mannafælni en ekki kattafælni

Ég hef alltaf átt erfitt með að botna í fólki, almennt. Skipti mér frekar lítið af því þar með. En kettir og önnur dýr eru einmitt málið fyrir mig.

Það finnst mér vera góð samvera.

Stundum fá dýrin mín jólagjafir en ekki alltaf, fer svona eftir fjárhag :)

En mikið fannst mér erfitt að lesa fréttina á DV, hengi afrit af henni hér á eftir. Við vorum að hugsa um að láta dýralækni svæfa hana hjá okkur en þá átti það að kosta 9000 krónur !

Hér kemur fréttin. Hugsum um málleysingjana okkar á öllum árstímum ! þau launa það vel.

Níu kettir fundust í poka í Heiðmörk: Skildir eftir til að drepast

Pokanum með köttunum hafði verið komið fyrir í hraunsprungu í Heiðmörk.

Pokanum með köttunum hafði verið komið fyrir í hraunsprungu í Heiðmörk.

09:21 › 18. desember 2010

Maður sem var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag gekk fram á níu lifandi ketti sem hafði verið troðið í kartöflupoka. Hundurinn hans heyrði mjálmið í köttunum og vísaði honum á pokann sem hafði verið komið fyrir úti í hrauni. Það var augljóst að kettirnir höfðu verið skildir þar eftir til að drepast. Kettirnir eru frá þriggja mánaða og upp í eins árs. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Maðurinn tók kettina með sér heim og hafði samband við Kattholt sem tók við fimm þeirra en hann ætlar sjálfur að reyna að finna hinum fjórum heimili. Ef það tekst ekki fara þeir einnig í Kattholt.

Elín hjá Kattholti segir kettina ekki illa hirta en þeir séu mjög hvekktir. „Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk," segir Elín í samtali við Fréttablaðið.

Hún segir svona mál koma upp nokkrum sinnum á ári og stundum séu kettir skildir eftir fyrir utan Kattholt nær dauða en lífi, og jafnvel dauðir. Elín segir óhungalegt að vita til þess að fólk geti unnið svona myrkraverk gagnvart dýrum.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta svo sorgleg frétt, en það er auðvitað rosalega dýrt að láta svæfa dýrin sín. Best væri ef það væri til einhver mannúðleg aðferð sem kostar ekki svona mikið, sárt að vita til þess að dýr þjáist í dauðanum að óþörfu.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 13:03

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er sorglegt að fólk skuli getað farið svona með málleysingja sem treysta og elska án skilyrða.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.12.2010 kl. 13:39

3 identicon

það er engin staður sem tekur við kisum sem þarfnast þess að fá nýtt heimili.Þekki eina sem var með örmerkta kisu og vegna bráðaofnæmis sem kom upp varð kisa að fara.Þeir í kattholti brúkuðu bara munn og ekkert hægt að leita til þeirra og kisi var aflífaður Og 9000 kr fyrir að aflífa kisu er mikið.Það er ekkert sem afsakar svona meðferð á dýrum það er svo sorglegt að lesa um svona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er skelfilega erfitt að lesa. Vesalings dýrin.  Það er örugglega hægt að deyða svona dýr mannúðlegar en að setja þá í poka og skilja eftir á víðavangi. Svei þeim sem þannig koma fram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.12.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Kidda

Hef aldrei getað skilið hvernig fólk getur farið svona með dýr. Kannski væri hægt að minnka kostnaðinn á svæfingu hjá dýralæknum. Held að verðið sé líka svona hátt svo að fólk sé ekki að taka að sér td ketti og svo kemur sumarfríið og þá eru dýrin svæfð.

knús og klús

Kidda, 18.12.2010 kl. 18:57

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvernig getur fólk gert svona ? 

Ég myndi selja sófann minn til að eiga pening fyrir svæfingu ef ekkert annað væri í stöðunni.  Það er engin afsökun til fyrir svona framferði.

Anna Einarsdóttir, 19.12.2010 kl. 11:05

7 Smámynd: Ragnheiður

Anna, ég er sammála þér. Þetta er ekki valkostur.

Ragnheiður , 19.12.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband