U beygja

Í staðinn fyrir að batna þá tók ég alveg u-beygju í hina áttina, flensan veður yfir mig fram og til baka og þykist vera hinn mikli sigurvegari. Ég sem hef passað mig afar vel, ég hef ekki stigið fæti út úr húsi síðan kvikyndið mætti. Ansans...öll húsráðin og það allt, ekkert virkar. Flensur eru það sem ég má síst fá, þær eru sem betur fer sjaldgæfir gestir en vilja oft setjast að og bæta vinum sínum í hópinn, astma og lungnabólgu. Ég má ekkert vera að því að skemmta þessum vinkonum núna í aðdraganda jólanna en þær eru frekar ókurteisar og sitja sem fastast...........

Mér er að mestu runnin reiðin í bili enda ekki minn stíll að vera reið. Ég sé fram að notaleg jól, mér er búið að takast að smala saman því sem mestu skiptir, krakkarnir mínir sem búa hér sunnanlands ætla að vera hér og passa mömmu gömlu sína. Það var það eina sem mig langaði í til jólanna...að hafa þau hjá mér.

Ég ætla að passa eitt hvuttabarnabarn á eftir. Siggi okkar á afmæli á morgun og ætlar að skella sér út á lífið. Ég spurði pabba hans áðan hvort hann tryði því að litli strákurinn hans væri að verða 22ja ára. Kallinn hristi hausinn alveg bit á þessu. Þetta var svo flott system, Himmi minn var 16 nóvember og Siggi er 16 desember og að sjálfsögðu fæddir sama árið blessaðir kallarnir og bestu bræður og vinir.

Svo fyrir þá sem eru að vesenast með jólagjafir, það er bara nánast ekki neitt sem mig langar í eða öllu heldur er ekki hægt að koma með það sem mig langar í.  Það þarf ekkert að vera að hafa áhyggjur af því að gefa okkur gamla settinu hérna...við eigum allt til alls þannig séð. Ég hef ekki einusinni náð að skoða hvaða bækur eru að koma út fyrir þessi jól, er óttaleg bókakelling. Hef þó séð Davíð Stefánsson auglýstan og langar í hana. Kaupi sjálf hefðbundna bók fyrir mig kall og er búin að finna út fyrir aðra að mestu leyti. Verkurinn er bara að komast á lappir til að ná í það. Ef ekkert gengur þá endar með því að Steinar fær lista jólasveinsins og verður sendur aleinn af stað. Ég neita að fresta þessum jólum, fyrstu jólum án Himma míns. Djö það er meira að segja vont að skrifa þetta...

Það er stórgott viðtal við fallegustu og hjartahreinustu konu í heimi í Fréttablaðinu, það er gott að lesa það. Sérlega gott fyrir mig sem hlýnaði um allar mögulega hjartastöðvar við að sjá myndina af henni InLove 

Ég var að hugsa um það í gær, ég á nokkrar svona vinkonur sem mér þykir verulega vænt um. En þegar maður spáir í aldur minn og þeirra þá sést að ég á enga vinkonu akkurat á mínum aldri. Þær eru annaðhvort miklu eldri eða miklu yngri. Svo er ég smátt og smátt að bæta við hérna....það nær alltaf ein og ein inn fyrir skelina.

Jæja...hvað skal gera......ég held að ég sé að breytast í umhverfisslys hérna Sick Meiri gemlingurinn. Bjakk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Rúnarsdóttir

Það eru ekki margir hrifnir af því sem ég geri þegar ég er veik. En mér finnst best að dúða mig vel svo mér verði ekki kalt og kíkja aðeins útá pall eða jafnvel bara í dyragættina til að fá frískt loft. og lofta svo út úr húsinu svo flensann fjúki út um gluggann. það er mjög hressandi.

Rut Rúnarsdóttir, 15.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Rut, það get ég vel skilið. Ég er með opinn gluggann hérna og opnaði út áðan til að fá ferskt loft inn. Maður verður bara enn lasnari þegar maður húkir inni í loftleysi og allur ómögulegur

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Fjóla Æ.

Mikið innilega vona ég að þér fari nú að batna af þessum flensusystrum. Ekki auðfúsugestir þær. Ég las einmitt viðtalið og fannst það flott og góð áminning.

Sendi þér batnaðar og heilsuhreystiskveðjur.

Fjóla Æ., 15.12.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk Fjóla mín og Keli heillakallinn minn, falleg orð hjá þér.

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 14:39

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég vona að þetta fari að lagast hjá þér elsku Ragga mín. Ætli það sé ekki líka ráð að skreppa til læknis og fá eitthvað við þessu? Eitthvað fyrirbyggjandi a.m.k. fyrir lungnabólgu. Stundum getur það hjálpað. Batakveðjur frá mér.

Bjarndís Helena Mitchell, 15.12.2007 kl. 14:50

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 14:50

7 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

þessar vinkonur eru greinilega ekki aufúsugestir hjá þér   mikið skil ég það. Ekki er ég hissa þó flensuvinkonurnar angri þig, ekki besti tíminn svona á aðventunni, ekki hvað síst að þú ert illa undir það búin að takast á við þær, áttir nóg með það sem fyrir var, því miður. 

Vona sannarlega að þú farir að ná því að hrekja þær á brott og þér fari að líða ögn skár. Sendi þér fullt af heilunarorku og ljósi. Bestu kveðjur úr góða veðrinu (jáþað er  gott veður núna)  á Akranesi

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 16:00

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Farðu nú að láta þér batna. Ég á líka tvö baranabörn sem eru fædd 16. Þann 16. júli og september.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.12.2007 kl. 16:42

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Blessuð... mikið er ég glöð að finna í þér annan tón, reiðin er að mildast. Vonandi kveðja þig flensusystur sem fyrst.

Knús

Kristín Snorradóttir, 15.12.2007 kl. 16:55

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú verður að fara að láta þér batna Ragnheiður mín ég sendi góða strauma til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.12.2007 kl. 16:55

11 Smámynd: Dísa Dóra

Þú getur prófað ráðið sem svíarnir nota svo gjarnan við svona flensuskratta.  Taka tappan úr rauðvínsflösku og hella innihaldinu í pott.  Hita að suðu og drekka svo eins hratt og þú mögulega getur.  Dúða þig svo undir sæng og fara að sofa.  Er sagt virka einstaklega vel og þú svitnir bara út öllum pestum - þetta hlýtur í minsta falli að vera mjög skemmtilegt meðal

Knús á þig

Dísa Dóra, 15.12.2007 kl. 17:33

12 Smámynd: Ragnheiður

Oj...hef 3 á æfinni drukkið rauðvín...bjakk. Alger antibytta sko

Ragnheiður , 15.12.2007 kl. 18:11

13 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Vonandi losnarðu fljótt við flensuna, Ragga mín.  Farðu bara vel með þig. Það eru líka til mjög góð jurtate til að drekka sjóðheit með hunangi. Það er líka gott að taka inn fljótandi "sólhatt" eða echinaforce. Það hjálpar til að byggja upp ónæmiskerfið. Svínvirkar. Setur nokkra dropa í glas af vatni 2-3 svar á dag. Hafðu góð helgi og betri heilsu, ljúfan mín. Kær kveðja. SG

Sigurlaug B. Gröndal, 15.12.2007 kl. 18:42

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 15.12.2007 kl. 19:09

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flensan er leiðinda kelling, mín er eiginlega alveg farin. Núna er ég að reyna að finna jólin mín, fyrstu jólin án mömmu. Veit að okkar tilfinningar eru ólíkar, Himmi þinn var ungur maður sem átti allt lífið framundan, mamma var gömul kona, lasin og södd lífdaga sinna. En þetta er erfitt og ég ætla að reyna mitt besta, langar samt að gera fátt núna þessa dagana  Sendi hlýjar hugsanir til þín og kveiki á kerti fyrir Himma þinn. Jenný var flott í dag, alveg sammála því.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 20:00

16 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert nú alveg frábær Ragga mín  Vonandi fer þér nú að batna af þessari leiðindarflensu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:13

17 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... ég sting upp á hvítlauk.  Fullt af hvítlauk.  Og, passa að þér verði ekki kalt.

Láttu þér nú batna fyrir jólin.

Einar Indriðason, 15.12.2007 kl. 23:16

18 Smámynd: Benna

Benna, 15.12.2007 kl. 23:37

19 identicon

Flensu frekjan já.Mín stóð í tvo og hálfan mánuð.Eða þær 3 sem heimsóttu mig.Er loksins að verða betri.Ég er mikið búið að hugsa til þín fyrir jólin og sé að þú átt svo góða fjölskyldu að það er óþarfi að hafa áhyggjur af þér.Knús til þín duglega kona.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband