Fallegt og kalt

snjór í garðinum og voffar búnir að fara út að skoða svo hverja löpp í forundran. Þefa af jörðinni og horfa á hvorn annan hissa á þessu. Þeir eru hundar, eiga að vera smá sambandslausir. Við mannfólkið erum samt heldur verri. Við þurfum að muna að setja vetrardekk undir og oftast eru þau ekki komin á sinn stað áður en hálkan skellur á. Ég rak nú augun í það um daginn að ég er með áminningu um vetrardekk á Glitnisdagatalinu mínu. Fjúkk...ég hefði ekki fattað það öðruvísi. Margir aka á illa búnum bílum allan veturinn, sumir vegna blankheita en aðrir vegna þess að einn veturinn þá komust þeir upp með það, enn aðrir vegna þess að þeir telja sína hæfileika til að aka bifreið svo magnaða að það skákar algerlega náttúruöflunum. Hverjir eru svo það sem tefja fyrir umferðinni þegar hálka og snjór eru allsráðandi ? Það eru líklega ofantaldir snillingar...

Við Björn eyddum morgninum í nokkuð merkilegt. Hann sýndi mér mynd sem mikið er rifist um þetta dagana. Það datt nú úr mér nafnið hennar...****geist (zeitgeist?) jæja það breytir engu þó ég muni það ekki. Hann minnir mig á það þegar hann vaknar aftur. Hún er í raun ádeila á trúarbrögð og sýnir merkingu stjörnufræði inn í öllum trúarbrögðum, nokkuð merkileg. Björn er ekki fermdur, hann vildi það ekki á sínum tíma. Mér varð ekki mikið um, hann var sonur minn nr 2 sem ekki fermdist. Hjalti vildi ekki heldur fermast enda hefði það varla verið hægt að hreinsa hann upp nógu lengi til að það gengi snurðulaust. Hann var ótrúlega erfiður á þeim tíma,blessaður. Það er svo merkilegt að aðilinn sem maður elskar hverfur á bakvið fíkilinn, á bakvið sjúkdóminn. Það er andstyggilega erfitt að bíða þess og sjá aðeins glitta í ástvininn sinn góða í öllu þessu ljóta. Fíkn er hræðilega viðbjóðslegur sjúkdómur...ég sit hérna með hroll endurminninganna. En það góða við þann sjúkdóm er að hann getur verið viðráðanlegur, það sanna allar sigursögur fíklanna og alkanna. Lengi hef ég þjáðst að barnslegri gleði þegar ég finn sigursögur annarra, mín hugsun er sú ; fyrst þessi gat þá getur Hjalli minn !  Það hefur verið mikill kross að bera að horfa á hann glíma við þessa fíkn. Þetta eru nú orðin 8 ára barátta. En baráttan með Hjalta var ekki sú eina sem háð var á sama tíma en það er efni í aðra færslu.

Afhverju ætli maður borði sífellt það sem maður á ekki að borða ? Pæling dagsins...og að sjálfsögðu upphugsuð áðan á viðeigandi stað.

Ég gæti líka skrifað langan pistil um NL og leigubílastæðin í Kringlunni. Nenni ekki að gera það a.m.k. í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum finnst mér eins og hjörtu okkar snertist, okkar foreldra sem höfum gegnið í gegnum það sama.  Ég gjörþekki aðstæðurnar, hugsunina og angistina, reiðina og bara allann pakkann.  Og þá er eins og sál mín snerti sál þess sem þannig talar.  Og ég finn að ég er ekki ein í þessu.  Finn að það eru aðrir sem eru í sömu sporum og þurfa að upplifa það sama og ég.  Á þeirri stundu er ég  þakklát fyrir netið og fjölmiðlana.  Ég lifið svo mörg ár í þögninni þar sem enginn sagði neitt.  Þetta hefur breyst svo mikið.  Og þörfin er stór að finna að maður er ekki einn, þó auðvitað maður óski ekki neinum að vera í þessum sporum.  En ég lít líka á það sem reynslu, sem hefur gert mit að umburðarlyndari og skilningsríkari manneskju.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir pistilinn elsku Ragga. Margt er mannanna bölið. Einhvernvegin lufsast maður í gegnum þetta en suma daga langar mann að slökkva á öllum símum og læsa út og draga fyrir. Stundum hef ég látið það eftir mér og farið með sjálfa mig í svona nokkurskonar heilun, mér líður alltaf betur eftirá.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2007 kl. 12:40

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er bara svo óendanlega þakklát fyrir að stelpurnar mínar fóru ekki í þennan pakka.  Það eru svo margar hætturnar og freistingarnar.  En í staðinn hrundi mamman alla leið.  Það virðist engin fjölskylda sleppa við fíknisjúkdóma, þannig að öll erum við þjáningarsystkini.

Á eina fermda dóttur af þremur.  Sú fermda sagði mér beint út að hún hefði fermst af praktískum ástæðum.  Úje

Íslendingar eru alltaf jafn hissa á fyrsta snjónum.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir pistilinn Ragga mín, við erum komin á vetrardekkin.
Aðstaða ykkar við kringluna er til skammar að mínu mati.
Sko  94-95 þurfti ég að aka til vinnu ofan úr Breiðholti niður á Hverfisgötu 105, og ef ég hef einhvern tímann verið arfa-vitlaus í umferðinni  þá var það þá, þessir snillingar voru þvers og kruss
og skildu bara ekkert í þessu, það kom fyrir að maður var 45mín.
niður eftir og takið eftir þetta var sko 94-95. ekki nærri því eins mikil trafík og í dag. Eitt annað sem ég þoli ekki, það eru bílstjórar sem hægja á sér á grænu ljósi þá á sko umferðin að ganga eins og smurð.
Bíddu nú hæg, borða það sem ekki má, er það eitthvað ofan á brauð???

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.10.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband