Ekki jólaleg færsla

100_0985Dúfan alveg í maski en frosin saman enda var hún í sellófanpappír. Verst er að ég veit ekki hver kom með hana til hans.

 

 

 

 

 

 

 

 

100_0987Engillinn og vængirnir hans brotnir af.

 

Vonandi mun sá sem þetta gerði finna frið í sínu hjarta.

Þetta er það sorglegasta sem hægt er að gera.

Með kærum jólakveðjum langar mig að brýna fyrir fólki að kynna börnum sínum helgi grafanna, þrátt fyrir að ég trúi því að látnir hvíli ekki þar þá særir þetta afar illa aðstandendur hins látna.

Ég gat ekki séð neitt skemmt þarna nálægt en þið sem eigið leiði í nýjasta hluta kirkjugarðarins í Gufunesi ættuð kannski að líta við og skoða hjá ykkur hvort allt sé í lagi. Ég frétti hinsvegar af skemmdum í eldri hluta Gufunesgarðs.

Ef sá sem þetta gerði telur sig hafa átt eitthvað inni hjá Himma þá bendi ég vinsamlega viðkomandi á að Hilmar Már er kominn frá dómstólum mannanna og hefur áreiðanlega þurft að svara fyrir sitt hjá Guði í ágúst síðastliðnum.

Ég setti inn nýtt albúm sem heitir jólin 2007. Þar eru örfáar myndir síðan í gærkvöldi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó ó ó, ég fæ bara alveg kökk í hálsinn þegar ég les þessa færslu.  Ef eitthvað er allra heilagast þá eru það leiðin ástvina manns og að koma að þeim í þessu ástandi slær mann alveg út af laginu.  Það eru alveg örugglega ekki börn sem gera svona en viðkomandi hlýtur að eiga eitthvað verulega erfitt í sálinni. 

Mig langar að nota tækifærið og óska þér gleðilegra jóla og þakka þér sérstaklega fyrir bloggið sem ég hef fylgst reglulega með frá því í haust, þó svo ég sé ekkert sérlega dugleg að kvitta fyrir mig.  

Að finna sjálfan sig aftur og finna frið innra með sér eftir að missa barnið sitt gerist ekki á nokkrum vikum eða mánuðum og það er ekki heldur sjálfgefið að það gerist með jöfnum stíganda upp á við.  Niðursveiflur eru eðlilegar og óhjákvæmilegar annað slagið.  Þú ert marg oft búin að sýna það og sanna að þú ert ótrúlega dugleg og kjörkuð kona og ég vona að gæfan verði þér og fjölskyldu þinni hliðholl á komandi árum.

Jólaknús, Sigrún

Sigrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er hræðilegt, maður skilur ekki (kannski sem betur fer) fólk sem getur gert svona. Svona framkoma gerir sár í hjartað.

Elsku Ragnheiður, reyndu að jafna þig á þessu. Ekki leyfa þeim sem gerði þetta að særa þig. Þessir hlutir voru forgengilegir og hefðu eins getað skemmst af veðri og vindum, eyðilagst í frosti eða eitthvað fokið á þá. Það sem gaf þeim gildi var hugurinn sem sá bar til sonar þíns sem kom þeim fyrir á leiðinu hans. Sá kærleikshugur hverfur ekki, þó hlutirnir brotni, og sá hugur vegur upp á móti þessu skemmdarverki. 

Það er gott ef sá sem kom með dúfuna, af því þú veist ekki hver það var, les um þetta hér á síðunni þinni, - þá veit viðkomandi að hún var ekki fjarlægð nema af því hún var skemmd. 

Bestu kveðjur

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.12.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Ragnheiður

Greta mín, ég get ekki sagt að ég sé reið. Þetta er auðvitað sorglegt að fólk geri svona en það er hinsvegar þeirra vandi en ekki minn. Ég laga engilinn og skila honum til baka.

Ég geri ekki Hilmari það að verða reið.

Þakka ykkur falleg orð, þau hjálpa óneitanlega til.

Ragnheiður , 25.12.2007 kl. 18:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skal taka reiðina, þetta er svo svívirðilegur verknaður, og lýsir svo miklum vanmætti og hatri að það hlýtur að vera erfitt að burðast með slíkar tilfinningar á þessari hátíð ljóssins. Elsku Ragnheiður mín.  Megi þessi sál finna einhversstaðar frið og losna við hatur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gott að heyra að það skuli vera hægt að laga engilinn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.12.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: Valdimar Melrakki

Mikið ferlega er leiðinlegt þegar svona er gert.

Valdimar Melrakki, 25.12.2007 kl. 21:42

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann Hilmar er að sjálfsögðu ekki þarna, Hann er hjá ykkur, sínu fólki.
En þetta er óskiljanlegur gjörningur og vona ég að þeir sem svona lagað gera finni frið einhvertímann í sálu sinni, þetta er því miður allt of algengt að leiði séu eyðilögð. 
knús á þig Ragga mín.

                 Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.12.2007 kl. 21:55

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það er alveg rosalega leiðinlegt að það sé verið að skemma á leiðunum hjá fólki og ekkert er meira meiðandi en að koma að leiðinu svona ég er enn að hugsa um þetta og auðvita fer engillinn aftur til Himma okkar hann er búin að taka út sína refsingu hjá mannfólkinu og vil ég helst af öllu að þeir sem telja sig eiga eitthvað inni hjá honum láti leiðið hans vera...kveðja og knús til ykkar og gleiðileg jól Ragga mín og þið öll á Álftanesinu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.12.2007 kl. 22:23

9 Smámynd: Mummi Guð

Ég er orðlaus yfir þessu. Það að nokkur maður skuli gera svona segir manni það, að það sé maður sem gengur laus sem líður mjög illa og á erfitt.

Ég sendi knús á þig Ragga mín.

Mummi Guð, 25.12.2007 kl. 22:37

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður verður ósköp sár í hjarta sínu að heyra um svona hluti, en því miður eru sumar sálir svo skemmdar og vondar að það er ekki hægt að skilja það. Þeir fá sína hegningu annarsstaðar.  Kærleikskveðja á þig og þína elskan mín og ég vona að þú hafir það nokkuð gott.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2007 kl. 23:16

11 identicon

Æ ...maður verður bara orðlaus:(

Knús á þig Ragga mín

Jólakveðjur úr Skagafirði ...

Inda

Inda (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:26

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosaleg vanhlegun og andstyggilegheit liggur að baki svona gjörningi.  Guð hjálpi svona fólki.

Knús á þig eslku Ragga mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.12.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Benna

Æ þetta er alveg hreint ömurlegt þegar svona er gert, þeim sem þetta gerði líður alveg pottþétt hræðilega held það sé enginn spurning, elsku Ragnheiður mín knús á þig og veistu þú ert svo frábær og sérð hlutina alltaf í svo réttu ljósi að það er alveg ótrúlegt, ég vona að ég komi til með að líkjast þér þó ekki sé nema að hluta til hvernig þú tekur á hlutunum er aðdáunarvert sæta vona að þið fjölskyldan hafið átt gleðileg jól eins gleðileg og hægt er við svona erfiðar aðstæður.,

Knús á þig sæta:)

Benna, 25.12.2007 kl. 23:45

14 identicon

Mikið ofsalega er þetta ljótt. Skil ekki hvað það er sem að fær fólk til að gera svona ljóta hluti.

En ég er sammála þér með að kenna börnum helgi grafanna. Ég er strax byrjuð á minni dóttlu og er orðið reyndar svolítið síðan ég fór að kenna henni þetta. 

Bryndís R (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:57

15 Smámynd: kidda

Fór að hugsa eftir að ég heyrði af þessu hjá þér og langar að vara þig við einu. En það er límið sem þú ætlar að nota, hef nefnilega lent í vandræðum með að líma saman hluti sem virðast vera úr svipuðum efnum. Sérstaklega með engilinn, þó svo að sum lím séu fyrir svoleiðis efni þá virka þau ekki á öll svona efni.

Eftir að þú sagðir mér af þessu í gær lét ég fólk vita sem eiga leiði þarna uppfrá en þar hafði ekkert verið skemmt.

Jólaknús og jólaklús  

kidda, 26.12.2007 kl. 11:20

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æ, maður verður orðlaus og sorgmæddur.  Stundum reynir maður að setja sig í spor annarra við ýmsar aðstæður en að setja sig í spor þeirra sem skemma leiði, það er mér algerlega ómögulegt.  Það er bara hægt að vorkenna svona fólki fyrir hvað það er óheppið með sjálft sig.

Anna Einarsdóttir, 26.12.2007 kl. 12:35

17 Smámynd: Einar Indriðason

Alls ekki gott að sjá.  :-(

Ég hef orð til að lýsa svona athöfnum.  Þau orð eru ekki prenthæf.  Miklu betra að reyna að senda þér samhug og jólaskap.   Það er amk skemmtilegri tilfinning, heldur en vera að byrgja inni eitthvað neikvætt.

Kveðja, og fara vel með ykkur.  Gleðilega hátíð, hafi ég ekki sagt það nú þegar.

Einar Indriðason, 26.12.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband