Færsluflokkur: Bloggar

Jæja

Upp er runninn konudagur.

Viltu blóm ? sagði minn elskulegi kall þegar hann ók mér heim undir morgun.

Nei nei ég vil bara knús sagði ég grútsyfjuð.

Þegar ég vaknaði þá stóð glaðlegur kall í eldhúsinu og bauð upp á knús.

Hann sagði ásakandi ; þú fékkst ekki knúsið!

Helgin hefur farið í þetta, endalausa vinnu og mikið að gera. Törnin byrjaði á fimmtudaginn og lauk í morgun, ég er fegin.

Við settum á bollur áðan og fengum okkur svoleiðis. Ég er farin að færa þennan bolludag yfir á sunnudaginn.

Við löbbuðum í gær með hundana og fundum 4 flöskur, við löbbuðum sömu leið í dag og fundum fimm flöskur hehe. Þær vaxa þarna bara.

Ég hafði nokkrar áhyggjur af kertasíðunni hans Himma, einhverra hluta vegna og fól Tiger vini mínum að passa hana fyrir mig. Tiger er hlýjastur allra og sá vel um sitt hlutverk. Mér þykir voða vænt um kertasíðuna og á erfitt með að sjá af henni. Hún var stofnuð í ágúst 07 og lifir enn með aðstoð ykkar, minna kæru lesenda.

Nú er ég farin að gera eitthvað...


Fór í fýlu!

Skýring hér :

Lopapeysur ófáanlegar í landinu

Lopapeysur ófáanlegar í landinu

Handprjónaðar lopapeysur eru ófáanlegar hjá helstu framleiðendum landsins. Lítil endurnýjun í greininni og mikil söluaukning meðal ferðamanna skýrir skortinn.

Kona í Hveragerði komst að raun um þetta þegar hún ætlaði að kaupa lopapeysur til að selja í nýrri búð sem hún hyggst opna á næstunni. Hún hefur leitað víða en hvergi fást peysur. Á vegum Handprjónasambands Íslands prjóna vel á annað hundrað konur hundruð peysa á mánuði en það dugir ekki til.

Bryndís Eiríksdóttir framkvæmdastjóri sambandsins bendir á að gríðarleg söluaukning hafi orðið meðal ferðamanna. En að minnsta kosti 8500 peysur voru keyptar frá september í fyrra til janúar á þessu ári í þeim búðum sem selja eingöngu ullarvörur.

Langt yfir tíu þúsund peysur hafa þá líklega selst síðan í haust. Bryndís segir að konur í eldri kantinum sjái að mestu um framboð og endurnýjun í greininni sé ekki mikil, fólk sinni lítið prjónaskap nú til dags.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

enn reyklaus og hef það fínt. Á á lager nokkrar peysur og það má hafa samband í emailum


Hraðfærsla

og kærar þakkir fyrir hvatninguna í síðustu færslu.

Sko, ég fór á árshátíð í gær, þá leiðinlegustu ever og nenni ekki að blogga um hryllinginn.

Ég er enn alveg reyklaus og þetta gengur alveg ljómandi.....

Knús á línuna og takk fyrir peppið - það hjálpar helling.

Ég hef samt ákveðið að blasta því hérna inn ef ég klikka, ég lofa.


Þá er komið að því

þessi tilkynning sem átti að koma 13 febrúar en tókst ekki að framkvæma fyrr en snemma í morgun. Nei Jenný, ég er ekki á leið í framboð. Ég er kona, hugsa með hjartanu nema ég vandi mig og nenni ekki í pólitík.

Ég er hætt að reykja.

Þetta er s.s. dagur eitt


Það gengur ekkert upp hjá íslendingum

Vetrarhátíð sett og það brestur á með sumri og fuglasöng.

Síldarvertíð sett með látum, lá við að síldarnar syntu sjálfar um borð en nei, síldarnar allar með frunsu.

Bankarnir blésust út og sprungu

Ísland á hryðjuverkalista

 

Nú er að hefjast loðnuvertíð, hvað gerist þá ?


mbl.is Vetrarhátíð sett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós

Ég horfði á það í kvöld, eins og flest kvöld.

Umfjöllunin var um unga manninn sem blandaðist inn í Pólstjörnumálið, sá sem var í Færeyjum. Eftir áhorfið var ég meira og minna klumsa, ekki hélt ég að svona væri farið að í dómsmálum hjá vinum okkar færeyingum.

Á þessum pilti tel ég hafa verið framið réttarbrot.

Verst að hann situr líklegast uppi með dóminn. Því miður.

 


Þið sem eruð með flensu

og langar til að halda sambandi við hana eftir að ykkur batnar, þið getið sent henni bréf á heimilisfangið mitt. Ég skal lesa fyrir hana.

En að öllu gamni slepptu þá held ég að flensan sé flutt inn hjá mér, endanlega. Þetta er ekkert að lagast og þó, hóstinn er að minnka.

Ég hef líka hóstað á mig herðakistil. Ég fékk mikinn hálsríg fljótlega þegar flensan skellti mér. Ég gat ekki snúið hausnum og bara asnaleg. Svo var ég að kvarta við Steinar (þið skiljið núna afhverju hann býr í vinnunni LOL ) og strauk yfir öxlina og þá var stór kúla á öxlinni. Ég botna nú ekki í þessu.

En þetta hlýtur að lagast, einhverntímann.

 

 

Hætt að pæla í þessu, fer að snýta mér


Ja hérna

Frændi ætlar í pólitík, nú fylgist frænka gamla með af áhuga.

Knús á þig strákur og þína alla.


mbl.is Býður sig fram fyrir VG í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægur tími til að hugsa þessa dagana

Meira hvað þetta flensudót ætlar að vera leiðinlegt.

Í gær smellti ég mér inn á blogg sem snerist um trúarumræður hjá konu sem var bloggvinur minn hér áður, eftir að Himmi dó þá fjarlægði ég marga bloggvini og sérlega þá sem voru með blogg sem kröfðust einbeitningar og notkunar heilans, það var mitt svar við þokunni sem umlauk mig. Ég smellti því á bloggvináttu við hana aftur í gær og mér til gleði þá samþykkti hún mig strax aftur. Ég er hrifin af fólki sem ekki er móðgunargjarnt hehe.

 

Svo í lokin smá hunda/katta saga

Keli settist á Rómeó hér í sófanum í gær. Það kom mótmæla MJÁ og undan hundsrassi skreið móðgaður köttur. Sat svolitla stund fyrir aftan Kela, geðvondur á svipinn. Svo ákvað hann bara að leggjast aftur við rassinn á þessum bjána sem settist ofan á hann.

Lappi hefur það alls ekki nógu gott. Hann hleypur mikið á húsgögnin og í gær þegar hann spratt upp að gá hvað Keli væri að tala um þá hljóp hann á skáp hér í stofunni. Þegar ég fór að gefa honum meðalið í gærkvöldi þá sá ég að hann var eitthvað skringilegur í framan. Hann leyfði mér að skoða og þá er hann, ræfillinn, með stóra kúlu ofan við augað og skurð. Hann virðist ekki ná að átta sig á því að hann sér ekki.

Ég er hrædd um að við þurfum að hugsa betur málið hvað skal gera við hann og með eingöngu hans hagsmuni í huga, ekki okkar.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

 


ég er sorgmædd

enda er baráttu minnar kæru bloggvinkonu lokið. Guðrún Jóna hefur látið í minni pokann. Hún kenndi mér afar mikið í sinni erfiðu baráttu, kjarkurinn og hugrekkið báru hana lengri vegalengdir en búast hefði mátt við.

Margoft þegar ég stóð hér, sár og lömuð af sorg, þá birtist hún, eins og ljós á síðunni minni. Stappaði í mig kjark og hugrekki, hún átti nefnilega nóg fyir sig og gaf gefið af sér. Við ætluðum að hittast, við gerum það síðar.

Það sem skein líka í gegn hjá henni annað en kjarkurinn óbilandi var þessi stóra ást sem hún hafði á börnunum sínum. Ég man enn hversu mikið ég skemmti mér þegar Kata sneri á mömmu sína og birtist óvænt í vetur. Þá var mín glöð.

Aðstandendur þessarar miklu persónu hafa minningarnar um afar yndislega og stórbrotna konu.

Blessuð veri minning hennar

Samúðarkveðjur frá mér og minni fjölskyldu til Haffa og Kötu og annarra aðstandenda Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur.

Kross


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband