Töfraskógar

voru merkilegir í bernsku minni. Þar leyndust allskonar æfintýrapersónur - og sögupersónur úr þeim bókum sem ég las sem barn. Trúið mér, ég las margar bækur.

Ég hef mikið hugsað um fortíðina og sé hana sem nokkurskonar töfraskóg en ekki fallegu minningarnar. Heldur hafa myrkar greinar vafist um háls og andlit og ég svitna í angist yfir þeirri skelfingu sem ég upplifði sem barn. Ég berst hvern dag við að halda jákvæðu hugarfari. En sofni ég á verðinum þá finn ég lyktina af rotnun skógarbotnsins og hnignuninni sem þó er uppspretta nýs lífs.

En ég veit líka að þegar þessar miklu umræður í kringum mig hjaðna, þá mun mér betur takast að ýta þessu aftur í myrkur fornaldar. Þar á þetta heima. Hvergi annarsstaðar.

Ekki misskilja mig, ég fagna umræðu um kynferðisbrot og þau þarf alltaf að upplýsa.

Ég dáist að Sigrúnu Pálínu, hennar barátta hefur verið erfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er með ólíkindum hvernig líkami og sál vinna á stundum.   Við erfiða lífsreynslu dofnar hugsunin um ákveðinn tíma - blessunarlega.  Löngu síðar, þegar komið er yfir erfiðasta hjallann er hægt að sópa ýmsum sárum tilfinningum til hliðar þannig að maður geti lifað flesta daga án þess að muna og hugsa um þær.  Síðan gerast öðru hvoru atburðir sem rífa minningarnar upp.

Merkileg fyrirbæri;  við.

Anna Einarsdóttir, 26.8.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2010 kl. 23:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hvað ég skil þig vel elsku Ragnheiður mín.  Og ég er sammála, þessi mál þarf að leiða til lykta, nú hafa fimm konur stigið fram og sagt sögu sína í DV.  ég held að biskupinn verði að víkja, hann á enga aðra leið eftir frammistöðu sína.  Hvað ætli séu margar hrúgur undir teppinu hjá honum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 10:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband