Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Jæja

í miðri örkumlun vegna flensunnar kom reikningurinn.

Reikninginn fyrir Grámann í Garðshorni sem er atvinnubifreið hans hátignar eigandans að kellingunni hérna.

Málið var að Grámann þjáðist af aukahljóðum og var grunaður um að vera með bilaða upphengju. Grámann fór til læknisins og þar var þetta staðfest og skipt um téða upphengju. Þá brá svo við að hávaðinn í Grámanni jókst til mikilla muna. Þá var skipt um legu, brakfóðringu og eitthvað meira drasl öðru megin af aftan. Enn skældi Grámann og bar sig illa.

Þá tók við klór í haus og við rannsókn á drifinu kom í ljós að þar voru allar legur á síðustu snúningunum.

Úr með það og nýtt í.

Þá fékk annar verkstæðiskallinn pest og vinnan tók helmingi lengri tíma. (ég benti verkstæðisköllum á úrlausn þess í heimsókn í gær, ferðaklósett væri málið þegar maður fengi skitu og væri ómissandi í vinnunni)

Nú Eyjólfur hresstist og nú komst skriður á málið. Bílskömmin fór enn í heimsókn og í ljós kom að upphengjan, þessi nýja, átti bara alls ekkert heima í Grámanni. Það var sett ný og þá steinhætti hann að kvarta.

en öllum bremsudiskum, upphengjum, drifinnihaldi, brakfóðringum og afturhjólalegum seinna kom reikningurinn

Maðurinn minn ákvað að tilkynna mér upphæðina símleiðis, þegar hann var búinn að fullvissa sig um að ég lægi lasin og kyrr í sófanum..

S. 433.000

R.*þögn*

S.*ræskj*

R. *með ískulda í röddinni* Hann hefði betur farið í pressuna !

Og með það fór ég að leggja mig, mér var ískalt. Mér er enn ískalt og ég held að ég leggi mig aftur.

 


Búin að finna mér

alveg nýja skemmtidagskrá í sjónvarpinu og ekki átti ég alveg von á því. Ég hef eytt sl klukkustund í að að horfa á alþingi, sjá þingmenn sjálfstæðisflokks reyna að fóta sig í stjórnarandstöðu. Það er ansi fyndið, ég sé fyrir mér kengsúr vínber ofan í kokinu á þeim.

Mæli með þessu sem dægrastyttingu og þetta hentar mér vel, ég er hundlasin og er heima og sit bara hér undir teppi og prjóna.

Ég er búin að ákveða tímamót þann 13 febrúar næstkomandi, meira um það síðar


Nú var hann heppinn

að ég er með flensu, ég hefði sent Steinar að taka í hann annars !

Nú skora ég á sjónvarpsstöðvar hér að ná í þennan þátt svo við getum þó amk hlegið að okkur sjálfum hehe.

Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur og hér er þátturinn


mbl.is Gerir óspart grín að Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðnámskeið fyrir íslensk stjórnvöld

Meðal annars svona tæklar maður ábyrgð, maður bregst við og gerir eitthvað. Maður þumbast ekki bara út í horni og neitar að tala við fréttamenn, læðist til London og ybbar gogg þaðan.

Læra gott fólk, læra.

 

Farin að sofa

Góða nótt


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á nú að búa til

fórnarlömb í Seðlabankanum ? Það er búið að reyna að losna við þessa menn með "góðu" en ekkert hefur náðst inn í höfuðskelina á þeim. Þeir virðast ekki "fatta" að friði þeirra í bankanum sé lokið. Þá er auðvitað næst að koma þeim út með hálfgerðu valdi og þá æpa þeir einelti !

Oh brother...

Þeir hafa kannski bara ekkert tekið eftir undiröldunni í þjóðfélaginu né mótmælum dag eftir dag ?

Maður spyr sig

Vantar ekki safnverði eða propps á Árbæjarsafni ? þeir gætu sómt sér vel þar, hver með sitt hús og dressaður upp í anda hússins ?

Nei bara hugmynd


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það er bara vinna!

þetta er tilbúið og Ögmundur er búinn að afnema innritunargjöldin á sjúkrahúsin, það er bara spennandi að sjá hvað kemur næst !

Hilmar Reynir Jónsson tók manndómsspor í dag. Hann stangaði dyrakarm heima hjá sér og þurfti að fá 3 spor í ennið sitt.

Ljóta sveitin amma!!

Ég sjálfur, sæti strákurinn, meiddi mig.

 


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýjar hugmyndir

og hennar hugmyndir eru ekki verri en hvað annað. Það má allaveganna lýðum vera ljóst að hennar taugar eru til okkar þrátt fyrir gagnrýni sem dunið hefur á henni.
mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta þá jákvæð frétt ?

Ja það hlýtur að vera það, amk fyrir starfsmenn þessa fyrirtækis ...

við erum ekki búin að fá reikninginn enn fyrir þessa miklu viðgerð á Steinars bíl. Siggi skrapp á honum í búð í gær og kvartaði yfir hávaða undir honum, það þarf ss enn að laga eitthvað meira. Verkstæðiskallinn hefði bara átt að gegna mér um daginn þegar ég spurði hvort hann væri ekki tryggður ef bíllinn "dytti" óvart af lyftunni og í gólfið..

en vandamál eru til þess að leysa þau og við finnum leið....

Ég hef hinsvegar ákveðið að sortéra reikningana og borga húsið umfram allt, ég verð þó að búa einhversstaðar.


mbl.is Toyota eykur starfshlutfall á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klór

Núna þegar komin er á koppinn ný ríkisstjórn þá er best að reyna að klóra sig framúr næsta vandamáli en það eru reikningar heimilisins þennan mánuðinn.

Hvernig klórar maður sig framúr því ?

Það eina sem mér hefur tekist í morgun er að klóra mér í hausnum !

Virkar það krakkar ?

Ekki ?

 

 

S H I T

 

Kem aftur, kem alltaf aftur W00t


Ég hef ákveðið

að óska sjálfri mér til hamingju með nýjan forsætisráðherra, frú Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég hef fulla trú á henni.

Ég hlakka til að sjá handbrögðin.

Ég lenti í smá aldurskrísu áðan, yngsti ráðherrann sem á afmæli í dag er fædd á fermingarárinu mínu...Crying

Jæja, hvar fær maður keypt ný fæðingarvottorð ? Þetta gengur auðvitað ekki.

Hérna kemur ferilskrá hinnar ungu Katrínar Jakobsdóttur

Katrín Jakobsdóttir

      F. í Reykjavík 1. febr. 1976. For.: Jakob Ármannsson (f. 7. maí 1939, d. 20. júlí 1996) bankamaður og kennari og k. h. Signý Thoroddsen (f. 13. ágúst 1940) sálfræðingur, dóttir Sigurðar S. Thoroddsens alþm., bróðurdóttir Katrínar alþm. og Skúla S. Thoroddsens alþm., sonardóttir Skúla Thoroddsens alþm. M. Gunnar Örn Sigvaldason (f. 13. mars 1978) framhaldsnemi í heimspeki. For.: Sigvaldi Ingimundarson og k. h. Sigurrós Gunnarsdóttir. Synir: Jakob (2005), Illugi (2007).
      Stúdentspróf MS 1996. BA-próf í íslensku með frönsku sem aukagrein HÍ 1999. Meistarapróf í íslenskum bókmenntum 2004.
      Málfarsráðunautur á fréttastofum RÚV í hlutastarfi 1999–2003 auk fjölmargra sumarstarfa. Dagskrárgerð fyrir ljósvakamiðla og ritstörf fyrir ýmsa prentmiðla 2004–2006. Kennsla fyrir Endurmenntun, símenntunarmiðstöðvar og Mími tómstundaskóla 2004–2007. Ritstjórnarstörf fyrir Eddu-útgáfu og JPV-útgáfu 2005–2006. Stundakennsla við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Reykjavík 2006–2007.
      Í Stúdentaráði HÍ og háskólaráði 1998–2000. Formaður Ungra vinstri grænna 2002–2003. Fulltrúi í fræðsluráði, síðar menntaráði, Reykjavíkur 2002–2005. Formaður nefndar um barnabókaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur 2002–2006. Varaborgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlistann 2002-2006. Varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs síðan 2003. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur 2004. Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 2004.

      Alþm. Reykv. n. síðan 2007 (Vg.).
      Efnahags- og skattanefnd 2007-, menntamálanefnd 2007-.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Svo unnu Frakkar heimsmeistaratitilinn í handboltanum og ég hélt með þeim.

 


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband