Færsluflokkur: Bloggar
Einn að flýta sér
4.1.2008 | 21:31
Að verða stór strax, Hilmar er farinn að brosa og er svo mannalegur.. Hann er eins og stóri frændi og nafni sem flýtti sér helling að verða stór. Yndislegt barn..
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Ár hinna miklu afmæla
4.1.2008 | 14:08
er byrjað.
Fyrstur reið á vaðið Jón Berg, hann varð 25 ára
Næst er það frökenin sjálf Sólrún sem verður líka 25 ára (shit!)
Svo er það Bangsi hússins en hann verður tvítugur í mars (miklu meira shit!!)
Elskuleg hjásvæfa verður svo fimmtug í apríl
Svo ætlar pabbi að verða áttræður í ágúst.
Það verður komið gat á hugmyndaflugið í september.
Setti 2 bloggvini út, annar er í þannig málum að ég ræð ekki við það en hinn er með læsta síðu og þá nenni ég ekki. Ég vil hafa gagnvirk samskipti.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Undnar tuskur og annar borðbúnaður
3.1.2008 | 09:48
Þannig er þetta eiginlega þessa dagana. Það er alveg sama hvað ég sannfæri sjálfa mig um að ég sé nú svoddan kraftakelling þá á þetta til að læðast aftan að mér og berja mig fast í hausinn...frekar fast og nú rann það upp fyrir mér.
Ég hef komist að því að ég ber ekki nema sjálfa mig eins og er. Aðrir verða að kljást við sitt sjálfir. Úthaldið er minna en ekki neitt. Þetta mun þó örugglega lagast - það er ég viss um. Bara gefa mér smá frið og frí frá brasi og þrasi....
Kæru vinir, bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur bæði hérna í kommentum og í gestabókinni (sem ég gleymi oftast að kíkja í )
Nú hvíli ég mig.
Mér leiðist janúar!
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Keli aftur lappalaus
2.1.2008 | 17:36
og umræddur Lappi hálfskakkur hérna núna.
Fórum með einn loðrass til læknis og í ljós kom að það grefur í þessum blessaða fæti. Hann fékk klóasnyrtingu og við þurfum að fylgjast með klónni sem er biluð og klippa hana jafnt og hún vex fram. Hann fékk verkjalyf og pensíllín í sprautum, það truflaði hann ekki. Hann var mun óþægari að láta skoða bilaða fótinn og hrundi úr hárum af stressi. Það mátti ekki á milli sjá fyrir rest hvor var loðnari, hann eða Steinar. Svo fékk hann pillur í poka og á að taka í rúma viku ......hann er ískyggilega rólegur hérna núna...held að það hafi aðeins svifið á hann.
Keli hinsvegar beið heima, Lappalaus og afar hneykslaður. Hann skældi við hurðina og skældi við Bjössa "bróður" sinn enda knúsaði hann mömmu svo fast þegar hún kom aftur að minnstu munaði að kellan lenti á gólfið.
Keli..kveðjan komst til skila, takk fyrir það
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
sparnaðarstilling,þynnka og framlöpp
2.1.2008 | 08:35
Burtséð frá orðum nágrannans þá hafði ég ætlað að vera sparsöm þetta árið og reyna að leggja fyrir aura milli þess sem planið er að borga niður skuldir. Göfugt markmið en svo er að sjá hvernig gengur með það Ég komst áþreifanlega að því árið 2007 að óvænt útgjöld geta verið þungur biti þegar maður hefur ekki alveg gert ráð fyrir þeim. Oft eru andlát þannig að maður er alls ekki viðbúinn að missa ástvin sinn og er gjörsamlega ekki að spá í að svo kosti nú morðfé að kveðja sinn. Þannig að nú er planið að eiga fyrir hlutunum í varasjóð ef konan skyldi taka upp á að snarhrökkva upp af án nokkurs fyrirvara.
Ég vann alla nýársnótt og er komin í vinnuna aftur. Allan gærdaginn hékk ég eins og drusla í sófanum og kvartaði yfir slappleika og höfuðverk. Ég varð að sofa svo stutt svo ég næði að snúa sólarhringum rétt í snatri. Sko! sagði ég við Steinar ; ef þetta er svipað og að vera þunn eftir brennivínsþamb þá er ég sátt við að hafa aldrei lagt í að drekka ! Steinar glotti bara að aumingjanum í sófanum og fór í vinnuna. Svo mætti ég í morgun (ekki alveg galvösk)og þá sátu feðgar hér, annar er símavörður á nóttunni og sonurinn ekur hér, flissandi og spurðu hvort ég væri þunn ? Þá hafði Steinar verið að segja sögur af téðum sófaaumingja Það er nú gott að hægt er að skemmta sér hehe.
Steinar ætlar með hundalappirnar til læknis í dag. Ég hef nú ekki skoðað fótinn á HundaLappa en Steinar segir að það sé rifið meðfram kló. Það er best að láta kíkja á hann gamlingjann....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Varlega
1.1.2008 | 15:20
læðist ég hér inn á hvíta blaðið sem táknar árið 2008. Það er varla að ég tími að skemma. Við erum ein heima gamla settið og bæði eiginlega hálfóhrjáleg. Hann ók leigubifreið í nótt í svörtu myrkri og slagveðri. Ég sat og talaði stanslaust í alla nótt. Ég talaði reyndar eiginlega bara við bílstjórana mína en Nína sá um fólkið á línunni. Nú er ég eins og ég hafi verið draugfull.......fyrir nokkuð löngu vöknuð enda á ég morgunvakt á morgun og þarf að snúa sólarhringnum rétt.
Merkisdagur í dag. Elskulegur tengdasonur fagnar 25 ára afmæli...til hamingju Jón minn
Lappi byrjar árið á skakkaföllum. Honum hefur tekist að meiða sig á loppu og hann haltrar. Þess vegna fór Keli einn út áðan en kom heim í fylgd nágrannans. Þá hafði girðingin fokið hér alveg upp við húsið og við sáum það ekki. Keli kom bara hinn ánægðasti heim.
Hérna eru hinir bestu nágrannar. Ekki flugeldaóðir. Ekki partýóðir. Ekki á neinn hátt óðir. Hér er gott að búa.
Nú ætla ég að senda hausverkinn eitthvað annað......hver vill hann ?
Gleðilegt ár og takk fyrir kveðjurnar.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Áramótakveðja
31.12.2007 | 00:27
en ég lofa ekki að ég skrifi ekki meira fyrir áramótin. Ákvað að stela myndinni hennar systur minnar til að skreyta með. Hún lemur mig þá bara yfir súpudiskinum á eftir, það er þá ekki eins og það hafi ekki gerst fyrr. Við vorum verulega ódannaðar í gamla daga en það er allt til skemmtunar í dag og flest gleymt.
Hérna er stelimyndin
Annars er ég smá aum yfir áramótunum. Ég sé nýja árið sem hvítt blað, autt. Það sem æpir á mig núna eru sporin sem ekki munu birtast á blaðinu mínu. Sporin hans elsku Himma míns.
En þar sem ég er ekki í bloggstuði þá nenni ég ekki að skrifa meira.
Megið þið eiga gleðileg áramót og gott nýtt ár.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
Búin að finna út úr þessu
30.12.2007 | 12:14
sat hér í mökkfýlu yfir vondu veðri og fyrirhuguðum töfum á búðarrápi konunnar. Ég ætla að hafa hér "gömlu" familíuna mína í mat á morgun, það samanstendur af honum pabba og systur minni. Svo var planið að vaða snemma út að versla matinn en nú er ekki kellingu né kalli út sigandi. Hundar hafa fokið hér í örvæntingu um garðinn í tilraun til að pissa. Kelinn móðgaður, klóalaus, og nær hvergi neinu gripi. Ég held að þeir hafi náð að spræna þegar þeir fuku framhjá tré.
En nú er ég búin að finna hið góða við þetta veður. Haha..það getur enginn skotið upp flugeldum meðan rokið er svona mikið nanananabúbú...ekkert pomm
Jenný fjallar um fegurðarsamkeppnir í dag. Ég skil aldrei að hægt sé að keppa í fegurð. Fegurð er smekksatriði. Svo er alls ekki endilega samræmi milli umbúða og innihalds. Það ættum við að vita nú þegar við erum öll nýbúin að taka upp jólapakkana. Eða eins og synir mínir í fyrra..fengu hólk utan af eldhúsrúllu sem innihélt nærbuxur með glannalegum myndum á. Húsbóndinn lengi að bauka við að pakka þessu inn á þennan hátt.
Ég skrapp líka yfir á Jónu síðu og finnst að maður eigi að fá að hafa jólin uppivið eins lengi og maður vill. Mesti krúttstrákur sem sögur fara af er enn í miklum jólaham og með fylgja myndir af honum við gjörningana. Hann er bara flottastur en ég geri mér grein fyrir að eitthvað verður mamman til bragðs að taka.
Svo kom ég við hjá Ásdísi og hef fasta mynd af henni í höfðinu, ja af henni og Bóthildi kisu. Ég sé fyrir mér þær tvær blakta eins og fána á ljósastaur við aðalgötuna á Selfossi
Stundum les ég færslur bloggvinanna og ég sé sögur....í þeim eru stundum konur með svuntur og klæddar á gamaldags máta. Svona les ég líka bækur. Þær lifna við og gerast í höfðinu á mér. Finnst ykkur að ég eigi að fá pillur við þessu ? Þetta veldur því stundum að ég er að bilast úr hlátri yfir einhverri vitleysu sem ég las í bók í kringum 1970. Ein bók er til heima hjá pabba sem vakti ómælda gleði hjá okkur systrum í gamla daga. Hún heitir beinagrind skemmtir sér og vakti alltaf lukku. Við lágum einhversstaðar með bókina og flissuðum eins og bjánar. Mamma hristi oft hausinn yfir þessu og glotti út í annað.
Jæja ég held að það sé aðeins að lægja hérna. Það er ágætt. Heyrumst seinna.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Keli lappalaus
28.12.2007 | 14:10
en það gerist alltaf einusinni á ári.
Málið er að Kelmundur er svo hræddur við flugelda (eins og mamma hans) að hann fer aukaferð til dýró til að fá róandi fyrir áramótin. Hann fékk klóaklippingu í leiðinni og er núna flottastur á klónum. Heyrist ekkert þegar hann kemur labbandi. Við upplifðum okkur smá asnalega þarna á biðstofunni, við með nærri 30 kílóa hundhlunk en allir aðrir með 2-5 kíló af sama dýri. Við erum líklega búin að leysa pössunarmálið fyrir áramótin.
Lappi fer ekki með í þessa áramótaferð til dýró og þess vegna var Keli Lappalaus í dag.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Maður ársins
27.12.2007 | 14:16
2007 er að mínu áliti Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir. Með ekkert nema bjartsýni að vopni hefur hún barist opinskátt við lungnakrabba. Bloggið hennar lýsir baráttu hennar og ekki síst ást hennar á telpunni sinni Kolbrúnu Ragnheiði. Hún er hetjan mín.
Annars þykir mér útþynnti brandarinn með uppdiktaðar persónur hérna á Moggabloggi vera orðinn hálfbragðdaufur. Þetta hefur gerst á velflestum vefsvæðum, tröllin taka smátt og smátt yfir og hinum venjulega Jóni verður ekki vært fyrir vitleysunni. Kannski var þetta fyndið í 2-3 skipti en það er löngu komið nóg. Jóna skrifar ágæta færslu um þetta í dag (www.jonaa.blog.is)
Brátt gengur nýtt ár í garð. Mér líst verulega illa á ástandið í Pakistan nú þegar búið er að myrða Bhutto. Hún var að mínu áliti vonarstjarna. Við getum svo sem ekki setið hérna á okkar litla skeri og haldið að þetta muni ekki hafa áhrif hingað.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)