérna er mynd af litlu kisu. Þau eru með 2 kisur og hin kisan er búin að hvæsa á þessa í nokkra daga. Lasna kisan var farin að vera bakvið skáp og úr almannafæri, greyið. Dýr finna á sér svona hluti. Mér er minnisstæður Kelinn í síðasta sinn sem Himmi kom hingað. Keli skammaðist svo í Himma að það endaði með að ég setti Kela í búrið. Hilmar varð hálfsmeykur við hann. Hvers vegna lét Keli svona ? Hvað sá Keli ?

Nú megið þið setja fallegar kveðjur til hans Hjalla míns í kommentin, hann er svo mikill dýravinur og nú á hann bágt og auðvitað Aníta líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ æ æ, ekki gaman að koma að dýrunum sínum dánum, sérstaklega ekki ef það er kettlingur, Úffffff,,,,, samhryggist .

Ég er að upplifa í fyrsta skipti samskipti við kisu, fengum 10 vikna kettling í byrjun nóv og er hún yndisleg. Hún vill helst kúra í hálsakotinu á manni, en ef hann vill aðra kisu hann Hjalli, þá er Bjarndís (ilovemydog)  að auglýsa eftir fólki sem vill kisur.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:56

2 Smámynd: Ragnheiður

Já ok..bendi honum á það.

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mikið var þetta leiðinlegt. Samhryggist Hjalla.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Mummi Guð

Sendi samúðarkveðjur til Hjalla og Anítu.

Núna eru 4 ár síðan ég eignaðist mitt fyrsta gæludýr, tvær kisur sem heita Snati og Gormur. Það er ótrúlegt hvað maður getur tengst þessum dýrum mikið.

Mummi Guð, 13.12.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dýrin verða partur af fjölskyldunni eftir smá tíma... svo einfalt er það nú.  Mikið leiðinlegt að lesa.... en samt ekki leiðinlegt að lesa bloggið þitt Ragnheiður..... ég bara gat ekki sagt leiðinlegt að HEYRA. 

Anna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: HjördísEdda

Æji knús á Hjalta og Anítu  Kettir eru yndislegir

HjördísEdda, 13.12.2007 kl. 18:05

7 Smámynd: halkatla

þetta er sorglegt og kattaeigendurnir eiga alla mína samúð, blessað litla dýrið, þau eru svo skynsöm gáfuð og góð þessi dýr

halkatla, 13.12.2007 kl. 18:10

8 identicon

knús til þeirra ...

 er bara hér til að kveikja á kertinu því það er próf á morgunn hjá frúnni og nú er ég farin að verða hjátrúafull ... ef ég kveiki ekki á kertinu þá er ég viss um að mér gangi illa skrýtið ... en svona er það nú samt !!! 

Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:11

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ææ þetta er svo erfitt þegar svona gerist. Ég á sjálf kisu og þrjá hunda svo ég veit hvað dýrin eru manni dýrmæt!

Þau eiga alla mína samúð

Huld S. Ringsted, 13.12.2007 kl. 18:28

10 identicon

Æ veslingurinn litli.

Knús til þeirra.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:32

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi elsku krúttið ég sendi Anítu og Hjalla samúð mína. sjálf er ég mikil dýravinur bæði á kisur og Hunda nú er komið 1 ár síða ég missti Tótu mína sem dó úr krabbameini. en Tóta mín var tík, yndislega góð og skyldi allt. knús á þig elsku Ragnheiður mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.12.2007 kl. 19:08

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er alltaf leiðinlegt þegar gæludýrin deyja. Ég er ekki viss um að þeir sem ekki hafa átt dýr, skilji að þetta er eins og að missa fjölskyldumeðlim.

Knús á Hjalta og Anítu

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 19:30

13 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Knús fyrir Hjalla og Anítu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:12

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á megakrúttin tvö og samúðarkveðjur.  Elsku krakkarnir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.12.2007 kl. 20:41

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf sárt að grafa góð dýr, þekki það of vel ..

Steingrímur Helgason, 13.12.2007 kl. 21:24

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, en sorglegt, skilaðu innilegri kveðju til Hjalta og Anítu frá kisumömmu á Skaganum.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.12.2007 kl. 23:45

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Fólk tengist gæludýrum sínum ótrúlega sterkum böndum, sendi samúðarkveðjur

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.12.2007 kl. 00:22

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Æi... Samúðarkveðja til Hjalla, þó seint sé.

Pabbi minn lenti samt í því versta, hann var að ganga niður stigann og steig ofan á heimilisköttinn......í hörðum skóm....

Það var rosalega sætur lítill kettlingur, hvítur, þeir eru víst stundum heyrnarsljóir, það er víst skýringin á að hann forðaði sér ekki.

Aumingjans pabbi sat í langan tíma alveg miður sín í stól inni í stofu. Svo náði hann í skóflu og jarðaði kettlingslíkið í blómabeði, hann vildi engan hafa hjá sér á meðan.

Þetta var ekki gott, en það eru mörg ár síðan þetta gerðist.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband