Leitar á hugann

Það er auðvitað margt sem leitar á hugann og stundum þarf ekki mikið til að ýta við manni. Um daginn birti kunningjakona mín mynd af syni sínum litlum, sá sonur er líka látinn eins og sonur minn. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég hef verið að skoða myndirnar af Himma litlum, ég hef horft hissa og ögn ráðþrota á þær. Mér hefur stundum verið óskiljanlegt að hann sé ekki lengur lífs. Ég horfi á lítið barn sem á að hafa framtíðina fyrir sér. Það var eins gott að ég vissi ekki þá að lífið hans næði ekki 22 árum og yrði svona erfitt á margan hátt, samt svo gefandi fyrir okkur hin og skemmtilegt oft að umgangast hann. Hann var mjög skemmtilegur og orðheppinn oft. 

Ég hef horft á jafnaaldra hans eignast börn, gifta sig og halda áfram þessa hefðbundnu leið í lífinu. Stundum er það erfitt - þetta eru lífsviðburðir sem hann mun ekki taka þátt í, hann tekur ekki þátt í neinu framar. 

 

Hugsunin um hann lifir með mér alla tíð. Þannig finnst mér hann vera með mér alla daga.

 

Umræðan um sjálfsvíg hefur tekið við sér og nú eru ýmsar leiðir í boði til stuðnings eftirlifendum. Hugarafl og Pieta Ísland eru þar fremst í flokki. Ennfremur hafa verið í Breiðholtskirkju ágætir stuðningsfundir og líka í Fella og Hólakirkju. Enn finnst mér þó vanta áfallahjálp fyrir aðstandendur. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskyldurnar og vinina. Það þekkja bara þeir sem upplifa.

 

Rómeó kisustrákur var felldur í vor sem leið. Hans er saknað. Hann var orðinn mjög gigtveikur og örugglega eitthvað meira að. Hann var farinn að pissa undir þegar hann svaf og leið bara orðið verulega illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband