Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Hæstiréttur birti ekki úrskurðinn

til að spilla ekki rannsóknarhagsmunum.

Mér er spurn, hvað er þá þessi frétt og hvaðan kemur hún ?

Og trúir einhver því í raun að Óskar fréttastjóri stöðvar 2 hafi ekki verið beittur þrýstingi ?

Vísa á blogg Egils Helgasonar til nánari skýringar.


mbl.is Mál án hliðstæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Inga kennari

var jarðsett í dag, áreiðanlega að viðstöddu fjölmenni.

Hún var dásamlegur kennari. Hún fékk mig til að elska sögu, læra fingrasetningu í vélritun og skrautskrift. Hún kenndi mér líka að rétta úr mér :)

Hún var annar tveggja mikilla uppáhaldskennara.

Blessuð sé hjartans minning hennar Ingu.


Hvar hafa dagarnir

ljóma sínum glatað....það verður vondur dagur á morgun og ég er að hugsa um að panta knús hér í kommentakerfinu.

Á morgun er mæðradagurinn

Svo glataðir voru sumir ekki- það mundi hann þessi elskustrákur.


stundum dettur manni ljótt í hug

og nú flaug í gegnum hugann : allt gera menn nú til að komast að kjötkötlunum !

Hvað verða eiginlega margir listar í boði í Öreigasveit í Blankheitahreppi ?

Ég bara spyr ?

Afhverju er ekki framboð frá Bezta á Álftanesi ?


mbl.is L-listi stofnaður á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstakur talar í gátum

og segir ; ef menn eru samvinnuþýðir taka yfirheyrslur yfirleitt ekki langan tíma.

Hann er voða valdsmannslegur hann Ólafur Hauksson. Ég hef fengið á tilfinninguna að hann sé að vinna vinnuna sína vel, ekki bara áskrifandi að kaupinu sínu eins og sumir sem maður rekst á í vinnunum sínum - alveg eins og froskar og vita ekkert hvað maður er að tala um. Svo gefst maður upp- kemur aftur og hittir annan starfsmann sem leysir vandann á svipstundu. Það er alveg sama hvert starfið er - vandi maður sig þá gengur allt betur.

En jæja...ég sá loks á hvað samfélagið minnti mig. Ég sá nýlega Simpson þátt og þar var Hómer í líki Henry (Hinriks konungs) - sem sendi allar konurnar sínar í gapastokkinn, þær eignuðust bara dætur..! Hvar er Hildur Helga sem allt veit um breta og kóngafólk ! En allaveganna þá minnti Ísland mig á þetta tímabil. Þegar fólk var hálshoggið frammi fyrir æstum múg...

oj!

(ég er ekki að segja að menn eigi ekki að bera ábyrgð á sínum gerðum, mér finnst hinsvegar of hlakkað yfir þessu- það er allt önnur ella sko)


mbl.is „Þarf að færa fram sterk rök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aldrei séð svona mikla bilun.

Svakalega verður maður eitthvað bjargarlaus og asnalegur þegar rafmagnið bregst. Það klikkar ekki, maður fer að reyna að gera eitthvað og allt strandar það á sama hlutnum, rafmagni !

En það skal tekið fram að ég varð alls ekki rafmagnslaus, ég er bara svona meðvirk híhíhíhíhíhí


mbl.is Víðtæk rafmagnsbilun á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þá

steinþagði bloggheimur.

Það er gott að til er samfélagsleg vitund í bankanum - ekki hefur hún verið til þar áður.

Samt finnst mér þetta laglega gert.

En togast í tvær áttir - það endar með að ég slitna sundur og þá sitjið þið uppi með tvær mig !!!


mbl.is Yfir 100 starfsmenn Arion tóku þátt í hreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAFFRAN

þangað fórum við í gær, til að prufa. Í sporthúsinu er auglýsingar frá þeim og þar kemur fram að um hollan og góðan mat sé að ræða. Við ákváðum að prufa. Við fórum í SAFFRAN í Glæsibæ og pöntuðum Sesarsalat og tandoori lamb, þvílíkt góðgæti - við erum enn að hugsa um matinn þarna. Þjónustan afbragð líka, staðurinn hreinn og fínn og biðin nánast engin.

Mæli með þessu.

 

Svo vil ég stinga upp á að fyrirtækið Míla verði valið fyrirtæki ársins 2010. Þvílík þjónusta að hafa vefmyndavélarnar fyrir fólk til að sjá eldgosið.

 

Deilið með mér jákvæðum fréttum hér í kommentakerfið - það er skemmtilegt :)


Bjóst ekki við að sjá þennan dag

og svo tókst mér ekki að gleðjast yfir þessu. Enn einn sorglegi kaflinn hafinn í þessum málum.

Ég veit enn ekkert hvernig fer á þessu heimili en ég veit að það mun ekkert ganga skár þó við klifum upp "skrokkana" á öðrum - sökudólgum ef fólk vill orða það svoleiðis.

Æj ég er bara sorgmædd...þetta hefur allt farið til fj********


mbl.is Hreiðar Már handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aldrei virðist

hafa gengið að reka veitinga - og skemmtistaði utan miðborgarinnar, lengi gekk þó Smiðjukaffi á sama stað og Goldfinger er núna.

Goldfinger hefur líka gengið í úthverfi en það er nú aðrar ástæður á bakvið það.

Ég man ekki eftir neinum pöbb sem hefur virkað í úthverfi til lengri tíma og þá er ég að miða við eins og barirnir í miðbænum.

 Player´s náði ágætum árangri enda með hljómsveitir- það var yfirleitt ekki í miðborgarpöbbunum nema á Gauknum.

Nú er Spot kominn en ég veit ekki hvernig þetta gengur samt.

Miðborgin hefur verið heitasti staðurinn lengi.

Mér finnst opnunartíminn hinsvegar of langur, fólk verður svo slæpt og illviðráðanlegt .

Ef þið munið eftir góðum pöbb sem hefur virkað lengi í úthverfi - miðað við að fólk sé í fötum sko haha

 


mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband