Færsluflokkur: Bloggar

Snjall bíll

"Það óhapp varð á Óseyri á Akureyri í gærkvöldi, að maður bakkaði bíl sínum óvart á kyrrstæðan og mannlausan bíl. En við það hrökk sá í gang og hélt af stað aftur á bak út í óvissuna, þartil hann rakst á kerru og staðnæmdist.

Eigandi bílsins, sem var með lyklana af honum í vasanum, stóð álengdar og horfði á uppákomuna, án þess að hafa ráðrúm til að bregðast við. Engin skýring er á þessum dularfullu viðbrögðum bílsins, nema að hann hafi ætlað að forða sér undan frekari pústrum, en þetta er lífsreyndur 25 ára dísilbíll."

Ég hefði líka reynt að forða mér í hans sporum !


Árans vesen !!

ég sit hér með hárið í snarkrullum....og afhverju ætli það sé ? Jú ég var úti í rigningunni.......afhverju var ég úti í rigningunni ?

Ok here goes...

ég á fallegan grænan bíl, sem ég ræð menn í vinnu á um helgar. Það tók einn ungur ökumaður upp á því að aka í veg fyrir fallega græna bílinn minn áðan....núna á ég grænan klesstan bíl ! Minn var svo mikið skemmdur að hann varð að fara á palli burtu. Minn ökumaður var eitthvað hristur til-eða shaken not stired- ég röflaði í honum þar til hann samþykkti að fara á slysadeildina.

Þannig fór sá dagur...sem er bara búinn að vera slæmur í alla enda og kanta. Áreitið í vinnunni er að trufla mig....helling. Verð að þrauka það......æj shit bara.

Himmaljósin okkar fallegu og ljósin hennar litlu Þuríðar....hann fær ljós til að leiðbeina honum réttu leiðina til Himnaríkis og hún fær ljós með bæn um að henni batni. Það er nóg á þessa litlu telpu lagt...nú er komið meira en nóg. Svo má alveg setja ljós fyrir Gillí og Þórdísi Tinnu, þessar konur eru svo magnaðar og eiga svo margt eftir að gera.

Hey já svo eitt enn meðan ég man, eins og mér finnst gaman að fá email þá leiðist mér voðalega að fá svona raðpóst sem á að áframsenda eða bulla eitthvað með. Vinsamlega ekki senda mér krúttileg klístruð meil sem ég á að gera eitthvað vesen með....ég bara nenni þessu ekki *dæs*

 


Hver lak þessu í Spaugstofuna ??

Fjölskyldan skemmti sér vel á minn kostnað áðan. Spaugstofan sýndi kallinn gamla (Sigtrygg) með míní útgáfu af gamaldagssíma. Í ljósi símafærslunnar minnar áðan þá bilaðist allt hérna út hlátri....nú spyr ég eins og fávís kona. Hver hringdi í Spaugstofuna ?

Ohh mömmur

Smá saga af okkur Birni

 

Nýi síminn minn fraus.

mamma : ohh síminn minn er frosinn ! Angry

Björn : afhverju ertu að hrista hann ?!Woundering

Mamman : Öhhh Errm

Æj mamma þú ert svo gamaldags !

Ég henti símanum í Björn til viðgerðar og hann kvað upp úrskurð eftir 2 mínútur. Síminn ekki frosinn ,það kom bara á hann lyklaborðslæsingin.

Ætli ég geti ekki fengið síma á Árbæjarsafni sem hæfir mér betur ?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband