Ekkert að gerast

og þó...þetta er nú afmælisdagur hennar Hjördísar minnar. Takk fyrir allar kveðjurnar til okkar mæðgna.

Stóra systir mín, endalaust uppáhald, skrifaði svo magnaða færslu hjá sér í dag að ég er meira og minna búin að vera orðlaus. Ég sé hana þarna og mömmu en á ekki gott að skilja sjálfa mig enda svo lítil þegar sagan er akkurat þarna. Færslan hennar Siggu

Maðurinn minn er prakkari. Hann þurfti að skilja Bonzó eftir á verkstæðinu. Hann á vonda konu sem gleymdi að hún ætti að sækja hann og þá varð að ráða fram út því. Hann hringdi í vinnufélaga sinn sem býr hér nálægt. ,,Geturðu sótt mig, á Goldfinger ? spurði hann einlægur vin sinn. Það kom löng þögn í símann og hinn spurði í fáti,, hvað ! ertu kominn þangað !!! Verkstæðið er beint á móti.

Önnur saga af kallinum kemur hér fyrst ég er byrjuð á þessu. Um tíma voru leigubílarnir okkar staðsettir fyrir framan Goldfinger. Menn fóru þar inn til að "fá sér kaffi" og dvaldist oft nokkuð lengi. Það má vera að kaffibollarnir hafi verið svona rosalega stórir ? Minn maður sat þarna stundum og vildi ekki fara inn á búlluna . Til að bjarga eigin skinni þá sagði hann við kallana að hann mætti ekki fara þarna inn fyrir mér. Það var náttlega fjarri lagi en ég lét gott heita. Eitt kvöldið er rólegt að gera, svo rólegt að minn karl er farinn að iða í bílnum. Hann kann lögreglusamþykkt utanbókar og veit að ekki má pissa á hús. Í vandræðum sínum fer hann inn á staðinn til að pissa. Hann hefur örugglega haldið fyrir bæði augun á leið á klóið. Hann er varla horfinn inn þegar hringt er í mig. Annar vinnufélagi sem var þarna sagði alveg með öndina í hálsinum,, ha ha hann Steinar fór inn á Goldfinger !!!! . Hann hefur þurft að pissa segi ég hin rólegasta. Örvæntingin í rödd hins leyndi sér ekki...já en hann má ekki fara þarna inn !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Æ

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2007 kl. 21:19

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Færslan hennar Siggu er alveg ofboðslega góð.  Varstu bara 5 merkur Ragnheiður.... svona stór persóna ?  Það er ótrúlegt ! 

Anna Einarsdóttir, 30.10.2007 kl. 21:53

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Sniðugt og svo mikið var færslan hennar systur þinnar falleg þrátt fyrir hve erfitt var hjá foreldrum ykkar þá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2007 kl. 22:16

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sammála um færsluna hennar Siggu, hún er mjög góð.

Þú hefur sloppið vel frá því að vera  fyrirburi. Því miður slapp stjúp-barnabarn sonar míns ekki svona vel, hún fæddist 2 mánuðum fyrir tímann, átti að fæðast í janúar, en fæddist í nóvember, verður 1 árs núna 2. Hún er spastísk og kemur til með að verða andlega þroskaheft, hvers mikið verður víst bara að koma í ljós með aldrinum. En þessi litla stelpa er ofboðslega fallegt barn, það er svo mikil fegurð í kringum og yfir henni, mikil heiðríkja, sem erfitt er að lýsa.

Hvaða, hvað, gat kallinn ekki bara pissað í flösku?... Hehe...

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2007 kl. 22:25

5 Smámynd: Ragnheiður

Mamma sagði oft að ég hefði verið tæpar 5 merkur og lítið stækkað. Ég slapp nokkuð vel. Eina sem má rekja til þessa er lungnaveiki sem hefur fylgt mér alla tíð en annars bara góð.

Takk elskurnar

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 22:29

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Já,nauðsyn brýtur prinsip ef þörf krefur.

Falleg þessi færsla systur þinnar,já,svona var víst ástandið í þá daga,kolakynding og ekki mjög hlýtt.

Magnús Paul Korntop, 30.10.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband