Færsluflokkur: Bloggar
Ágæt ábending
3.10.2008 | 13:45
enda þarf hvorki að vera ungur, veikur né gamall til að standa hreint ekki á sama um þennan darraðardans sem upp er kominn.
Ég er farin að skilja hvernig nærbuxurnar mínar hafa það í þeytivindunni
Alveg er flott að horfa út í garðinn minn, hvít blæja yfir öllu og uppúr stingst grænt gras..
![]() |
Hvetja til aðgátar í umræðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Skringilegt kvöld
3.10.2008 | 00:49
sat í rólegheitum í vinnunni þegar það fór að snjóa. Ég var að hlusta á forsætisráðherrann sem minnti mig helst á fornleifafræðing, endalaust að horfa til baka en ekki fram á veg. Það sló mig illa. Mér fannst hann vera óáreiðanlegur. Þorgerður Katrín hjólaði snyrtilega í Davíð Oddsson og spurning hvað verður úr því.
Svo fór að snjóa og um leið varð allt gersamlega brjálað að gera í vinnunni, ég hef sjaldan verið fegnari að sjá næturvaktina mæta en í kvöld en þá var nokkuð eftir að gera áður en ég kæmist heim. Aksturinn heim var eftir og ég er ferleg hálkuskræfa fyrst á haustin. Ég á afmæli eftir rétt aðeins rúmelga tvær vikur og ég er aldrei sátt við að sjá snjó fyrir afmælið mitt. Ég læddist heim á Krílmundi og hann skilaði gömlu sinni heim. Ég var að vísu með húsbóndann á heimilinu á gamla bílnum á eftir mér þannig að ég hefði seint orðið úti.
Fólk sýndi okkur kærkomna þolinmæði í kvöld og varð oft á tíðum að bíða lengi eftir sínum bílum en allt tókst þetta svona fyrir rest. Næturvaktin hryllti sig þegar hann sá glóandi línurnar og fékk þegar við mætingu einhverjar tíu óafgreiddar pantanir til að fást við.
Ég leit aðeins inn á bloggið og tók nærri mér fréttir frá kærri bloggvinkonu. Ég vona að hún fái styrk til að standa af sér þessa raun. Hún er að vísu jaxl en stundum fær maður nóg af áföllum og mér fannst hennar skammtur löngu kominn.
Ég fór í Laugarneskirkju í dag og naut kyrrðarstundarinnar sem aldrei fyrr, í skugga hörmulegs efnahagsástands og fyrirsjáanlegra erfiðleika í vetur.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kuldafærsla (myndband í stíl)
1.10.2008 | 13:05
ég sit í sófanum heima og mér er kalt.
Fólk þarf ekki að eiga sparifé til að vera með hroll.
Það eru flestir með lán og margir eru með erlend lán, þau svínhækka núna.
Í vetur munu margir missa ofan af sér. Ætlum við hin að tækla það eins og umræðan hefur verið um stjórnendur Glitnis, stjórnendur í fyrirtækjum Jóns Ásgeirs, með því að segja : Þeim var nær !
Okkur vantar umburðarlyndi í kerfið.
Við getum ekki setið með hendur í skauti og hlakkað yfir óförum annarra.
Það er svo sjúk hugsun og hittir okkur sjálf fyrir.
Ég er ekki með erlend lán. En hækkun íbúðarlánanna minna er að éta upp þá hreinu eign sem ég átti hér í mínu húsi. Það er ekki alveg komið þangað en ég sé alveg hvert það er að fara.
Það eru uppsagnir um allt.
Fólk er að lenda í hvínandi vandræðum.
Það er sorglegt.
Flest þekkjum við drauma Tevye
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Í dag hef
30.9.2008 | 17:06
ég gert álíka lítið og í gær og ég er bara ánægð með það. Ég hef ekki einusinni lesið blöðin ! Stundum er ég föst í vanafestunni og líður þá eins og rollu fastri í girðingardræsu (geri ég ráð fyrir) nú eða þá blindum froski að elta haustlitina..hehe.
Ég hef samt farið bæði í Bónus og Fjarðarkaup. Það er eitthvað vesen á Bónus, mitt kaffi fæst bara ekki þar ! Náði mér í það í FK, ásamt fiski og dótaríi í kvöldmatinn. Með var dreginn Björn.
Núna er ég á leið í eldhúsið. Birni var troðið í það verk að þrífa ofninn og hann gerði það. Enda ekki hægt að sleppa úr greipum mömmu sem yfir manni stóð.
Mér finnst oft betra að fara ein að versla, þá kaupi ég bara það sem ég þarf að kaupa. Einhvernveginn læðist allur fj með í körfuna þegar húsbóndinn kemur líka með í búðir. Kallanginn minn, svo mikill ljúflingur og heimsmeistaragóður.
Launþeginn minn virðist bara ágætlega ánægður í vinnunni og er bara hinn mesti dugnaðarforkur, ég hafði sko ekki áhyggjur af systur. Hún er seig og hún er bæði dugleg og klár. (Sigga, leggðu bara umsamda upphæð inn hjá mér )
Ég er glöð í hjarta og hef það alveg fínt. Það líða öðruhvoru yfir skuggar en þeir setjast ekki að hjá mér. Þeim er ekki leyft það. Ég hef margt til að gleðjast yfir, ég hef líka margt til að vera sorgmædd yfir en þá er það mitt frjálsa val. Ég nota það óspart.
Við megum búast við erfiðum fjármálavetri, nú þegar verður erfitt fyrir fólk að greiða af erlendum lánum. Fleiri fyrirtæki og eignarhaldsfélög munu verða í erfiðleikum. Þetta er hinn íslenski veruleiki. Það þarf að þola það. Ég hef ákveðið að vera ekki með áhyggjur af þessari stöðu mála. Ég mun samt fylgjast með þróuninni eins og flestir aðrir gera.
Farið vel með ykkur
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Dagurinn í dag
29.9.2008 | 23:01
hefur farið í ekki neitt. Ég er í fríi og ætlaði auðvitað að gera helling. Já já ég sat með skelfingasvip yfir fréttamiðlunum, græddi hausverk og lagði mig. Og þar lá ég frameftir öllum degi, mér hefur enn ekki tekist að taka til meðan ég sef. Það er auðvitað galli.
Galli á gjöf Njarðar ? Ég bara þekki engan Njörð þannig að þetta hugtak á ekki við á síðu hins opinbera.
Kvöldmaturinn var étinn yfir meltingartruflandi fréttum af heimskreppu, Íslandskreppu og hlutabréfa falli. Svo er maður hissa á að maður nenni engu.
Þvoði af einni skáphurð og þurrkaði af bekkjunum jeyj.
Nú er næst á dagskrá að skríða upp í rúm með Guðríði (nei nei hún býr ekki á Skaganum) og sjá hvort hún sé að komast heim aftur sú gamla.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Jæja
29.9.2008 | 09:48
Nei nei það er ekkert að, svona fundir eru venjulegir hjá okkur þó þið fréttamenn vitið ekkert um það , hreytti Geir út úr sér í kvöldfréttum í gær eða fyrradag. Svo tók hann sig til og hékk á fundi með köllunum alveg fram í nóttina og hérna kemur svo niðurstaðan.
Einn af þremur stórum bönkum er farinn í raun á hausinn, ríkið bjargar honum svona.
Nei nei það er EKKERT að.
Það urgar alveg í mér. Hann gat alveg sagt að þeir væru að leysa eitthvað mál en hann þarf alls ekki að ganga ljúgandi fram fyrir alþjóð.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Treysti manninum ekki
29.9.2008 | 09:33
þó hann segi að allir seðlabankastjórar í stjórnarráði á fundi séu daglegt brauð, ég get orðið ekki treyst orði sem hann segir. Nú mun ég eyða deginum í að refresha moggasíðuna, vísir og rúv til að sjá um leið þegar fréttir af þessum gjörning koma inn. Það er eitthvað verið að bralla ! Það er hinsvegar vont fyrir mig persónulega að vera með forsætisráðherra sem ég treysti ekki fyrir horn.
Hvað haldið þið að sé í gangi ? Eitthvað voða plott ?
Ég er auðvitað í sömu stöðu og svo margir, hækkun lánanna étur hægt upp það sem ég átti í mínu húsi. Ég þarf að spyrna við fótum svo skuldirnar verði ekki meiri en húsverðið leyfir. Ég er þó samt í þeirri stöðu að þetta er amk ekki enn vandamál.
Í dag á ég frí, skuldlaust og notalegt frí. Líka á morgun og hinn daginn. Það er frábært !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð helgi að baki
28.9.2008 | 20:52
Með engri afslöppun en mikilli vinnu, heilmiklum lestri og allskonar skemmtilegheitum.
Þessa helgi hitti ég marga ættingja hehe. Hilmar Reyni, mömmu hans og pabba, Siggu systur og auðvitað góða Pattann minn og Sigga Atla tvisvar.
Sigga færði mér bók um daginn, reisubók Guðríðar sem er auðvitað saga Tyrkja Guddu. Ég byrjaði að lesa með hálfum huga en bókin er algerleg heillandi. Leiftrandi skemmtilegur texti og áhrifarík saga. Steinunn Jóhannesdóttir skrifar þessa bók.
Það hefur verið mikil umræða um einelti að undanförnu. Núna í sunnudagsmogganum er grein um einelti og þar er skráð saga ungs manns sem nærri var orðinn fjöldamorðingi af sársaukanum sem eineltið olli honum. Ég sýndi Patta mínum þetta sem þurfti að þola skelfilegt einelti í skóla, kom heim og blóðið lagaði úr honum. Honum leið skelfilega í þessum skóla. Skólinn ónýtur að bregðast við og sárindin eru svo sannarlega til staðar. Ég sýndi honum þetta svo hann sæi að þessa reynslu hefur hann ekki einn- það eru ótrúlega margir sárir vegna slíkrar framkomu í skóla og þar á meðal ég. Mér var strítt heil ósköp á hárinu, öllunum krullunum. Stelpurnar sögðu að það væri lýsnar sem flæktu hárið svona. Svo var mér auðvitað strítt á að ég vildi ekki vera með í neinu með þeim í skólanum en það kom af sjálfu sér vegna þess að þær voru leiðinlegar við mig.
Þessum kafla hef ég þó lokað og þetta gerði mig bara sterkari ef eitthvað er. Því er samt ekki að heilsa með börn mín, þau eru með ör eftir ónærgætnar athugasemdir, einelti og einhvern annan vibba síðan úr æsku.
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨verð að þjóta..meira síðar
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja
27.9.2008 | 17:47
Það er ekki banalega, það er LETI. Allt öðruvísi veiki og auðlæknanleg, maður þarf bara að nenna því.
Það er allt í lagi með mig þó ég sé svolítið klumsa. Patti minn er hérna og ég ætla að fara að njóta þess að hafa hann -þennan góða strák !
Hasta la vista eða eitthvað
Leiter !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Já já
26.9.2008 | 23:11
Ausum bara aurunum út í eitthvað svona ...það er alveg ágætt !!
Andskotans forgangsröðunin alltaf !!
![]() |
Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)