Færsluflokkur: Bloggar

Aukahundur -vinna og tölvuaðstoð

Við verðum með aukahund um helgina. Hún Líf ömmustelpa ætlar að vera hérna meðan pabbinn hennar skreppur frá um helgina. Hún er ekki óvön að koma hér þannig að þetta verður ekkert mál. Hérna eru strákarnir kúlulausir þannig að ekkert svoleiðis verður í boði. No doggy porn hehe W00t

Líf hans Sigga vill koma inn

Hérna er hún að spá í afhverju hún er lokuð úti !

Helgin mun annars fara í vinnu, heilmikla vinnu með mislöngum hléum. Ég veit ekki alveg hvort mér tekst að vera eitthvað á netinu um helgina en það kemur í ljós. Ég er sem betur fer eldfljót að pikka inn en talsvert lengi að hugsa...Undecided kannski aldurinn eða stjörnumerkið .

Ég held að hérna séu einhverjir vina Himma að lesa. Endilega sendið mér tölvupóst ef þið viljið deila skemmtilegum minningum um hann, ég birti ekki nema það megi.

Ein bloggvinkona mín er aðeins í fári með kerfið. Sjá komment við næstu færslu. Ef einhver hér treystir sér til að leiðbeina henni þá yrði ég þakklát. Ég er alls ekki svo tölvuklár sjálf...því miður. Það tók mig marga mánuði að ná að því að setja inn link og það var ekki fyrr en Keli kenndi mér það...takk Keli minnHeart

Hafið það gott elskurnar um helgina og munið að vera dugleg við ljósasíðurnar mínar sem ég held svo uppá.

Ef ég er á msn og svara ekki þá er ég líklega upptekin, það er bannað að móðgast yfir svoleiðis Halo

 


Jæja

komin heim ...búin að taka Björn af stallinum og sé hann eins og hann er, ungur maður. Hann á eftir að gera vitleysur í lífinu en það breytir engu. Málið er hvernig maður leysir vitleysurnar sem maður gerir, það sýnir manns innri mann.

Þau eru öll yndisleg, krakkarnir mínir. Ég er glöð þegar vel gengur enda keppast systur nú við að segja mömmu einkunnirnar sínar úr skólaprófum...það er snilld.

Heyrði ekki í Hjalla í gær og var aðeins óróleg. Svo hringdi hann þessi ljúfi strákur og sagði: mér datt í hug að þú hefðir áhyggjur en hér er allt í besta lagi. Hann var nebblega að fá sér bíórásina og situr nú heillaður og horfir á sjónvarpið sitt.

Ég hef svolítið látið þau spjara sig sjálf. Stend í þeirri meiningu að mamman eigi ekki að vera að ryðjast ofan í allt en eigi samt að reyna að vera til staðar ef þess þarf með.

Oftast hefur mér fundist ég bregðast -gera vitlaust og bara ekki vera nærri eins gott foreldri og ég hefði viljað. En svo sé ég líka að ég get náttlega ekki brugðist við nema eins og ég geri, þetta er þó ég.

Krökkunum hef ég alltaf viljað það besta en stundum hafa aðstæður sett alvarlegt strik í góðar áætlanir.

Nú er ég að verða óskiljanlegur bullari en viti menn, þessi dagur er farinn og kemur ekki aftur. Næstu minnismerki verða sunnudagar fram að 19 október. Þá verða liðnir 2 mánuðir -óhugnanlega lengi að líða þessi tími en litið til baka þá er þetta eilífð.

Hundar fóru til dýró í dag. Ormalyf og Parvó, svo fékk Keli klóaklippingu við engar vinsældir. Það er glataðasta verk ever segir hann og ætlar að bilast úr hræðslu. Hann lifði þetta þó af með herkjum en er búinn að vera hundlasinn í allt kvöld. Gubbaði út um allt þannig að Bjössi var að gerast hreingerninga og hjúkrunarkona. Nú sefur Keli greyið hérna hjá mömmu sinni, alveg búinn á því. Lappa hinsvegar brá ekki við.

Nú býð ég góða nótt og minni á ljósin hjá okkar fólki. -------------------------------------> linkar þarna

Já svo er ég með link á nunnurnar hér í Hafnarfirði. Það er margt fallegt til sölu í klausturversluninni. Endilega skoðið vefinn, sérstaklega þið kertakonurnar.


Að gera kröfur

sem eru þess eðlis að kannski er ekki hægt að standa undir þeim er ekki mjög gáfulegt. Að þykjast svo vera í góðu sambandi við sitt fólk og sitja í miðri blekkingunni er jafnvitlaust. Ég hef oftar en ekki lagt kröfur og skyldur á herðar Bjössa sem eru meiri en á önnur börn mín. Ég hef haft hann sem minn trúnaðarvin og ætlast til þess bláköld af honum að hann geri ekkert sem brýtur í bága við mína ofurtrú á honum. Hann er að verða tvítugur og kelling móðir hans hefur bara ætlast til þess að hann reyki ekki, drekki ekki og noti ekki nein efni sem skekkt geta skynsemi hans. Án nokkurs tillits til hans aldurs og því sem aðrir ungir menn aðhafast þá hefur kelling haft hann í fílabeinsturni og neitað að sjá hvað hann er, hann er ungur maður sem á að lifa lífinu sínu án þess að mamma sé sífellt ofan í öllu.

Hann hefur horft á vegferð bræðra sinna. Hilmar endalaust í klandri vegna afbrota sinna. Hjalti í öðruvísi klandri vegna fíknar sinnar. Og hann tók þá einu ákvörðun sem hann gat. Hann fer sínu fram á bakvið mig til að forðast að særa móður sína sem hefur troðið honum gegn hans vilja upp á þennan voðalega stall.

Fyrirgefðu Bangsi minn, mamma skal reyna að leyfa þér að eiga lífið þitt í friði. Mundu bara að sama hvað gerist þá elska ég þig og það er enginn OFF takki til á því.

Lenti svo annars í óskemmtilegri reynslu en upplýsingar um það fást í gegnum msn. Birti ekkert nema mér finnist það eðlilegt.


Fyrir Jennýu

pipprjómaskeljarsirius konsum

og svo manstu bara að þú átt ekki að borða þetta !


Lyfið margumtalaða

Eins og nauðgun er skelfilegur glæpur þá má forðast að hengja bakara fyrir smið. Hér gekk um átak um að koma þessu lyfi af markaði vegna þess að talið var að nauðgarar nýttu það við ofbeldisverk sín. Ég hélt að þetta lyf skildist út úr líkamanum mun hraðar en kemur fram í grein landlæknis.

"Í erlendum vísindagreinum um þessi efni kemur fram að tiltölulega sjaldgæft sé að læknislyf séu notuð í þessum tilgangi. Flunitrazepam sker sig þar ekki úr, jafnvel í þeim tilvikum þar sem fórnarlömbin telja að svo kunni að hafa verið og sérstaklega er eftir því leitað í sýnum innan þess tíma sem það á að greinast, en eftir inntöku 1 mg af flunitrazepami má finna það í þvagi í 2 – 4 sólarhringa. Oftar en ekki reynist áfengisprósentan sjálf nægileg til þess að skýra minnisleysið, en kannabis er næstalgengast í þessum sýnum"

Leturbreyting mín.

Þarna hefur það verið rekið ofan í mig.

Svo var annað sem ég var að pæla í...ef minnið um atburðinn er ekkert, verða þá afleiðingar eins slæmar og við "hefðbundnar" nauðganir ?

Hvað haldið þið um það ? Það má vera að einhverjum finnist þetta asnalegar pælingar en þá það...

Hérna er slóð á grein landlæknis um málið.


Urg

þoli ekki gátur, get þær aldrei hehe.

Ráðið þið við þessa gátu hjá Valda ? Gátuskömmin

Þetta er örfærsla...er enn að spá í hvað ég á að gera við alla bloggvinina, ég næ ekki að lesa hjá öllum á hverjum degi. Er það ekki skandall ??


Ákvörðun komin

ég nenni ekki að vera í dramatískri fýlu. Enda yfir hverju ? Þeirri tilfinningu að standa ein eftir eins og asni yfir að vita ekki það sem ég mátti vita ef ég væri að fylgjast með ? Mér líður náttlega eins og sauði en það er nú eitthvað sem ég er vön. Ég er algjör sauður oftast nær.

Búin að eyða deginum í fundahöld í vinnunni minni, margt spennandi framundan í vetur.

Skottálfarnir mínir voru fegnir þegar ég kom heim. Þeir eru eins og mannabörn, urðu að sjá í töskuna mína og spyrja hvar ég hefði verið. Þegar við komum með innkaupapoka þá skoða þeir ofan í alla poka til að gá hvað við keyptum.

Það eru skemmtilegar hvolpamyndir hjá henni Huld (www.ringarinn.blog.is )

Munið svo öll ljós fyrir alla.


Upp komast afbrot um síðir

Bjarndýrsdruslan mín er nú alveg metfé. Hann er farinn að reykja...hrmpf......ekki smart múv.....Jæja það þýðir ekki um það að fást. Pabbi hans vissi um þetta hehe og sagði víst við Björn að honum væri óhætt að segja móður sinni þetta...mamman væri ekki þannig að hún yrði alveg biluð yfir þessu. Mér þótti nú nokkuð vænt um að hann myndi segja þetta :) takk Gísli.

Svo langar mig að biðja ykkur um að senda hlýjar hugsanir til hennar Gillíar og kveikja ljós fyrir hana. Þið eruð orðin alveg sérfræðingar í svona ljósum Wink Kertasíðan hennar er hérna. Ennfremur vil ég sýna ykkur slóðina á síðuna hennar (www.gislina.blog.is ) .


Svolítill skruddugangur á manni

en ég ætla að skrifa hérna smá pistil um það sem ég er glöð yfir. Ég er ekki nærri alltaf alveg niðurbrotin en það koma svona hviður af því líka. Úthaldið heldur ómerkilegt í mótlæti en samt er ég frægur harðjaxl Tounge.

Ég er ótrúlega glöð með ;

Hjördísi mína, hún er í skóla og gengur rosalega vel. Hún er líka flott og klár stelpa. Guttinn hennar, Patrekur Máni, er alger snillingur og ferlegt krútt. Hann minnir mig á Himma.

Sólrún mín, henni gengur orðið svo vel í lífinu. Hún er líka í skóla og gengur flott hjá henni. Hún á lítinn ömmumola, Vigni Blæ. Hann er yndislegur og ég hef afar gaman að honum, hann minnir mig stundum svo á móðurina þegar hún var sjálf á þessum aldri. Solla og Jón voru að kaupa íbúð og eiga von á barni í nóvember.

Hjalta minn og Anítu, þau verða ekki nefnd nema sem par. Þau eru búin að vera saman í mörg ár þó þau séu bara tvítug núna. Þau eru að standa sig svo ótrúlega vel og ég er svo stolt af þeim. Ég tel mig geta skilið að það sé ekki auðvelt að hrista af sér áralanga óreglu. Þau feta sig rólega áfram eftir mjóum vegi dyggðarinnar og við hvert fótmál ætlar mamma að standa og hvetja þau áfram.

Björninn minn, heimsljósið. Hann hefur verið stuðningur móður sinnar um árabil. Hann gleymdi sjálfur að taka út gelgjuna þess vegna og er svo frábær ungur maður. Það er nánast ekkert sem ég get ekki talað um við hann. Hann er sonur minn og hann er líka trúnaðarvinur minn. Hann var að spá í að fara til Danmerkur um áramót en fyrir bænastað mömmu þá ákvað hann að gera það ekki. Hann má fara seinna, mamma getur bara ekki misst hann burt langt eins og er.

Næst má svo sannarlega telja Steinar minn. Þegar við fórum að búa saman 1999 þá tók hann mér og þessum börnum sem sínum eigin. Hann hefur staðið með mér í gegnum allar raunir. Hann er kletturinn minn. Okkur hefur tekist í gegnum allt þetta bras að halda ástinni logandi og megum vart hvort af öðru sjá. Ekki skemmir vináttan sem við áttum í mörg ár áður fyrir. Líf án hans væri heldur vesældarlegt.

Með honum fylgdu krakkarnir hans, yndislegt fólk. Steinunn sem er blíðust og best og Siggi sem er hérna eins og ég eigi hann líka. Þau eru bæði afar vel gerðar manneskjur og mér þykir svo innilega vænt um þau.

Nú er náttlega sæti sjúklingurinn að trufla mig aðeins...hann er svo glaður með að vera kominn heim og fékk sér kjöt í karrý í hádegismat. Hann vissi að ég eldaði það í gær og svo lá hann eins og skata á spítalanum og fékk ekki neitt að borða. Honum fannst lítið varið í það.

Hann var settur í þrekpróf..svona eins og slökkviliðsmenn og hann stóðst það alveg. Það fannst ekkert athugavert við hann og helst er haldið nú að þetta hafi verið einhverskonar álagseinkenni. Það kæmi mér ekki á óvart. Álagið hér hefur verið ómannlegt síðan við misstum okkar dreng.

Eitt enn er ég afar þakklát fyrir. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann Himma. Hann var sannur gleðigjafi í okkar lífi þrátt fyrir allt og allt. Góðu stundirnar voru svo miklu fleiri en hinar og við eigum öll hafsjó af góðum minningum um hann.

Mamma og Himmi þvo hendurnar

Mamma, eridda bleina ? Nei nei sagði ég, bara volgt. Baja vott sagði hann og brosti. Hann gat vel sagt heitt en notaði þetta orð lengi framan af. Þegar honum fannst þetta allt of heitt þá sagði hann það vera bleinandi heitt.

Pabbi hans var með skegg. Hilmar sat í fangi hans og var að skoða framan í hann. Hann kroppaði í skeggið og spurði; pabbi errridda grrras ? Þá var svo mikil sina í garðinum. Himma fannst svipuð áferð á skegginu.

Löngu seinna. Mamma að vekja og strýkur vangann og talar hljóðlega til hans. Himmi minn,það passar að vakna núna. Umlll segir Himmi, það er svo gott þegar þú vekur mann. Maður brosir allaveganna fram að hádegi og svo breiddist út fallega brosið.

Muna svo fallegu ljósin hans Himma, þau gleðja okkur öll


margt bilað

í samfélaginu. Maggi er með fantagóða færslu í dag og óskar eftir skoðunum okkar hinna á henni. Færslan hans er hérna . Magnús er í hópi þeirra sem fylla hóp þeirra fötluðu, þeirra sem við hin teljum okkur eiga að sortéra frá vegna þess að þau eru kannski ekki alveg eins og skilgreining okkar um venjulega manneskju. Margt sem Maggi skrifar er bráðgott og hann hefur mörg skemmtileg áhugamál. Magnús minn Korntop, haltu áfram að skrifa og vera þú sjálfur. Ég er hreykin af að vera bloggvinur þinn.

Ég hef oft fjallað um það að lestur á bloggi fólks getur verið afskaplega fræðandi. Ég hef ekki velt neitt sérlega fyrir mér aðstæðum fólks með langveik börn. Einhverfa er til dæmis eitthvað sem ég hef ekki skilið né almennilega fattað hvað er. Þær stöllur www.jonaa.blog.is og www.hallarut.blog.is hafa opnað augu mín svo um munar. Sérstaklega sló pistill Höllu mig í gær, hún fjallar um "ráðagóðu" ættingjana sem sífellt benda foreldrinu á að gera svona eða hinsegin...þá sá ég samsvörunina í mitt líf. Það komu einmitt svona endalausar þreytandi ábendingar í kringum Himmann og ofvirknina hans. Það var jafnvel frá fólki sem þekkti hann ekki af neinu viti en það taldi sig samt vita betur en við, bæði foreldrapörin hans, sem vorum að reyna að aðstoða hann við sitt líf.

Ég vil líka minnast á bloggið hennar Jennýar, www.jenfo.blog.is . Hún er afar skemmtileg og góður penni. Íslenskan leikur á fingrum hennar svo unun er á að horfa.

Munið Himmaljósin fallegu


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband