Árans vesen !!

ég sit hér með hárið í snarkrullum....og afhverju ætli það sé ? Jú ég var úti í rigningunni.......afhverju var ég úti í rigningunni ?

Ok here goes...

ég á fallegan grænan bíl, sem ég ræð menn í vinnu á um helgar. Það tók einn ungur ökumaður upp á því að aka í veg fyrir fallega græna bílinn minn áðan....núna á ég grænan klesstan bíl ! Minn var svo mikið skemmdur að hann varð að fara á palli burtu. Minn ökumaður var eitthvað hristur til-eða shaken not stired- ég röflaði í honum þar til hann samþykkti að fara á slysadeildina.

Þannig fór sá dagur...sem er bara búinn að vera slæmur í alla enda og kanta. Áreitið í vinnunni er að trufla mig....helling. Verð að þrauka það......æj shit bara.

Himmaljósin okkar fallegu og ljósin hennar litlu Þuríðar....hann fær ljós til að leiðbeina honum réttu leiðina til Himnaríkis og hún fær ljós með bæn um að henni batni. Það er nóg á þessa litlu telpu lagt...nú er komið meira en nóg. Svo má alveg setja ljós fyrir Gillí og Þórdísi Tinnu, þessar konur eru svo magnaðar og eiga svo margt eftir að gera.

Hey já svo eitt enn meðan ég man, eins og mér finnst gaman að fá email þá leiðist mér voðalega að fá svona raðpóst sem á að áframsenda eða bulla eitthvað með. Vinsamlega ekki senda mér krúttileg klístruð meil sem ég á að gera eitthvað vesen með....ég bara nenni þessu ekki *dæs*

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Hæ Ragga,nsn-ið mitt er kraftakall@gmail.com

Magnús Paul Korntop, 28.9.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: kidda

ÆÆ, leiðinlegt með bílinn. Vona að það fari vel

Leitt að heyra að dagurinn hafi verið erfiður

Knús og klús

kidda, 28.9.2007 kl. 23:11

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fúll dagur ... vona að morgundagurinn verði milljón sinnum betri, elsku Ragga mín. Góða nótt og sofðu rétt, hetjan mín. 

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 23:15

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, þetta átti nú að vera sofðu RÓTT!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.9.2007 kl. 23:16

5 Smámynd: Ragnheiður

Hehehehe Gurrí mín góð. Fer með hallamál í rúmið hehe

Ragnheiður , 28.9.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já sofðu rétt kona, ekkert skádæmi hér.  Lofa að senda ekki raðpóst.  Leiðinlegt með bílinn, en gott að maðurinn slasaðist ekki alvarlega.  Nóg er nú samt.  Góða nótt

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 00:05

7 Smámynd: Solla

Hæhæ mamma, er Bonsó mikið slasaður??? En var harkarinn í rétti???

Solla forvitin, en reyndu nú að sofa vel og við skulum vona svo innilega að morgundagurinn verði betri við þig.

Klús og kossar úr Njarðvíkinni.

Solla, 29.9.2007 kl. 01:44

8 Smámynd: Ragnheiður

Bonzó er mikið slasaður, greyið. Svo skældi hann bara af hræðslu á pallinum á dráttarbílnum  . En hann var í rétti. Þessi dagur byrjaði ekki gæfulega -segi þét það seina skvís

Ragnheiður , 29.9.2007 kl. 07:42

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Æj leitt að heyra með bílinn, en fyrir öllu að enginn slasaðist 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.9.2007 kl. 09:43

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek sko undir þetta með krúttumeilin, þoli þau ekki, slít allar keðjur án miskunnar og skoða ekki myndirnar af sætu kettlingunum eða krökkunum sem verið er að senda. Sumir hafa bara meiri tíma en aðrir ... heheheheh! 

Guðríður Haraldsdóttir, 29.9.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband