Jæja

með góðri aðstoð frá kerfisbloggurum hér þá hef ég fengið leiðbeiningar hvernig ég átti að loka fyrir þessi innankerfisskilaboð. Ég er búin að smella á nokkra bloggvini til baka en þið smellið bara á mig ef ég er lengi.

Ég er ekkert skárri en aðrir í þjóðfélaginu, utan við mig þessa dagana.

Nú er ég hinsvegar bjargföst á þeirri skoðun að við eigum að sparka í norðurendann á Bretum...oj oj oj.

Geirharði heillaði mig heldur ekki í fréttum stöðvar 2 þegar hann hvíslaði að ráðuneytisstjóranum einhver komment um Helga Seljan (eitthvað um að Helgi væri bæði fífl og dóni)

Hey ég veit. Við förum bara í fegurðarsamkeppni við Breta. Ekki getum við farið í stríð, við hérna vopnlausu illarnir sem eigum ekkert voðalegra en skærin í eldhúsinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sláum Bretunum út í fegurð "anytime"...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.10.2008 kl. 19:33

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Ragnheiður

Jóhanna með heimboð og Birna mín samþykkt inn um hæl.

Já það er einmitt málið Jóhanna, við sláum þeim við þar..ekki málið

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj hvað ég er fegin að fá þig til baka

Hrönn Sigurðardóttir, 9.10.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hæ. Skildi ekkert í því af hverju ég var að fá boð um bloggvináttu frá þér sem ert einn af mínum elstu og uppáhaldsbloggvinum. Svo las ég nokkrar færslur aftur á bak og komst að hinu rétta. Er rosalega roggin að vera ein af þessum útvöldu.

Helga Magnúsdóttir, 9.10.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Helga mín, þú fylgist ekki með  Velkomin til baka

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 20:49

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

norðurenda hahaha er það þá í hausinn? Ég get byrjað á mínum Breta

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2008 kl. 21:05

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sniðugt að það sé hægt að loka fyrir þau, sko skilaboðin.

Velkomin til baka rússlan mín.

Hvar varstu í dag?  Ég beið spennt eftir heimsókn sem mér skildist að ætti að vera vikuleg.

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 21:16

9 Smámynd: Ragnheiður

Jóna það er í rassinn á Bretum, shit ég mundi ekki eftir þínum hehehe...geturðu lánað okkur hann til að sparka í hann ? Bara sko, það er betra að þurfa ekki að fara til Bretlands, við eigum að spara sko

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Ragnheiður

Jennsla mín, það dettur alltaf út ein vika. Þá skýst ég af vaktinni ...kem næsta fimmtudag.

Ragnheiður , 9.10.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband