Ekki besti árstíminn fyrir þá sem hafa misst

enda var nánast hvert sæti skipað í Grafarvogskirkju sl fimmtudag, á aðventusamveru syrgjenda. Óskaplega notaleg dagskrá, en svo hræðilega erfitt enda finnur maður svo sárt til þess að það vantar í fjölskylduna á þessum tíma.

Svo höfum við verið með í hóp sem hafa misst í sjálfsvígum, það hefur verið tætingur að rifja upp erfiða daga og mikla sorg. Mín trú er samt sú að tætlurnar geti þá kannski gróið réttar saman.

Við erum með frábæru fólki þarna, alveg stórbrotnu !

Ég er búin að setja upp aðventuljósin mín, það eru rauðar stjörnur á böndum, eins og gardína, sjö arma stjakar, jólastjarna í eldhúsgluggann og hreindýrið í stofugluggann. Hreinninn er nýlegur. Ég kaupi yfirleitt eitthvað nýtt fyrir hver jól. En ekki núna, hafði ekki áhugann þessi jólin. Við ætlum að kúvenda mataræðinu þessi jólin, pabbi verður hér og hann þolir ekki reykt og saltað kjöt. Það eru reyndar fleiri sem ekki eiga að borða þannig :)

Þegar sonurinn kemur (býst við honum í janúar) þá ætla ég að slá upp jólaveislu í janúar fyrir hann og kærustuna hans. Ohhh að gera manni þetta, að hirða hann á aðventunni svo við missum af samverunni um jólin !!!

Svo til að eyða alveg jólastuðinu þá tók gigtarlæknirinn upp á að skipta um lyf hjá mér, ég er á einhverju dularfullu núna til tilraunar. Svo er að sjá hvernig það virkar en það tekur amk 14 daga að koma fullri virkni af stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi gagna lyfin þín þér betur Ragnheiður mín. Jamm að gera tengdamömmu sinni þetta að hrifsa strákinn svona bara rétt si sona um jólin

Er annars sammála þér með að þetta er erfiður tími, það kemur svo vel í ljós gapið sem myndast hefur í fjölskyldunni, og svo eru börnin mín á erlendri grund, ég hef samt litla Sigurjón og Ólöf Dagmar, og svo Úlfinn Ísaac Loga, Isobel og Evu Ruth, það er allavega þó nokkuð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er einhver misskilningur í gangi ?

Nú eins og stundum áður, er best að horfa á það góða, Ragnheiður mín.  (kannski auðveldara að segja en gera).  Njóttu þeirra ástvina sem þú hefur hjá þér um jólin og dekraðu svo alveg sérstaklega við hann þegar hann kemur.  Það er í góðu lagi að ofdekra hann í marga daga. 

Anna Einarsdóttir, 12.12.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha já það verður sko gert.

Það er eitthvað athugavert við málið, hann virðist bara hafa samið um hluta án þess að hafa vitað það sjálfur.

En við þraukum bara - miklu auðveldara fyrst hann er svo rólegur yfir þessu sjálfur, það munar bara öllu.

Ragnheiður , 12.12.2010 kl. 18:42

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert stór persóna.

Anna Einarsdóttir, 12.12.2010 kl. 19:01

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk Anna mín og sömuleiðis, þú ert best af öllum. Ferfætlingurinn litli hefur verið ótrúleg hjálp á vondum dögum. Maður getur ekki verið dapur lengi í kringum svona góðan lítinn strák. Hann er líka sæll, á mikið mal til sem hann deilir óspart.

Það skemmdi nú ekki að hann kom frá þér.

Hann hefur einlægan áhuga á baðherberginu og þá mundi ég eftir Hrafnkötlu Gustafsberg, er hún mamma hans ? Áttu nokkuð myndir af kisunum þínum á netinu ? Og þá mömmu Dodda litla kannski ?

Knús !

Ragnheiður , 12.12.2010 kl. 19:42

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er betra úr því hann er sáttur. Vonandi kemst hann samt heim fyrir jól

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2010 kl. 20:29

7 identicon

 það öskrar á mann plássið sem er autt,plássið sem strákarnir okkar eiga .Á þessum árstíma er það svo áþreifanlega hvað þá vantar .En við lærum smátt og smátt að lifa með þessum óbærilega sökknuði.Klem og knús

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 22:28

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrafnkatla Gustafsberg er amma Dodda.  Ég er svo ánægð með að Doddi gerir þig glaðari. 

Anna Einarsdóttir, 12.12.2010 kl. 22:46

9 Smámynd: Ragnheiður

Það er ótrúlega gott að eiga hann, ég hef líka sannfært mig um að honum fylgi svo góðar óskir að heiman, vinátta og kærleikur.

Gleðilega aðventu Anna mín og kær kveðja til bóndans.

Ragnheiður , 13.12.2010 kl. 23:23

10 Smámynd: Ragnheiður

Já Birna mín

ég er í vinnu með mig núna. Það er bara dálítið erfitt mál.

En líklega kemur strákurinn minn heim fyrir jólin, ég ætla samt ekki að slá neinu föstu fyrr en ég veit það :)

Ragnheiður , 13.12.2010 kl. 23:25

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 sendi þér kærleik við vonum það besta.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2010 kl. 14:47

12 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til þín Ragga mín love you

Guðrún unnur þórsdóttir, 14.12.2010 kl. 21:57

13 Smámynd: Kidda

Vonandi kemur stráksi heim fyrir jólin, þó það væri ekki nema í leyfi yfir hátíðarnar. En best væri ef hann kæmi alkominn heim. Það er alveg nóg að vanta Himmann þó að það vanti ekki fleiri.

Knús og klús

Kidda, 15.12.2010 kl. 09:54

14 Smámynd: Sigrún Óskars

kærleikskveðjur yfir

Sigrún Óskars, 15.12.2010 kl. 20:15

15 Smámynd: Kidda

Gladdi mig að lesa hjá vinkonu okkar að hann kæmi heim í næstu viku.

Knús og klús

Kidda, 16.12.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband