Korter í jólin og...

hvað ?

Er fólk ekki almennt bara nokkuð rólegt yfir þessu ? búið að átta sig á að jólin komu 2008 , árið sem hrundi, árið eftir 2007.

Ég baka ekki fyrir jólin lengur nema eina köku, stríðstertuna. Tekur eina kvöldstund að baka hana. Annað kaupi ég bara...en ég reyni að kaupa lítið, maður hefur ekki gott af miklu bakkelsi ..

Líkur eru á að ég fái strák heim fyrir jólin, ég er mikið fegin. Þessi reynsla hefur gert mig mikið hugsi. Þetta er annar af alls þremur sonum sem situr í fangelsi..hvurslags eiginlega uppeldi hefur þetta verið ?

Fyrrum fangelsistjóri fór í mál þegar DV kallaði hann glæpamannaframleiðanda, ég ætti kannski að fara í mál líka ? Hver annar en ég ætti þann titil ?

Ég bara spyr...

Held áfram að skammast mín á aðventunni !

Njótið daganna, jólin koma samt !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég er róleg yfir jólunum enda verð ég og kærastinn hjá foreldrum mínum um jólin en þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem ég hlakka til jólana en Ragga mín þú ert góð mamma það er ég viss um .stundum fer þetta svona bara .knús og kram

Guðrún unnur þórsdóttir, 16.12.2010 kl. 22:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2010 kl. 01:15

3 Smámynd: Kidda

Ragga mín, þú ert ekki "glæpamannaframleiðandi". Láttu ekki einu sinni hvarfla að þér svoleiðis hugsun. Ég gæti þá alveg eins hugsað sem svo að ég væri "fíklaframleiðandi" þar sem 50% af sonum mínum er fíkill. Synir okkar réðu sjálfir hvaða braut þeir vildu fara og komu sér sjálfir í þá aðstöðu sem þeir lentu í.

Við erum allt of gjarnar á að kenna okkur um ef börnin okkar fara ekki góðu beinu brautina. En það er ekki við okkur að sakast.

Vonandi verður hann kominn heim fyrir jól og vonandi verður minn hjá mér um jólin.

Knús og klús

Kidda, 17.12.2010 kl. 09:13

4 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.12.2010 kl. 09:37

5 identicon

Við mömmur GERUM ÁVALLT OKKAR BESTA Á HVERJUM TÍMA(sumar geta það ekki vegna veikinda t.d.virkrar fíknar).Hvort þessi eða hin ákvörðunin hafi verið rétt kom svo í ljós á eftir.Við gerum mistök en það sem máli skiptir er að gera sitt besta og er við sjáum mistökin þá getum við gert ýmislegt í því.Og það er ekki lítið.Það er til fólk sem sér ekki að það geri nokkurn tíma mistök.Það eru 4 jólin án mín stráks ,og það eru tímamót.Mig hlakkar til jólanna í 1 sinn í mörg ár.Við berum EKKI ÁBYRGÐ á brölti krakkanna okkar eftir að þau flytja að heiman .Það er að segja ef þú á 50 ára"barn"sem er heima berð þú ekki ábyrgð á því nema um mikla fötlun sé að ræða hjá "barninu".Þú ert best mundu það

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:35

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það þýðir ekkert að kenna sjálfum sér um, maður gerir sitt besta og sér svo til. Eigðu gleðileg jól með Steinari, fjórfætlingum og öðrum sem verða svo heppnir að fá að vera með þér. Hjartanskveðja þín vinkona Ásdís

Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2010 kl. 13:07

7 Smámynd: Ragnheiður

Æj það er líka ágætt að pirra sig á sér sjálfum stundum. Ég vildi bara óska að þetta væri ekki akkurat svona.

En nú kemur að fréttunum, ég má sækja minn á morgun...ég get ekki beðið, ég er að segja ykkur það !!

Ragnheiður , 17.12.2010 kl. 18:10

8 Smámynd: Kidda

Þetta er besta jólafréttin sem hægt er að fá. Við verðum þá báðar með strákana okkar hjá okkur jólin, vonandi. Minn kemur i heimsókn á eftir. Þetta er ein besta frétt sem ég hef fengið lengi að hann skuli koma heim á morgunn Til hamingju með þessi gleðitíðindi

Knús og klús

Kidda, 17.12.2010 kl. 18:32

9 Smámynd: Ragnheiður

takk elsku Kidda mín, ég ætla ekki að lýsa gleðinni í röddinni þegar hann hringdi til að segja mér þetta :)

Ragnheiður , 17.12.2010 kl. 18:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju báðar með að fá strákana ykkar heim.  Það er svo sannarlega gleðiefni.  Og Ragnheiður mín, ég skrifaði einu sinni grein í moggann sem oftar, um fangelsismál, hún birtist ekki, svo ég fór að spyrjast fyrir, þá hrindi Styrmir í mig prívat og persónulega og tilkynnti mér að það væri þarna fullyrðing í greininni sem hann vildi ekki birta. Ég hafði tekið þau orð eftir Illuga Jökulssyni að þáverandi yfirmaður á Litla Hrauni sem nú situr í embætti ríkislögreglustjóra væri glæpamannaframleiðandi.  Hann sagði mér að hann myndi birta greinina ef ég tæki þessa setningu út.  Hlutlaus miðill?? nei engan veginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2010 kl. 23:04

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Elsku Ragga mín, það eru yndislegar fréttir að þú fáir soninn heim fyrir jólin.

Ég held að við ættum öll að líta í eigin barm og horfa á það sem okkur dags daglega þykir sjálfsagt,  þ.e.a.s. að hafa okkar nánustu frjálsa og fría ferða sinna og geta umgengist þá. 

Mín stærsta jólagjöf er að ég fer að heimsækja eldri dóttur mína milli jóla og nýárs.  Við eigum mjög bágt báðar þegar líður langt á milli heimsókna - og hún hringdi voða lítil í sér í mömmu sína núna fyrir nokkrum dögum.  Hún og maður hennar þurfa að basla mjög mikið og fannst henni hún örmagna. Ég sagðist óska þess að ég gæti komið og hjálpað henni, en væri þannig stödd núna að ég hefði ekki peninga (enda búin að vera atvinnulaus í fjóra mánuði). Jæja,  þá lifnaði yfir henni - og sagði hún vongóðri röddu að hún ætti gjafabréf uppi á háalofti sem hún hefði geymt þar, og ekki átt von á að geta nýtt sér það lengi.  Við ákváðum þá í snarheitum að bóka mig - eitt sæti laust á annan í jólum.  

Þessi elska skrifaði svo á Facebook "Himnasending, jólunum reddað - mamma kemur á annan í jólum" ..   

Við erum hvort öðru svo sannarlega himnasending, Hjalli er þín himnasending og þú hans.  Þetta sýnir okkur best hvað mestu varðar um jólin, jólin snúast um fólk - og samveru fólks.  Allt annað er viðbót - matur - gjafir og hvað það er nú.  Að vita af vinum sínum og sínum nánustu í góðum málum er besta gjöfin.  Það eru margir sem samgleðjast þér núna að fá soninn heim og taka þátt í gleðinni.  Það geri ég svo sannarlega.

p.s. 

Þú ert það sem þú ert - góð kona. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 09:32

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar fréttir, ég samgleðst ykkur

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 12:56

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jei !    Mikið er ég glöð.

Anna Einarsdóttir, 19.12.2010 kl. 10:38

14 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir og Jóhanna komdu sem oftast með góðar hugvekjur á síðuna mína. Æ lov it

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband