Jæja

í miðri örkumlun vegna flensunnar kom reikningurinn.

Reikninginn fyrir Grámann í Garðshorni sem er atvinnubifreið hans hátignar eigandans að kellingunni hérna.

Málið var að Grámann þjáðist af aukahljóðum og var grunaður um að vera með bilaða upphengju. Grámann fór til læknisins og þar var þetta staðfest og skipt um téða upphengju. Þá brá svo við að hávaðinn í Grámanni jókst til mikilla muna. Þá var skipt um legu, brakfóðringu og eitthvað meira drasl öðru megin af aftan. Enn skældi Grámann og bar sig illa.

Þá tók við klór í haus og við rannsókn á drifinu kom í ljós að þar voru allar legur á síðustu snúningunum.

Úr með það og nýtt í.

Þá fékk annar verkstæðiskallinn pest og vinnan tók helmingi lengri tíma. (ég benti verkstæðisköllum á úrlausn þess í heimsókn í gær, ferðaklósett væri málið þegar maður fengi skitu og væri ómissandi í vinnunni)

Nú Eyjólfur hresstist og nú komst skriður á málið. Bílskömmin fór enn í heimsókn og í ljós kom að upphengjan, þessi nýja, átti bara alls ekkert heima í Grámanni. Það var sett ný og þá steinhætti hann að kvarta.

en öllum bremsudiskum, upphengjum, drifinnihaldi, brakfóðringum og afturhjólalegum seinna kom reikningurinn

Maðurinn minn ákvað að tilkynna mér upphæðina símleiðis, þegar hann var búinn að fullvissa sig um að ég lægi lasin og kyrr í sófanum..

S. 433.000

R.*þögn*

S.*ræskj*

R. *með ískulda í röddinni* Hann hefði betur farið í pressuna !

Og með það fór ég að leggja mig, mér var ískalt. Mér er enn ískalt og ég held að ég leggi mig aftur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, ekki beint það sem maður þarf í miðri kreppu. Getið þið ekki fengið að borga þetta smám saman? Varla þurfið þið að punga út fyrir þessu 1, 2 og 3.

Samúðarkveðjur vegna Grámanns.

Helga Magnúsdóttir, 4.2.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úff..........

Hrönn Sigurðardóttir, 4.2.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 4.2.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Ragnheiður

Ég var búin að safna smá upp í eldhúsinnréttingu, ég get farið með það og svo get ég kannski skipt hinu á kreditkortið.

*dæs*

Ragnheiður , 4.2.2009 kl. 20:24

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, Úff.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.2.2009 kl. 20:27

6 identicon

Úff, ekki beint ánægjulegt samtal á milli hjóna. Geturðu ekki skipt þessu á léttgreiðslur en geymt aurana fyrir innréttingunni áfram.

Það er aldrei að vita nema ég biðji þig um að prjóna eina á mig í Tínu litum, þá ber ekki eins á hundahárunum í peysunni

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:35

7 Smámynd: Einar Indriðason

úffffff, púfffffff....

Ekki aaaaalveg það sem mar þarf á að halda......

Einar Indriðason, 5.2.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband