Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
Hugsað til baka
27.12.2010 | 01:22
enda eru áramót á næsta leiti.
Mér finnst þau alltaf ímynd hins hreina, hreint blað, til að gera betur á en á síðasta blaðinu sem er orðið velkt og krotað.
Eins og þegar ég var barn að teikna og vildi sífellt nýtt blað þó það væri pláss eftir á hinu. Að byrja upp á nýtt skipti mig máli.
Þegar ég sit hér með hinn árvissa og síversnandi jólabjúg, þá er ég að hugsa um árið sem á sér bara örfáa daga enn.
Að mestu leyti hefur árið verið gott.
Gangan í réttu áttina með syninum hefur verið yndisleg. Við höfum átt ágætt ár fjölskyldan, við erum enn öll hér. Gæludýrin okkar hafa mesmegnis komið vel undan ári, misstum Refinn okkar í bílslysi og hananum Tóta var fargað.
Hér erum við þá gamla settið, með hundinn Kela, kettina Rómeó, TumaTígur og Dodda, hænurnar Skellu, Drífu, Toppu, Dúfu,Fífu, Spætu og Moldu. Molda slasaðist illa í haust og er enn að jafna sig, hún bjó lengi í þvottahúsinu en býr nú úti í kofa en samt einangruð í búri svo hún fái frið meðan hún grær alveg. Hinar venjast henni líka þannig og vonandi verður samkomulagið betra þegar hækkar sól.
Hænur eru nokkuð skemmtilegar, ég vissi það nú ekki fyrr.
Eitt af því sem ég er hvað ánægðust með á árinu er að við fórum í sorgarhóp, hópur fólk sem hefur misst í sjálfsvígum. Það hefur gert mér afar gott. Það er frábært. Ég hef rifið ofan af sorginni en mér finnst hún gróa betur saman á eftir.
Aldrei verður neitt samt og áður. Það er ljóst. En kannski gengur mér betur að lifa við breyttan veruleika nú þegar tíminn líður. Himmi dó 2007. Núna er 2011 að ganga í garð. Undarlegt hversu hratt tíminn líður þegar maður er orðinn fullorðinn.
Ég ætla ekki að hugsa lengra að þessu sinni og lýk þessu með að óska ykkur gleðilegs árs - komi ég ekki með slíka kveðju þegar nær dregur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Kæru vinir
24.12.2010 | 01:37
Gleðileg jól og vonandi borðið þið sem mest og njótið samverustundanna með ykkar kærasta fólki í botn.
Það ætla ég að gera :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Enda hringdi Brimborg
20.12.2010 | 14:57
og ég á veðurteppta bremsudælu, toppiði það :)
Það gerir ekkert til og við bara reddum þessu þegar dæluræfillinn kemur úr flugvélinni.
Heppni að við vorum þó ekki að bíða vorskips. Hafið þið pælt í því hvernig allt var þá ? þegar varð að bíða skipaferða, strjálla, til að fá aðföng ? Bara bréf milli landa tók langan tíma. Núna sendir maður email...hviss...og það er bara komið svar um leið !
Það er gott að hugleiða á síðustu dögum aðventu 2010.
Reyna að finna gleðina og pússa sálarljósið sitt svo það lýsi mann sæmilega fram um veg og beinustu leið inn í árið 2011.
Enn talsverðar tafir á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Spennufall
18.12.2010 | 23:32
en ég þarf þó að reyna að grafast fyrir um hvað ég á eftir að gera fyrir jólin.
Þrífa er áreiðanlega eitt.
Svo vantar eitthvað meira matarkyns..ekki mikið en eitthvað. Veit ekki einu sinni hvað ég hef í matinn núna, breyti til vegna eins sem hjá mér verður og þolir illa reykt og saltað.
En jæja, ég ætla allaveganna ekki að baka fyrir jólin. Himmi minn, kökukallinn minn, hann vildi kökur og svona fyrir jólin en núna er ekkert varið í það enda býr hér ekkert barn lengur til að hafa gaman með.
Æj...það varð svo mikið spennufall í dag þegar ég sótti strákinn, ég er bara alveg vindlaus...
En síðar - fólk, góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
mannafælni en ekki kattafælni
18.12.2010 | 13:01
Ég hef alltaf átt erfitt með að botna í fólki, almennt. Skipti mér frekar lítið af því þar með. En kettir og önnur dýr eru einmitt málið fyrir mig.
Það finnst mér vera góð samvera.
Stundum fá dýrin mín jólagjafir en ekki alltaf, fer svona eftir fjárhag :)
En mikið fannst mér erfitt að lesa fréttina á DV, hengi afrit af henni hér á eftir. Við vorum að hugsa um að láta dýralækni svæfa hana hjá okkur en þá átti það að kosta 9000 krónur !
Hér kemur fréttin. Hugsum um málleysingjana okkar á öllum árstímum ! þau launa það vel.
Níu kettir fundust í poka í Heiðmörk: Skildir eftir til að drepast
Maður sem var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag gekk fram á níu lifandi ketti sem hafði verið troðið í kartöflupoka. Hundurinn hans heyrði mjálmið í köttunum og vísaði honum á pokann sem hafði verið komið fyrir úti í hrauni. Það var augljóst að kettirnir höfðu verið skildir þar eftir til að drepast. Kettirnir eru frá þriggja mánaða og upp í eins árs. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Maðurinn tók kettina með sér heim og hafði samband við Kattholt sem tók við fimm þeirra en hann ætlar sjálfur að reyna að finna hinum fjórum heimili. Ef það tekst ekki fara þeir einnig í Kattholt.
Elín hjá Kattholti segir kettina ekki illa hirta en þeir séu mjög hvekktir. Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk," segir Elín í samtali við Fréttablaðið.
Hún segir svona mál koma upp nokkrum sinnum á ári og stundum séu kettir skildir eftir fyrir utan Kattholt nær dauða en lífi, og jafnvel dauðir. Elín segir óhungalegt að vita til þess að fólk geti unnið svona myrkraverk gagnvart dýrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Korter í jólin og...
16.12.2010 | 21:56
hvað ?
Er fólk ekki almennt bara nokkuð rólegt yfir þessu ? búið að átta sig á að jólin komu 2008 , árið sem hrundi, árið eftir 2007.
Ég baka ekki fyrir jólin lengur nema eina köku, stríðstertuna. Tekur eina kvöldstund að baka hana. Annað kaupi ég bara...en ég reyni að kaupa lítið, maður hefur ekki gott af miklu bakkelsi ..
Líkur eru á að ég fái strák heim fyrir jólin, ég er mikið fegin. Þessi reynsla hefur gert mig mikið hugsi. Þetta er annar af alls þremur sonum sem situr í fangelsi..hvurslags eiginlega uppeldi hefur þetta verið ?
Fyrrum fangelsistjóri fór í mál þegar DV kallaði hann glæpamannaframleiðanda, ég ætti kannski að fara í mál líka ? Hver annar en ég ætti þann titil ?
Ég bara spyr...
Held áfram að skammast mín á aðventunni !
Njótið daganna, jólin koma samt !!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekki besti árstíminn fyrir þá sem hafa misst
12.12.2010 | 14:50
enda var nánast hvert sæti skipað í Grafarvogskirkju sl fimmtudag, á aðventusamveru syrgjenda. Óskaplega notaleg dagskrá, en svo hræðilega erfitt enda finnur maður svo sárt til þess að það vantar í fjölskylduna á þessum tíma.
Svo höfum við verið með í hóp sem hafa misst í sjálfsvígum, það hefur verið tætingur að rifja upp erfiða daga og mikla sorg. Mín trú er samt sú að tætlurnar geti þá kannski gróið réttar saman.
Við erum með frábæru fólki þarna, alveg stórbrotnu !
Ég er búin að setja upp aðventuljósin mín, það eru rauðar stjörnur á böndum, eins og gardína, sjö arma stjakar, jólastjarna í eldhúsgluggann og hreindýrið í stofugluggann. Hreinninn er nýlegur. Ég kaupi yfirleitt eitthvað nýtt fyrir hver jól. En ekki núna, hafði ekki áhugann þessi jólin. Við ætlum að kúvenda mataræðinu þessi jólin, pabbi verður hér og hann þolir ekki reykt og saltað kjöt. Það eru reyndar fleiri sem ekki eiga að borða þannig :)
Þegar sonurinn kemur (býst við honum í janúar) þá ætla ég að slá upp jólaveislu í janúar fyrir hann og kærustuna hans. Ohhh að gera manni þetta, að hirða hann á aðventunni svo við missum af samverunni um jólin !!!
Svo til að eyða alveg jólastuðinu þá tók gigtarlæknirinn upp á að skipta um lyf hjá mér, ég er á einhverju dularfullu núna til tilraunar. Svo er að sjá hvernig það virkar en það tekur amk 14 daga að koma fullri virkni af stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Umferðarsektir með eða á móti ?
11.12.2010 | 19:54
Í dag voru Frostrósatónleikar í Laugardalshöll. Nokkru eftir að þeir hófust þá birtust mótorhjólalögreglur og hófu að sekta þá sem höfðu lagt á grasinu og á stéttunum.
Ég sá að grasflatirnar höfðu sumsstaðar skemmst enda er svo blautt.
Um daginn bárust fréttir að þeir hefðu sektað nærri Fjölskylduhjálpinni meðan fólk beið í þessari löngu röð.
Hvað finnst fólki um þessar aðfarir ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Forgangsröðun ?
8.12.2010 | 19:13
hefur átt hug minn allan í dag ásamt sorg og miklum kvíða.
Í morgun gengu tveir lögreglumenn inn á vinnustað. Þeir hittu þar að máli ungan mann, 23 ára, og tilkynntu honum að þeir væru komnir til að færa hann í fangelsi.
Hann starði á þá.
Jú, þú hefur ekki greitt sektir að upphæð....... og nú er komið að vararefsingu.
Hann taldi sig hafa samið við innheimtuaðilann þarna á Blönduósi en eitthvað hafði það klikkað.
Hann fékk frest til klukkan 14 enda ætlaði vinnuveitandi að reyna að útvega peningana til að halda sínum starfsmanni.
Það tókst ekki.
Nú situr ungur maður í fangelsi.
Ef hann er versti glæponinn þá er Ísland í fínum málum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
það skín í gegn
4.12.2010 | 14:27
gamla hollusta blaðsins í þessari grein.
Ég hef rennt lauslega yfir aðgerðapakkann og finnst margt sæmilegt sem borið er fram. Svo er að sjá hvernig það virkar. Við hér höfum náð að greiða okkar lán en alltaf þurft að safna skuldahala seinnipart vetrar og höfum náð því niður svo um sumarið. Það er akkurat að byrja svona halasöfnun núna og þetta er svo ferlegt að eiga við.
Að öðru
Hér fór ein kisan undir bíl og sorgin var mikil. Við vorum þó svo lánsöm að viðkomandi sem varð fyrir þessu lét okkur vita af kisa. Við erum nánast aldrei símasambandslaus en við fórum í brúðkaup 20 nóvember. Ég skildi símann eftir heima. Við komum heim stuttu fyrir miðnætti, ég sá missed call og athugaði númerið á www.ja.is en ekkert kom fram þar. Þá fór ég bara að halla mér. Næsta dag fórum við á hundasýningu, ég hafði alveg gleymt þessari hringingu. Þegar við erum að verða komin heim aftur þá hringir nágranninn með þessar hörmungarfréttir og við förum til hennar. Kisi var í kassa fyrir utan hjá henni, orðinn stirðnaður og frosinn grey Refurinn minn. Fyrst ætluðum við að grafa hann heima en náðum ekki að taka nógu djúpa gröf. Steinar hringdi í dýralækninn okkar og hún sagði okkur að koma með hann á umsömdum tíma og þannig endaði æfin hans Rebba míns. Það er ekki svo langt síðan Lappi var felldur og ég ætlaði alltaf að setja svona minningarskilti hér úti við. Svo langaði mig að setja postulínsmyndir af Lappa og Rebba við skiltin. Fór og pantaði skiltin og athugaði svo hvað svona myndir kostuðu, þá kosta þær nærri 20. þúsund fyrir hvort dýr. Nú þarf ég að safna bara :)
Hér er mynd af fallega og góða Rebbanum mínum, tekin bara nokkrum dögum áður en hann dó. Þessa mynd ætlaði ég að nota enda er hægt að fjarlægja af henni kallinn í drullugallanum -auðveldlega :)
En nú á ég nýja kisu. Málið er að hér í gegnum hef ég eignast góða vini og ein þeirra er Anna. Hún á svona kisu sem margfaldast og fleiri kisur með þeirri - ég var svo heppin að þar var til lítill kettlingur sem vantaði að komast á framtíðarheimili. Hann á ætt að rekja í loðna ketti og þar með kemur kannski svipað skapferli og Refur hafði, þessi blíði kisi. Nú nú, Anna mín bara rennir til mín með Dodda og hér er hann. Hann hefur hjálpað mikið í gegnum sorgina að missa Refinn, hann er voðalega góður kisi. TumiTígur er góður við hann, leikur við hann og þvær honum. Rómeó talar ekki við svona smákrakka frekar en hann er vanur haha nýbúinn að sættast við Refinn þegar hann dó.
Hér er Doddi
Lagstur hjá Kela sem tekur öllum vel :)
Svo finna kettlingar sér alltaf spes staði til að sofa á. Hér valdi hann tuskuhilluna mína blessaður.
Vonandi fer fólk ekki af hjörunum við þessa færslu, hún varð óvart meira um kisurnar mínar en aðgerðir ríkisstjórnarinnar :)
Miklar umbúðir - rýrt innihald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)