aldrei virðist

hafa gengið að reka veitinga - og skemmtistaði utan miðborgarinnar, lengi gekk þó Smiðjukaffi á sama stað og Goldfinger er núna.

Goldfinger hefur líka gengið í úthverfi en það er nú aðrar ástæður á bakvið það.

Ég man ekki eftir neinum pöbb sem hefur virkað í úthverfi til lengri tíma og þá er ég að miða við eins og barirnir í miðbænum.

 Player´s náði ágætum árangri enda með hljómsveitir- það var yfirleitt ekki í miðborgarpöbbunum nema á Gauknum.

Nú er Spot kominn en ég veit ekki hvernig þetta gengur samt.

Miðborgin hefur verið heitasti staðurinn lengi.

Mér finnst opnunartíminn hinsvegar of langur, fólk verður svo slæpt og illviðráðanlegt .

Ef þið munið eftir góðum pöbb sem hefur virkað lengi í úthverfi - miðað við að fólk sé í fötum sko haha

 


mbl.is Óbærilegur hávaði um nætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrikalegur léttir að sjá einhvern blogga af einhverju viti hérna. Takk fyrir þetta.

Siggi (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 14:11

2 Smámynd: Elínborg

Alveg er ég sammála þér Ragnheiður með opnunartímann. Held að aðalmálið sé að breyta þessu,líklega þarf nýjar reglur til þess,- en að fólk einfaldlega fari mun fyrr út að skemmta sér. Bara lokað um miðnættið og svo má hafa næturklúbba eða annað í iðnaðarhverfum eins og tíðkast víða annarsstaðar. 

Og nú er bara að skora á borgaryfirvöld að breyta reglunum !

Elínborg, 6.5.2010 kl. 15:17

3 Smámynd: Kidda

Tommi er núna nokkrum sinnum að plötusnúðast á skemmtistað í bænum og hann byrjar kl 2 að spila til kl 6-7.

Þetta er algjört rugl að fólk sem fer á skemmtistaðina komi sér ekki fyrr af stað. Opnunartímanum má alveg breyta.

ÞAð dugði alveg í denn að hafa opið til hálf tólf á fimmtudögum, eitt að mig minnir á föstudögum og til tvö á laugardögum. 

knús og klús

Kidda, 6.5.2010 kl. 16:05

4 identicon

Hvað með Ölver í glæsibæ? Það hefur nú verið á sínum stað frekar lengi... er reyndar hvorki í úthverfni né í miðbænum, en svona mitt á milli.

Jón Kristinn (IP-tala skráð) 6.5.2010 kl. 23:40

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gullöldin gekk nú í dágóðan tíma í Grafarvogi.... ef ég man rétt!

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2010 kl. 00:37

6 Smámynd: Ragnheiður

Gullöldin er enn á sínum stað og líka Ölver. Þessir staðir eru samt meira svona lókal pöbbar- ekki svona svakalega vinsælir eins og þessir miðborgarbarir

Ragnheiður , 7.5.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband