Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Í dag eiga 2 vinkonur mínar

af yngri kynslóðinni afmæli.

Önnur er litla systir hans Himma míns, Auður. Yndisleg stúlka með lífið framundan.

Fallega AuðurHérna er mynd af henni. Til hamingju elsku Auður og Himmi, vera duglegur að passa systur, alltaf.

Hin er minnsta skottið hennar Öldu, hún er þriggja ára í dag.

Þær mæðgur eyða afmælinu hjá ömmu hennar Berglindar Söru.

100_1300Hérna er litla stýrið og það sést aðeins í bakhlutann á mömmu hennar.

Til hamingju Berglind litla


Obbs!

Það var að renna upp fyrir mér ljós. Rómeó köttur stillti sér upp fyrir framan mig þannig að afturendinn blasti við. Voða fínn kisustrákarass svosem en engar kúlur. Þannig eru Lappi og Keli líka, kúlulausir.

Ég var að velta fyrir mér í vikunni með Björn sem ekkert hefur verið heima og Steinar sem vinnur allan sólarhringinn

Þeir eru kannski hræddir um kúlurnar ?

Kvensniftinni á heimilinu virðist vera í nöp við kúlur

Ja kvensnift spyr sig

Hálft prik fyrir Ingimund from Seðlabánk, hinir tveir fá mínus


Össur þó !

Kápa dómsmálaráðherra hvarf

mynd
Ragna fylgist með röskum laganna vörðum finna sökudólginn Össur. fréttablaðið/gva

Að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í gær ætlaði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra að fara í kápu sína en greip í tómt í anddyri hússins. Lögreglan var umsvifalaust sett í málið enda hæg heimatökin. Og röskir laganna verðir voru ekki lengi að komast að hinu sanna í þessu máli dularfulla kápuhvarfs yfirboðara síns. Eftir nokkur símtöl við þá sem hugsanlega voru vitni, svo sem bílstjóra ráðherraliðsins, kom á daginn að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra var sá seki. Hann hafði farið fyrr af fundi og í asanum hafði hann gripið kápu Rögnu í misgripum og haft á brott með sér. Var kápunni við svo búið komið í réttar hendur og Ragna þurfti því ekki að fara út í frostið kápulaus. - jbg


Ég hef of mikinn tíma núna

og hef flakkað -steinþegjandi-um moggabloggið. Þar rekst maður á ýmislegt, ég slepp nú oftast við að finna hjá mér þörf til að setja ofan í við þá bloggara sem ég er ekki sammála. Mér finnst fólk hafa óskoraðan rétt á sinni eigin skoðun sama þó að hún passi ekkert við mína eigin.

En það sem ég ætlaði að skrifa um er hatur og illgirni. Á ákveðnum síðum lekur hatrið af nánast hverju orði. Það svíður í augun að lesa slík blogg og ég reyni að álpast ekki nema einu sinni inn á slíkt. En þegar hatrið verður svo magnað að saklaust fólk verður leiksoppar þess þá er heldur langt seilst.

Á einu slíku sá ég áðan að hlakkað var yfir því ef öll fyrirtæki Jóns Ásgeirs færu í þrot. Hvað með fólkið sem starfar þarna ? Skiptir það engu máli ?

Nú er mikið talað um Nýja Ísland sem á að byggjast á öðrum gildum, ég myndi vilja sjá réttlæti, mannúð,samstöðu,góðmennsku sem aðalsmerki þess Nýja Íslands. Ég tel mig samt vita að um slíkt verður ekki að ræða. Við erum 310.000 og höfum næstum jafn margar skoðanir. Og þannig er það bara.

En hatur og illgirni hittir eingöngu þann fyrir sem það ber.

Nú er ljóst að ég og fleiri þurfum að kúvenda um stefnu í næstu kosningum. Það hafa allir gott af því að skipta um skoðun. Það er samt ekki samasem og að leggja fæð á annað fólk sem hefur aðra skoðun eða hatast opinberlega við nafngreinda stjórnmálamenn. Fólk virðist persónugera hlutina mikið. Ég er ekki á sömu skoðun og G.H.H. en mér er ekkert illa við manninn persónulega. Það er oft skelfilegt að sjá hvað fólk telur í lagi að segja um hann og að ég tali ekki um Steingrím.

Ég held að ég geti sagt og segi það þá alveg satt að mér er ekki illa við nokkurn mann. Ég sæki kannski misjafnlega í félagsskap fólks en ég nenni ekki að bera með mér neikvæðar tilfinningar. Ég hef þó örugglega haft ástæður til að vera illa við fólk og mér hefur verið illa við fólk en þess meiri hefur léttirinn verið þegar ég hef lagt reiðina og gremjuna til hliðar. Eins og nú er háttað þá gæti ég setið hér fokreið við nokkra unga menn en ég trúi því staðfastlega að það sem þú gerir öðrum þarftu að svara fyrir síðar og ég er ekki dómarinn í þeirri sök.

Nú hljóma ég eins og Hallgrímur Pétursson heilræðavísusmiður.

Jæja ok, ég held þá bara áfram að hósta upp úr mér lifur og lungum, annað lungað er komið -þannig að þetta er allt að gerast


Ekkert úthald

ég sé samt að Sigrún er með eitt af mínum  mestu uppáhaldslögum og þangað ætla ég að stökkva. Vil bara ekki hafa hina færsluna efst.

Er eiginlega alveg klumsa

Það er vont að vakna við vondar fréttir  og þá meira ég ekki persónulegar svoleiðis fréttir

Kem síðar í dag þegar heilinn er farinn að virka


Hrollur fyrir nóttina

það er ýmislegt í gangi í bandaríkjunum sem kemur manni í opna skjöldu. Svona galnir hélt ég þó ekki að læknarnir væru.

Fréttatenging (það eru ekki neinar ljótar myndir, bara frásögn)


Stalst út í miðri flensu áðan

og fór og sótti eldhúsinnréttingarsjóðinn minn. Steinar átti líka aura sem hann fékk í afmælisgjöf í fyrra og sá reikningur var líka þurrausinn. Við höfðum reyndar ætlað að nota hann í eitthvað skemmtilegt en koma tímar og koma ráð. Restin af stóra bílaviðgerðarreikningnum fór á kreditkortið mitt og verður seinni tíma vandamál að leysa þegar sá reikningur birtist.

Við erum amk skuldlaus við bílaverkstæðið og Grámann í Garðshorni ætti þá að vera í lagi næstu tugi kílómetra. Í tilefni af spurningu hér neðar þá er rétt að taka fram að Grámann er alls ekki Toyota, hann er virðulegur Mercedes Benz og er átta ára. Ástand bifreiðarinnar má rekja til fortíðar hans. Við eigum annan svona bíl, grænan, sem hefur ekki látið svona asnalega, það er Bonzó. Ég á hann.

Ég er komin í eldrauða ullarsokka og Steinar gekk hringinn á alla ofna áðan, mér kólnaði ansi mikið á þvælingi út. Sumt getur Steinar bara ekki gert og ég varð að fara sjálf til að græja málið.

Svo sjáum við bara til með þessa eldhúsinnréttingu..frekar pirrandi að þurfa að nota peninginn í annað.

Farin að hvíla mig í sólinni með Lappa, hann elskar að liggja í sólinni og snýr blinda andlitinu upp í sólargeislana.


Spillingin lætur ekki að sér hæða

og ég las færslu unga mannsins um daginn, ég sá ekkert að henni sem hægt var að móðgast yfir og engin nöfn né fyrirtækið nefnt.

Ég á bíl frá Toyota og hann er til sölu.

Hvort það tengist þessu máli læt ég ósagt látið


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjálaður teljari ?

Hvað er í gangi hérna ? Hver er hér rápandi á síðunni minni ?

Nú er spurning, fer teljarinn í 5000 í dag ?

Hverjir þora að gera grein fyrir sér ?


Ágæt ræða hjá

kallinum og hann fylgdist með arnaraugum út í salinn. Sigurður Kári varð eitthvað asnalegur á svipinn og fékk um hæl athugasemd úr ræðustól. Og ég flissaði.

Sjálfstæðismenn eru að reyna að kyngja kekkinum en það gengur ekki vel. Núna er Hvala-Einar í stólnum og fer mikinn og talar allt niður sem stjórnarliðar segja og gera.

Ég meina það, hver þarf bíómynd ?


mbl.is Steingrímur ræddi við IMF í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband