Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þá er komið að því

þessi tilkynning sem átti að koma 13 febrúar en tókst ekki að framkvæma fyrr en snemma í morgun. Nei Jenný, ég er ekki á leið í framboð. Ég er kona, hugsa með hjartanu nema ég vandi mig og nenni ekki í pólitík.

Ég er hætt að reykja.

Þetta er s.s. dagur eitt


Það gengur ekkert upp hjá íslendingum

Vetrarhátíð sett og það brestur á með sumri og fuglasöng.

Síldarvertíð sett með látum, lá við að síldarnar syntu sjálfar um borð en nei, síldarnar allar með frunsu.

Bankarnir blésust út og sprungu

Ísland á hryðjuverkalista

 

Nú er að hefjast loðnuvertíð, hvað gerist þá ?


mbl.is Vetrarhátíð sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós

Ég horfði á það í kvöld, eins og flest kvöld.

Umfjöllunin var um unga manninn sem blandaðist inn í Pólstjörnumálið, sá sem var í Færeyjum. Eftir áhorfið var ég meira og minna klumsa, ekki hélt ég að svona væri farið að í dómsmálum hjá vinum okkar færeyingum.

Á þessum pilti tel ég hafa verið framið réttarbrot.

Verst að hann situr líklegast uppi með dóminn. Því miður.

 


Þið sem eruð með flensu

og langar til að halda sambandi við hana eftir að ykkur batnar, þið getið sent henni bréf á heimilisfangið mitt. Ég skal lesa fyrir hana.

En að öllu gamni slepptu þá held ég að flensan sé flutt inn hjá mér, endanlega. Þetta er ekkert að lagast og þó, hóstinn er að minnka.

Ég hef líka hóstað á mig herðakistil. Ég fékk mikinn hálsríg fljótlega þegar flensan skellti mér. Ég gat ekki snúið hausnum og bara asnaleg. Svo var ég að kvarta við Steinar (þið skiljið núna afhverju hann býr í vinnunni LOL ) og strauk yfir öxlina og þá var stór kúla á öxlinni. Ég botna nú ekki í þessu.

En þetta hlýtur að lagast, einhverntímann.

 

 

Hætt að pæla í þessu, fer að snýta mér


Ja hérna

Frændi ætlar í pólitík, nú fylgist frænka gamla með af áhuga.

Knús á þig strákur og þína alla.


mbl.is Býður sig fram fyrir VG í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægur tími til að hugsa þessa dagana

Meira hvað þetta flensudót ætlar að vera leiðinlegt.

Í gær smellti ég mér inn á blogg sem snerist um trúarumræður hjá konu sem var bloggvinur minn hér áður, eftir að Himmi dó þá fjarlægði ég marga bloggvini og sérlega þá sem voru með blogg sem kröfðust einbeitningar og notkunar heilans, það var mitt svar við þokunni sem umlauk mig. Ég smellti því á bloggvináttu við hana aftur í gær og mér til gleði þá samþykkti hún mig strax aftur. Ég er hrifin af fólki sem ekki er móðgunargjarnt hehe.

 

Svo í lokin smá hunda/katta saga

Keli settist á Rómeó hér í sófanum í gær. Það kom mótmæla MJÁ og undan hundsrassi skreið móðgaður köttur. Sat svolitla stund fyrir aftan Kela, geðvondur á svipinn. Svo ákvað hann bara að leggjast aftur við rassinn á þessum bjána sem settist ofan á hann.

Lappi hefur það alls ekki nógu gott. Hann hleypur mikið á húsgögnin og í gær þegar hann spratt upp að gá hvað Keli væri að tala um þá hljóp hann á skáp hér í stofunni. Þegar ég fór að gefa honum meðalið í gærkvöldi þá sá ég að hann var eitthvað skringilegur í framan. Hann leyfði mér að skoða og þá er hann, ræfillinn, með stóra kúlu ofan við augað og skurð. Hann virðist ekki ná að átta sig á því að hann sér ekki.

Ég er hrædd um að við þurfum að hugsa betur málið hvað skal gera við hann og með eingöngu hans hagsmuni í huga, ekki okkar.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

 


ég er sorgmædd

enda er baráttu minnar kæru bloggvinkonu lokið. Guðrún Jóna hefur látið í minni pokann. Hún kenndi mér afar mikið í sinni erfiðu baráttu, kjarkurinn og hugrekkið báru hana lengri vegalengdir en búast hefði mátt við.

Margoft þegar ég stóð hér, sár og lömuð af sorg, þá birtist hún, eins og ljós á síðunni minni. Stappaði í mig kjark og hugrekki, hún átti nefnilega nóg fyir sig og gaf gefið af sér. Við ætluðum að hittast, við gerum það síðar.

Það sem skein líka í gegn hjá henni annað en kjarkurinn óbilandi var þessi stóra ást sem hún hafði á börnunum sínum. Ég man enn hversu mikið ég skemmti mér þegar Kata sneri á mömmu sína og birtist óvænt í vetur. Þá var mín glöð.

Aðstandendur þessarar miklu persónu hafa minningarnar um afar yndislega og stórbrotna konu.

Blessuð veri minning hennar

Samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu til Haffa og Kötu og annarra aðstandenda Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur.

Kross


Okkar framtíð ?

ég er alltaf að skilja betur og betur hvernig AGS (IMF) virkar. Hann setur löndin í þumalskrúfur og þau eiga að bregðast við eins og samningurinn segir til um. Það hefur verið talað um að allsstaðar þar sem AGS hefur komið að málum þá séu viðkomandi lönd rjúkandi rústir á eftir.

Við erum hér æpandi á torgum, berjandi í potta og pönnur. Spurningin er sú ; skiptir það í raun máli ? Ekki misskilja, ég er hreykin af búsáhaldabyltingunni en spurningin kemur einfaldlega upp í hugann vegna þess að ég er farin að hallast að því að það sé skítsama hver er í stjórn á Íslandi.

VIÐ RÁÐUM ENGU !!!!!!!!!!!!!


mbl.is IMF lán Úkraínu í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollusta er dyggð

og flokkshollusta hefur verið talin dyggð fram að þessu. Við höfum oft lent í klípu sem þjóð en aldrei eins og nú. Núna þarf fólk að fara að hugsa í mun stærri hringjum en það hefur áður gert. Það má ekki gerast hjá nokkrum einasta kosningabærum manni að hann merki bara við af hollustunni einni saman.

Hver maður má merkja við það sem honum sýnist, ég skipti mér ekki af því. En ég geri einfaldlega þá kröfu til minnar þjóðar að nú hugleiði hún málið af alvöru. Því næst merkir viðkomandi við þá aðila sem hann treystir best til að koma okkur lifandi úr klípunni.

Sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar.

  1. draga úr öllum rekstri erlendis
  2. lækka launagreiðslur hjá hinu opinbera, byrja ofan frá
  3. fara nákvæmlega yfir rekstur allra stofnana

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Líkurnar á að ég lifi kreppuna af minnka með hverju axarskaftinu sem ég fæ í hausinn. Nýjasta plottið er frá skattinum, ég þarf að borga 200.000+ fyrir mistök hjá endurskoðandanum mínum fyrir tekjuárið 2008. S H I T.

Ég (lesist Steinar) fer með þetta í endurskoðandann á eftir og sé til hvort hann getur leyst eitthvað úr þessu en miðað við orðalag bréfsins frá skattinum þá er ég ekki vongóð.

Bara þessi fjárhagsaukaáföll sem ég hef orðið fyrir í janúar eru jafngildi þess að ég þurfi að prjóna og selja 60 lopapeysur. Vá..

Nýjasta dæmið á prjónunum eru para-peysur. Tvær eins, ein á kallinn og önnur á konuna. Voða flott. Ég á eftir að gera eina og þá koma myndir af þeim.

Hundar og köttur eru ágætir saman. Í gær kom Siggi með tíkina sína og kötturinn er ekki hrifinn af henni. Hann stillti sér þá bara upp milli "sinna" hunda og gerði sig breiðan. Hann greinilega gerði alveg ráð fyrir að þeir gættu hans.

Mér er enn ekki bötnuð flensan og núna er ég í ógeðslega gírnum, æj þið vitið..hárið í flækju og ég bara með flensulykt ...bjakk


hugleiðing á sunnudegi

Það er algerlega merkilegt hvað manni tekst að tengjast ákveðnum aðilum sterkum böndum hérna inni. Sumar hef ég hitt og þær eru alveg í sérflokki. Aðrar hef ég aldrei hitt en taugarnar til þeirra eru samt afar sterkar.

Ein þessara bloggvinkenna minna þarf á styrk að halda.

Sjá nánar hennar síðu

Hérna fór ég í skápinn hans Hilmars og náði í kertastjaka sem mér var gefinn stuttu eftir að hann lést. Í hann setti ég kerti og kveikti á því fyrir hana vinkonu mína.

Candlelight-497144

Hugur minn er hjá henni og börnunum hennar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband