Gömul mistök endurtekin

Þegar Björn var lítill þá var hann áberandi rólegur og góður snáði. Hann er enn rólegur og góður en alls ekki lítill. Móðir hans endurtók í kvöld gömul mistök.

Þegar hann var lítill þá gleymdi ég honum í innkaupakerru í búð. Það var ekki fyrr en Solla hnippti í mig í bílnum og sagði : Mamma, en Bjössi ? að fyrirmyndarforeldrið áttaði sig og rauk inn og sótti snáðann sem sat hinn þægasti í kerrunni.

Í kvöld hringdi Björn í mig í vinnuna og bað mig um að sækja sig þegar ég væri á heimleið. Við Steinar vorum næstum komin heim þegar ég áttaði mig á raunveruleikanum........

Ooops I did it again

og við snerum við í ofboði og sóttum Bjössa. Á bakaleið meðgekk maðurinn minn að hann hefði verið að spá í að setja mig úr bílnum við Hrafnistu í Hafnarfirði (við snerum við hjá þeim afleggjara) en Björn taldi öll tormerki á að skilja móðurvesalinginn eftir þar og benti á notagildi téðrar móður í deild eldamennsku og hreingerninga.

Ó boj, ég er fegin að ég á þó inni það mörg prik hjá syninum að ég slapp við elliheimilið að þessu sinni.

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, heppin varstu, Björninn elskar þig greinilega þrátt fyrir gleymsku ofl.   Þú verður að strjúka Steinari réttsælis svo hann fyrir gefi þér.  Knús á ykkur elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já takk Ásdís mín, ég slapp með skrekkinn þarna.

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ahhhhhh........ óheppnir voru þeir á Hrafnistu núna.  Þeir hefðu haft svakalega gaman af að fá þig inn.  En það þarf víst að nota þig í eldhúsinu heima ..  ... a.m.k. fram yfir páska.  *dæs*

  Skemmtileg færsla.

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:41

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

hehe gleðilega páska elsku vina

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 24.3.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég eldaði páskalambið heima hjá mömmu í kvöld, þannig að ég náttúrlega hefði tekið undir 'Dassssið' ...

Steingrímur Helgason, 24.3.2008 kl. 00:47

6 Smámynd: Brattur

... þetta minnir mig á sögu af konu sem ég þekkti... hún átti mann og hjá þeim bjó nokkuð fullorðinn sonur... þau þvældust mikið um á bíl um landið... einu sinni fóru þau til Þingvalla og röltu um í góðu veðri. Héldu svo ferð sinni áfram í sumarbústað sem þau áttu á Þingvöllum, en úpps... feðgarnir gleymdu konu greyinu á Þingvöllum... 

...það var orðið frekar hvasst í henni þegar karlarnir mættu, heldur lúpulegir að sækja hann löngu seinna...

Brattur, 24.3.2008 kl. 00:54

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef oft þurft að telja börnin til þess að öll sem ég fór með, komi með heim  Ég man samt ekki eftir því að gleyma barni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.3.2008 kl. 01:06

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:08

9 Smámynd: Helga skjol

Frábær færsla hjá þér,eins og alltaf.

knús á þig 

Helga skjol, 24.3.2008 kl. 11:03

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heppin ertu Britney hvað Heimsljósið þitt er umburðarlyndur Bangsi

Hrönn Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 11:27

11 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já ýmislegt fyrirgefur Björn...sem betur fer.

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 11:30

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fékkst þú meilið frá mér Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 11:36

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Gott að þú mundir eftir honum áður en þú sofnaðir!

Hafðu það nú gott í dag, Ragnheiður.

Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 11:36

14 Smámynd: Ragnheiður

Já Katla mín, ég fór að kíkja í pósthólfið mitt. Kærar þakkir.

Já segðu Sigrún, ég mundi þó eftir honum fyrir rest hehe

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 11:38

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er matarástin Ragga mín sem liðið hefur á manni.  Ef ekki væri fyrir hana værum löngu komnar í spennitreyju.

páskar

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 11:52

16 identicon

Björnin er yndislegur

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 12:04

17 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

minnir mig á mitt eigið húsband.....hann man ekki alltaf hvort hann er að koma eða fara og hver er með í för.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:35

18 Smámynd: Hugarfluga

Hehehe, frábær færsla!

Hugarfluga, 24.3.2008 kl. 14:06

19 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj Bjössinn minn....ég er alveg sammála þér að Björn er rólegur og hefur alltaf verið mér datt bara eitt í hug til að bæta við þetta eins og hann sagði svo oft þegar hann var lítill þegar hann vildi eitthvað líka.....íííggggaaa..... en það vantar bara hans bassa tóní þetta....knús á ykkur Kveðja Heiður.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.3.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband