Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Þarna þarf ég að koma

og ég er alger safnanörd....elska að skoða svona gamalt dót, hugsa hlýlega til forfeðranna.

Ég tók mig til í fyrra á safnadeginum og fór í mörg söfn, í Hafnarfirði og svo Sjóminjasafnið í Reykjavík.

Í minningunni góður dagur - eina sem olli vonbrigðum var uppgerð fallega húss Bookless bræðra í Hafnarfirði. Ekki nógu skemmtilega gert að mínu mati en Sívertsen hús alveg svakalega skemmtilega uppgert og flott.

Kíkið á þetta við tækifæri.


mbl.is Skógasafn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

tek undir með þeim

ég er ein þeirra sem var ekki ánægð með ummæli forsetans. Oft má satt kyrrt liggja sko. Katla getur gosið hvenær sem er. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir. En að koma með það þegar þúsundir manna eru strandaglópar á flugvöllum var ekki snjallt múv. Auðvitað hélt fólk að allt væri í voða hérna þá ! Hvað átti það að halda ?

Bæði innlendir og erlendir fréttamiðlar skarta fréttamönnum sem tala á innsoginu - alveg yfirkomnir af æsing.

Þó að stefnan nú sé ; allt uppi á borðinu, þá er óþarfi að hræða fólk með einhverju sem gæti gerst - einhverntímann í framtíðinni.

Þessi íslensku fyrirtæki sem eru nefnd þarna eru frábær og hafa unnið mjög gott landkynningarstarf.

 


mbl.is Hætta við kvikmyndatökur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gott mál

alltaf þegar okkur er spáð góðu gengi þá erum við í botn fimm - það er ágætt og hentar vel.

Ég er ekki hrifin af þessu íslenska lagi persónulega


mbl.is Spá Íslandi úrslitasæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

í hvorn fótinn á maður að stíga ?

Sko fyrst ætlar maður vitlaus að verða yfir að menn (og konur) skýri ekki mál sitt í fjölmiðlum.

Svo koma MENN og skýra mál sitt og maður verður enn pirraðri...manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og hneykslunin verður nánast áþreifanleg.

Hvað var eiginlega í vatni þessarar þjóðar á "gull"árunum ? Hvað átum við ?

Mér er eiginlega orða vant, mæli með kæruleysispillu áður en horft er á viðtalið við gullsnáðann Guðlaug Þór


Sjálfstæðisflokkinn vantar PR manneskju !

Sjá þetta viðtal ;

Allar fasteignir yfir á konuna

Sigrúnu Björk Jakobsdóttir.
Sigrúnu Björk Jakobsdóttir.
Jón Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, færði allar fasteignir sínar yfir á eiginkonu sína Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri. Málið hefur verið rætt innan raða Sjálfstæðisflokksins á Akureyri að frumkvæði Sigrúnar Bjarkar.

Jón gegndi stöðu sparisjóðsstjóra hjá Sparisjóði Norðlendinga á árunum 1997 til 2005 en sparisjóðurinn sameinaðist Byr sparisjóði árið 2007. Kona hans er Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri og oddviti Sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Hjónin gerðu með sér kaupmála þann 23. nóvember síðastliðinn, daginn áður en starfsmenn sérstaks saksóknara framkvæmdu húsleit í höfuðstöðvum Byrs. Þar eru allar fasteignir Jóns færðar yfir á eiginkonuna, tæplega þrjú hundruð fermetra einbýlishús þeirra á Akureyri er nú eingöngu skráð á Sigrúnu en fasteignamat hússins er tæpar 34 milljónir króna. Þá er helmingshlutur Jóns í annarri fasteign á Akureyri einnig komið á nafn eiginkonunnar en húsnæðið var áður í eigu Sparisjóðs Norðlendinga.

Sömu sögu er að segja um helmingshlut í 3,7 hektara landskika í Hörgárbyggð, sem og fjórðungshluta í sumarhúsi í Ölfusi. Ennfremur er eignarhlutur Jóns í hlutafélagi kominn yfir á nafn konunnar og sérstaklega tilgreint í kaupmálanum að bankareikningur Sigrúnar sé séreign hennar ásamt þeirri innistæðu sem þar kann að vera á hverjum tíma. Sigrún Björk neitar því harðlega að með kaupmálanum hafi hjónin verið að koma undan eignum. 

„Mér finnst það með hreinum ólíkindum að vera í viðtali út af þessu fyrir hið fyrsta. Að þetta skuli vera samfélagið sem við erum að kalla yfir okkur finnst mér vera með hreinum ólíkindum. Þetta er gert til að upplýsa. Þetta er lögformlegur gjörningur á milli okkar hjóna, fyrst og fremst til að hafa allt á hreinu,“ segir Sigrún sem vill ekki gefa upp skuldastöðu eiginmanns síns. „Hann á nægar eignir til að standa fyrir öllum sínum skuldbindingum og meira til.“ Sigrún segist hafa gert grein fyrir málinu á fundi Sjálfstæðisflokksins um daginn. „Ég hafði frumkvæði að því, af því að ég hafði orðið vör við þær sögusagnir sem hér geysa. Sem mér finnst vera miður. Því ég tel mig hafa unnið af einurð og heiðarleika í öllum mínum störfum og þetta eru einfaldlega ofsóknir sem eru spunnar af illum rótum.“

 

 

frettir@ruv.is

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég undirstrika það sem mér finnst athugaverð við orð hennar. Hroki hefur aldrei orðið neinum manni til framdráttar. Virðing stjórnmálamanna er ekki lögmál, það er eins og hjá okkur öllum hinum- áunnið. En það er eins og brothætt blóm, ansi fljótt að sjúskast og skemmast.

Fyrrum bæjarstýra á Akureyri þarf að treysta á gullfiskaminni kjósendanna- ekki getur hún stólað á að borin sé virðing fyrir henni.


Gat nú verið

Þegar manni virðist von til að þjóðfélagið gangi nokkurn veginn í takt þá kemur eitthvað svona, eins og blaut tuska framan í almenning.

Hver þarf meira en þrettán hundruð þúsund á mánuði ?

Vonandi er seðlabankastjóri ekki óreiðumaður í fjármálum ?

Ég er örugglega alveg brjálæðislega tilætlunarsöm að ætlast til að maðurinn lifi af þessari hungurlús á mánuði.....

farin að skammast mín

 

 


mbl.is Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

æj úpps

Nú um stundir er ég tæknilega ógift en ég á hinsvegar 3 kisustráka. Tveir eru líklega ekki hjónabandstækir vegna ....já.....

líklega bara hvort eð er....

ég var bara að spá í hvernig ég ætti að velja brúðgumann...

Rómeó

TumaTígur

Rebba


mbl.is Giftist kettinum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er búin að vera spæld

síðan prestastefnan ákvað að senda málið um ein hjúskaparlög í nefnd. Í stjórnsýslunni er sending í nefnd til að kæla málið og lauma því svo áfram eða í ruslið.

Bjarni Karlsson vinur minn og sálusorgari bloggar á Eyjunni, þar birti hann videóblogg sama kvöld og þetta var sent burt. Það hjálpaði helling.

Svo í dag sá ég þetta og það er sko ekki í fyrsta sinn sem Davíð hefur fingurinn á púlsinum - sér aðalatriðið.

Ég veit samt eiginlega ekki nákvæmlega hvers vegna þetta fer svona svakalega í mig. Ég held að það sé óréttlætið, mismununin.

Færum við nákvæmlega eftir Bókinni - þá værum við enn höggvandi hvert annað í herðar niður, í moldarkofunum.

Þjóðfélagið hefur þróast. Þjóðkirkjan verður að þróast með.

Farin að hvíla mig - kemst ekkert út í góða veðrið í dag. Fjandans flensustand !


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband