Færsluflokkur: Bloggar

AHA!

Þessu megum við auðvitað ekki missa af hér í blogginu. Það er nokkuð ljóst. Nú slæ ég Jens Guð við í skúbbinu.

Skúbbið er hérna.

 

En þið verðið auðvitað að kunna að lesa útlensku til að skilja þessa erlendu stórfrétt.


Lappi og Keli

eru með pottþétta fjarvistarsönnun. Það var köttur í heimsókn hjá þeim. Köttur hefur enga hagsmuni af því að sanna sakleysi hunda þannig að vitnisburður kisa hlýtur að vega þungt.

Lausir hundar eru hinsvegar ekki alveg spennandi kostur, ég á 2 bjána hérna með eyru á öðrum endanum og rófu á hinum. Þeir líta ekki út fyrir að vera friðsamir. Ég þoli þá samt vel, þekki þá en ég er hrædd við annarra manna hunda og sér í lagi lausa.

Kommon pípol...passa hvuttana og taka upp lummurnar.


mbl.is Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér líst að þetta

en skildi ekkert í þessu fyrst þegar ég sá bleika toppmerkið. Ég hef einmitt oft hugsað með mér að leigubílar á ferð um allt eru ágæt auglýsing en með ákveðnum annmörkum. Þeir keyra ekkert endilega allir eins og þeir eiga að gera og sumir bílanna eru ekki nógu vel þrifnir. Ég sjálf reyni að aka þannig að ég verði ekki mínum vinnustað til skammar en lendi stundum í að fólk lætur bitna á mér pirring sem hefur skapast af öðrum leigubílstjórum. Ég nota helst aldrei flautuna í bílnum mínum, man oftast ekkert hvar hún er. Ég sendi fólki heldur ekkert puttann þó það keyri í veg fyrir mig. Ég hugsa hinsvegar viðkomandi þegjandi þörfina enda á ég mínar hugsanir skuldlaust. Hehehe.

Minn karl er í skoðun eins og er. Það er samt ekkert alvarlegt að hrjá hann,ég sat hjá honum áðan og það var kominn á hann mikill prakkarasvipur sem sagði mér einfaldlega það að hann væri í góðu lagi bara. Honum leiðist hinsvegar að hanga þarna og var kominn á fremsta hlunn með að aftengja allt sem við hann hékk og stinga af með mér heim. Hann veit að ég er að elda kjöt í karrý hérna heima. Hann langar í það.


mbl.is Leigubílar skipta út gula litnum fyrir bleikan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af ökutækinu mínu

Keli 027Keli 028

Keli 029

Keli 031

Jæja hérna eru þær komnar myndirnar af Bonzó mínum. Hann hangir inni hjá þeim í krók og verður tekinn inn á verkstæði á miðvikudag,fimmtudag. Þá byrja þeir á að rífa hann til að sjá hversu víðtækar skemmdirnar eru. Það er allaveganna farinn vatnskassinn sem er þarna fyrir innan og kannski eitthvað meira. Þegar honum var ekið upp á pallinn á króksbílnum þá kvartaði hann og sýndi öll möguleg aðvörunarljós. Honum var sem sagt illt í hinu og þessu sagði hann.


sunnudagar

eru ekki uppáhaldsdagar hjá mér. Mér finnst þeir dálítið glataðir og myndi helst vilja sleppa þeim. Ekki þar fyrir, ég myndi vilja sleppa öllum dögum, enginn þeirra er merkilegur eða hefur neinn tilgang.

Fór að spá í með mömmuna sem gekk með barnabörnin. Jú ég hefði líklega gert þetta fyrir dæturnar mínar ef þær hefðu engan veginn getað gengið með sjálfar. Ég er ekki eins gömul og þessi kona þarna sem um ræðir. Ég er þó enn bara 44 ára.

Ég hef sjálf ekki persónulega reynslu af því að missa fóstur eða ganga illa á meðgöngu. Ég á eina systur og hún fékk sko sinn skerf af slíkum erfiðleikum. Hún er hetja og kraftajötunn. Það var ofsalega erfitt þegar hún gekk með börnin sín, skelfingin ætlaði að kæfa mann en ekkert þorði maður að segja við hana. Þegar loksins gekk að eignast strákgorminn hann Hauk uppáhaldsfrænda þá var mikil og sönn gleði. Þegar Pétur var á leiðinni þá var ég mun rólegri. Þá var búið að finna örugglega vandamálið og hægt að koma í veg fyrir fósturlátið.

Hún kannski skammar mig fyrir að vera að blaðra þetta

Góða nótt og Himmaljósin...Klúsi klús


Ekki að ræða það !!

Vildi bara koma þessu áleiðis til barnanna minna :-)  

  

  

Amma fæddi eigin barnabörn

mynd
Nýfædd barn í súrefniskassa. MYND/Getty Images

Fimmtíu og eins árs gömul brasilísk kona fæddi tvíbura sem eru hennar eigin barnabörn. Rosinete Serrao var staðgöngumóðir fyrir dóttur sína Claudiu Michelle sem getur ekki átt börn. Tvíburarnir, Antonio Bento og Vitor Gabriel, fæddust heilbrigðir og þurftu enga sérstaka læknisaðstoð. Þetta er fyrsta tilfellið í heiminum þar sem kona gengur með tvíbura sem eru barnabörn hennar.

Börnin eru þegar farin af spítalanum sem þeir fæddust á í Recife í norðausturhluta landsins. Tugir fréttamanna og ljósmyndara biðu fyrir utan sjúkrahúsið eftir að ná myndum af tvíburunum.

Rétt fyrir fæðinguna sagðist Rosinete ekki geta leynt spennu vegna fæðingarinnar og vonaðist til að allt færi vel. Eiginmaður hennar var fullur eftirvæntingar yfir því að verða bæði pabbi og afi á sama tíma.

Fjögur egg foreldranna Claudiu og Antonio de Brito frjóvguðust. Þeim var komið fyrir í legi móður Claudiu í janúar. Brasilísk lög leyfa einungis nánum ættingjum að verða staðgöngumæður. Claudia á enga systur og bað því móður sína. Þrátt fyrir áhættuna af því að fæða börn á hennar aldri hikaði Rosinete ekki.

Fæðingarlæknirinn sagði að um væri að ræða fyrsta tilfelli í heiminum þar sem kona gengi með tvíbura sem væru einnig barnabörn hennar. Fjölskyldan fagnaði því hversu vel gekk úr biðsal þar sem hún fylgdist með fæðingunni af skjá.


Smámunasemi

hefur verið að hrjá mig í morgun. Ég skil nú ekki í sjálfri mér og ætlast svo bláköld til þess að Steinar greyið skilji eitthvað í mér. Týpísk kona...

Stundum hugsa ég með hjartanu en ekki heilanum. Eins og konur vita þá er stór munur á þessu tvennu.

Í morgun bjástraði ég við að setja inn heilmikinn lestur um að einhver hefði hringt í mig í nóttinni. Jú ,gott og vel. Það stendur skýrum stöfum á símanum mínum í formi MISSED CALLS. Hvurn fjandann var ég að pirra mig á þessu ? Það er ekki eins og maðurinn HAFI vakið mig,steinsofandi með hljóðlausan símann !!

Þetta var klárlega merki um hreinræktað nöldur.

Ragnheiður þér eruð asni !!


Erill vinur Jennýar

hefur verið víðförull um helgina. Þarna er m.a. fjallað um mjög drukkinn ökumann. Við að lesa þetta þá rifjaðist upp fyrir mér nokkuð sem ég varð vitni að fyrir mörgum árum. Ég ók á eftir bifreið sem þvældist milli akreina og kanta, nokkuð greinilega ekki alveg í lagi með ástand þess ökumanns. Farþegi í mínum bíl hringdi í lögregluna og við vorum vinsamlega beðin að fylgja þessum bíl eftir þar til lögreglan kom. Það gerðum við góðfúslega og námum staðar þegar löggan var búin að króa hann af. Lögreglan gekk að bifreiðinni, nokkuð valdsmannslega og opnaði hurðina hjá ökumanni. Þá gerðist það sem ég hef ekki séð fyrr né síðan. Maðurinn datt út úr bílnum ...lögreglumaðurinn átti í mesta basli með að springa ekki úr hlátri og aðfarirnar við að veiða kallinn uppúr götunni voru sérdeilis kostulegar.

En það á ekki að aka drukkinn,dópaður eða lyfjaður. Fólk hefur ekki leyfi til að spila svoleiðis með líf annarra í umferðinni.


mbl.is Mikill erill hjá lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugasaga

Dularfllur eldsvoði á Draugabarnum

mynd
Ekki er vitað af hverju kviknaði í stólnum á Draugabarnum. MYND/Getty Images

Klukkan fimm í nótt kviknaði í stól á Draugabarnum á Stokkseyri. Stóllinn var á svölum hússins þegar kviknaði í honum. Engar skýringar eru á því af hverju hann varð alelda, en staðurinn lokaði tveimur klukkustundum áður en kviknaði í.

Lögreglumenn sem voru í útkalli við höfnina tóku eftir reyk frá svölunum og könnuðu málið. Engar frekari skemmdir urðu á staðnum, en stóllinn er ónýtur

Fréttin er af www.visir.is


Valur vann !!

Valur þvælist fyrir mér og mínum alla daga núna. Valur blandaðist líka inn í áreksturinn í gær.....hmmm.....

Ég í hálfgerðu bloggbindindi og mun líklega blogga bara um tóman óþarfa á næstunni. Fyrir þessu er ákveðin ástæða og hún verður ekki gefin upp.

Fékk kæra systur í heimsókn áðan og sætan systurson, það var notalegt. Hér var líka kominn Fjólmundur (Hjalti) -það var gaman að hitta hann. Björn hvarf að heiman áðan...svakalega smart í tauinu og með sólgleraugu....duduruddu....kvennafar ? Hm kona spyr sig....

Var nú eitthvað að reyna að panta tengdadóttur um daginn...það virkaði heldur illa. Það var bara horft á mig, yfir gleraugun, og mér bent á að því nennti hann ekki !! Þrátt fyrir 3ju gráðu yfirheyrslu þá tókst mér ekki að fá haldbæra skýringu á því máli. Hann hefur bara einu sinni átt kærustu..og það fjaraði bara hægt út á sínum tíma..

Himmaljósin fallegu og ljósin hennar Þuríðar litlu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband