Færsluflokkur: Bloggar

Iss

bara klaufaskapurinn í umferðinni

Steinar þvoði fyrir mig bílinn í dag og ég fór upp á höfða til að sækja hann. Gljáandi glampandi hreinar og mig hlakkaði til að fara að vinna á honum.

En í Ártúnsbrekku hékk ógæfan. Bilaður bíll úti í kanti, sterk sól og menn hægðu mikið á sér. Ég hægði á mér líka og leit í spegilinn, enginn  bíll á eftir mér, ég í góðum málum. En þá kom mikið högg og hávaði og Bonzó hentist áfram. Ég leit aftur í spegilinn og sá húdd, stórt húdd ...Risastórt húdd. Aftan á mig hafði ekið stór RAM pickup, líklega svona þriggja tonna bíll.

Ég fékk mikið högg og hnakkinn á mér slóst í höfuðpúðann, ég sá stjörnur, sólir og blys og varð alveg skelfilega flökurt. Steinar mætti á staðinn, sem betur fer, og löggan og svo einhver tryggingabíll sem sá um myndatökur og skýrslugerð. Svo fórum við, á slysó. Þar hékk ég í 3 tíma og slapp heim með lyfseðil og þann úrskurð að ég væri tognuð í hálsi.

Hér hangi ég

Bíll fer á verkstæði á morgun og ég reyni að setja inn myndir á morgun af áverkum bíls. Ég veit ekki hvort ég verð til nokkurs gagns við að prjóna ....gott að peysan hennar Biddu var farin til síns heima.

Hérna eiga að vera lagaður linkur, held ég...það þarf nokkuð þungt högg til að skemma sterkan benz svona


5 mars 2009

peysur í mars 001

Hérna kemur ein sem ég var að prjóna, ég set fleiri myndir í lopapeysualbúmið.

Ég hef lítið verið hér og verð það áfram eitthvað. Þið farið vel með ykkur elskurnar á meðan.

Auður mín, þú hefur kannski aðeins auga með uppáhaldssíðunni minni.

Knús í sólina


Ég las bók

sem ég fékk á bókamarkaði í Perlunni.

Bókin er um Wati (Sri) og skrifuð af Ragnhildi Sverrisdóttur. Þessi bók kom út fyrir jólin og ég ætlaði alltaf að eignast hana. En málið er að bækur voru of dýr munaður þessi jólin...takk pabbi fyrir að gefa okkur bók :=).

En aftur að Sri...

Þessi bók vekur upp margar tilfinningar, reiði er ein þeirra, samkennd og samúð með henni og börnum hennar, aðdáun á dugnaði hennar en það sem ég átti ekki von á að finna innra með mér var þakklæti, þakklæti til bókarhöfundar að segja söguna hennar Sri. Hennar hlið varð að heyrast.

Bókin er frábærlega vel skrifuð og alger snilld að blanda þjóðarspegilsbrotum inn í textann. Það tengir hann svo vel sínum samtíma.

Takk Ragnhildur.

Þessi bók verður vísast lengi í huga mér og örlög þessarar fallegu konu frá Indónesíu.


Febrúar að verða búinn

og mér er alveg skelfilega kalt! Það er eitthvað bilað í ofnunum segir Steinar.

Talandi um Steinar...mér finnst hann alveg óheyrilega skemmtilegur..

Í dag fórum við upp í Álafoss að kaupa lopa.

Á leiðinni fer Álafossbíllinn framúr okkur

Steinar segir ; hann er að spana uppeftir með lopa handa þér gamla mín

Hann kallar mig þetta síðan fréttin kom í rúv um að lopapeysur væru bara prjónaðar af eldri konum.

En áfram með Álafossferðina....

við komum uppeftir og ég tíni til það sem ég ætla að kaupa ..bið Steinar að fara fram í afgreiðsluna og fá hvítan plötulopa..

Hann kemur glottandi til baka og segir að lopinn sé á leiðinni, hann sé nefnilega í bílnum...

Við biðum í smástund og þá kom bíllinn með fullan bíl af allskonar lopa.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég er byrjuð á peysu fyrir hana Biddu og á nokkrar peysur sem ég á eftir að þvo og mynda. Þetta kemur inn seinna.

Ég man ekki meira....

Takk fyrir innlegg hér að neðan


Hundameðal

það er ekkert í fréttum nema þá það að Lappi fékk nýjan lyfseðil í dag. Hann tekur lyf vegna óvirks skjaldkirtils.

Síðast fékk hann 100 töflur og þær kostuðu rétt rúmlega 1000 kall. Ok ekkert óyfirstíganlegt að eiga hvutta sem þarf alla æfi að vera á lyfjum.

Í dag sótti ég sömu lyf , fékk helmingi meira magn og borgaði rúmar 4000 krónur fyrir 200 töflur.

 


Hlustað í gegnum heiftina

og það var sko ekki einfalt mál. Mér hefur tekist á undanförnum mánuðum að ávinna mér mikið óþol gagnvart Davíð Oddssyni og mörgum, mörgum fleirum.

Í kvöld kom D.O. í Kastljósið til Sigmars.

Margt athyglisvert kom fram þegar mér tókst að hlusta í gegnum heiftina og reiðina. Mig grunaði að stórfelldir fjármagnsflutningar hefðu orðið til þess að á okkur var skellt hryðjuverkalögum. Davíð studdi það. Það er langt síðan ég orðaði það hér á blogginu.

Davíð kom mér fyrir sjónir sem reiður maður, særður og ögn bitur. Hann náði að ýfa á mér fjaðrirnar þegar hann greip til hrokans. Ég þoli hvorki hann né Geir Haarde þegar þeir taka upp þennan helvítis hroka, útúrsnúninga og sjálfsupphafningu.

Þið með Davíðsóþolið, hlustið aftur á manninn og hlustið í gegnum heiftina.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér komu "bræður" í mat. Siggi kom með Hjalta og Anítu með sér í baunasúpu og svo kom bollukvöld þegar pláss var orðið í mögunum. Hjalti hefur svo góða nærveru, mér finnst frábært að umgangast hann. Aníta er kyrfilega hluti af okkur hérna og er frábær persóna, yndisleg stúlka. Ég er heppin með þau. Hjalti labbaði með mér með þennan blinda. Þegar við komum til baka þá heilsaði Lappi Hjalta með virktum í forstofunni. Hafði greinilega ekkert áttað sig á að hann var með alla leiðina. En við Hjalti spjölluðum saman þegar rokið leyfði. Ég sagði honum frá draumi, í grunn sá sami og áður, hann kannaðist við slíkan draum og skildi pirring minn yfir þessu. Það er þegar mig dreymir að Himmi sé lifandi, þetta hafi bara verið stór misskilningur. Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hversu sárt er að vakna eftir slíkan draum.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

verð að hætta..kisi truflar og ég er mest á feisbúkk


Nenni ekki svona súrum færslum

Skrapp með Lappa að labba, það er svona haltur að leiða blindan í orðsins fyllstu merkingu.

dýramyndir 001

Þessi elskar að liggja í sólinni

dýramyndir 009

Þessir vildu báðir vera hjá "pabba" og leystu það svona...stuttu síðar flúði þessi hugaði hundur.

dýramyndir 006

Þessi sæti kom í heimsókn og finnst amma eiga alveg rosalega skemmtilega ryksugu.

 


um nákvæmlega núna

er rifist í þinginu um fundarstjórn forseta..skora á ykkur að líta á þetta endemis rugl !! Það er kominn svo mikill kosningaskjálfti í þessa ömurlegu eiginhagsmunapotara...verstur auðvitað í bili Jón "flóttamaður" nýstrokinn frá frjálslyndum..ömurlegur náungi
mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýt ríkisstjórn

eða hvað ?

Svona gengur auðvitað ekki að hafa hlutina, til þess er ekki tími.

Andskotans stjórnmáladrasl...

 


Framsókn að renna á rassinn?

Þingfundur átti að hefjast klukkan 15.00 en var frestað til 16.30. Síðast þegar þetta gerðist þá var allt í veseni á þinginu. Stay tuned...

Annars var ég að druslast á lappir Blush ég vann frameftir á laugardagskvöldið og í gær horfði ég á Óskarsverðlaunaafhendinguna (vont orð að pikka inn!).

Ég hef ekkert gert í dag af viti nema tala við Öldu aðeins símleiðis..kíkja á mbl.is og inn á alþingi.  Ef ég nennti að standa upp þá gæti ég sett inn myndir sem eru í myndavélinni...en ég nenni ekki að standa upp.

Fylgist með þingi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband