Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Myndadót meðan ég hlusta á ISG
1.2.2009 | 16:30
Hérna eru feðgarnir að spá í leigubílauppgjör, bara sætastir saman.
Alltaf skal þetta hundapparat troðast inn á allar myndir
Svo eru hér 2 nýjar peysur og Hrönn, þín er klár og bíður róleg eftir þér
Þessi er afar smart og á prjónunum er núna önnur alveg eins en hún verður stærri þannig að þetta gæti verið sett á par.
Þessi er ljósmórauð, steingrá og dökkgrá, í mynsturbekk er líka dökkmórauður bekkur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Var að hlusta á hádegisfréttirnar
1.2.2009 | 12:43
og þar var G.Brown alveg vitlaus yfir því að London væri kölluð Reykjavík við Thames ána. Hérna er fréttin Bandarískur fjárfestir segir óðs manns æði að fjárfesta í Bretlandi. G.Brown kallar þann mann öllum illum nöfnum og að ástandið sé hreint ekki eins slæmt og á Íslandi.
Ég man nú alveg eftir því þegar erlendir sérfræðingar voru að vara okkur við, stjórnvöld kölluðu það öfund og fóru svo í leiðangur um allan heim til að auka tiltrú heimsins á íslenska fjármálafyrirbærinu.
G.Brown les áreiðanlega síðuna mína og hér kemur ráð til hans : Hlustaðu !
Alþjóðabankinn og AGS úreltir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)