Samveran og dagskrá vetrarins

Samveran í Dómkirkjunni var notaleg eins og alltaf áður. Tónlistaratriði og reynsla Benna, reynsla Gunnars Kvaran sem sagði okkur frá hinni hliðinni. Örvæntingunni og hinu myrka þunglyndi. Það var áhugavert innlegg og svo hinir dásamlegu selló tónar. Hvílíkt hljóðfæri ..

Það er þráður skilnings milli fólks sem hefur átt ástvin sem tekur sitt eigið líf. Við skiljum sorgina, brotlendinguna og sársaukann, vanmáttarkenndina og örvæntinguna yfir að hafa ekki getað komið ástvininum til hjálpar.

Lengi glímdi ég við að vilja ekki taka þátt í þessu lífi meir sem svo hraklega fór með mig - ég gat bara ekki vaknað að morgni. Til hvers að vakna hugsaði ég, ég á engan Himma lengur. Fallega brosið að eilífu stirðnað og gráu augun orðin gleri líkust, blikið horfið og týnt. Hendurnar loksins kyrrar og hjartað stöðvað. Hvernig á móðir að geta sætt sig við þetta ? Hvernig ?

Í vetur verður meira starf en áður en ég ætla að skrifa hér inn dagskrána en set líka tengla þar sem fólk getur skoðað sig um sjálft .

Opin hús í Fella og Hólakirkju mánaðarlega eins og hér segir ;

15 sept

20 okt

24 nóv

22 des

Fyrirlestur um sjálfsvíg 6 október 20.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari sr. Svavar Stefánsson.

Stuðningshópur vikulega á mánudögum í Fella og Hólakirkju. Umsjón sr. Svavar.

Þeir byrja 10 október.

Ég mæli með þessum stuðningshóp, ég fór síðasta vetur og sé ekki ögn eftir því. Eftir fundina þá höfum við nokkur hist áfram og það er algerlega frábær samvera.

www.sorg.is

www.sjalfsvig.is

 

 


Árlega er

alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna hér á Íslandi sem og annarsstaðar.

Hann verður sífellt myndarlegri í sniðum. Núna, deginum áður, á að opna nýja vefsíðu fyrir þá sem eru langt niðri og líður illa, eru jafnvel að hugsa um sjálfsvíg og síðan er líka fyrir okkur hin, sem eftir stöndum. Við sem stöndum særð fyrir lífsstíð og þurfum að kljást við allskonar erfiðar tilfinningar.

Síðasta vetur fór ég í sorgarhóp sem sr. Svavar í Fella og Hólakirkju hélt utan um. Það gerði óskaplega gott, að hitta aðra í sömu stöðu. Eftir að starfinu lauk í kirkjunni þá höfum við hist áfram - í heimahúsi bara.

Núna á laugardagskvöldið verður samvera í Dómkirkjunni í Reykjavík og eftir hana verður gengið að Reykjavíkurtjörn og kertum fleytt til minningar um aðstandendur okkar sem látnir eru. Samveran hefst klukkan 20. 

Upplýsingar eru hérna á þessum tengli

Nýja síðan um sjálfsvíg er hérna (http://sjalfsvig.is/)   Sorg eftirlifenda er svo sterk og þung, mikil og sár byrði. Það er miklu betra að standa fleiri saman undir þyngdinni.  
mbl.is 33–37 sjálfsvíg á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margar ánægjustundir

hef ég átt áður í þessu húsi á meðan það var Borgarbókasafnið. Ég hef hinsvegar aldrei komið inn í nýja bókasafnið en hef alltaf á áætlun að koma mér upp korti þaðan og nýta mér betur lánsbækur fremur en að kaupa bækur.

Það er sorglegt að horfa upp á Esjuberg í þessu ásigkomulagi, tákngerfing þeirrar græðgi sem tröllreið öllu hér um tíma.


mbl.is Dagsektum beitt vegna Esjubergs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kva

Bara nokkrum núllum ofaukið. Það gerir varla nokkuð til, núll er sama sem ekkert eða hvað ?

Nei það er víst ekkert svo einfalt, núllið er í öðru samhengi þegar það hangir aftan í öðrum tölum.

Það er frétt um kall sem þrammaði inn á Select með haglabyssu, en það má ekki blogga um þá frétt greinilega. Það má hinsvegar drulla yfir sautján ára ungling á glapstigum og kalla hann öllum illum nöfnum.


mbl.is Fékk 15 milljarða rukkun frá skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grrr

þetta er bara krakki !!

Hann er sautján ára....

Það þarf að ná þeim sem gerði hann út, þessi gutti hefur enga fjármuni í svona.

Vonandi snýr hann svo á rétta braut.

Hjálpi mér hvað það var erfitt að lesa þessa frétt .


mbl.is 17 ára með mikið magn fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

glitrandi blikkandi ljósafesti

sást áðan á Reykjanesbrautinni. Þarna voru á ferð vinir unga mannsins sem lést í slysi við Geirsgötuna og önnur ungmenni. Þetta var ótrúlega mögnuð sjón og ég fékk hreinlega tár í augun.
Vonandi skilar þetta árangri þegar krakkarnir sjálfir koma beint að þessu.

Það er versta martröð hvers foreldris að ganga á eftir kistu barnins síns. Ég er afar viðkvæm fyrir því, ég þekki raunina að missa og veit hversu sárt það er.

Krakkar, þið voruð langflottust !

Samúðarkveðjur til allra sem eiga um sárt að binda.


Fór á fætur með sorg í hjarta

en ég get alveg viðurkennt að það létti aðeins þyngslunum þegar ég sá öll ljósin á kertasíðunni hans Himma.   Kærar þakkir fyrir að gleðja mig kæru ættingjar og vinir. Hérna er hlekkur á kertasíðuna fyrir þá sem vilja

 

Kertasíðan hans Himma (http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Himmi

Það virkar ekki að gera beinan hlekk, það gæti þurft að afrita og setja í vafra. Annars er hér vinstra megin beinn hlekkur á Himma ljósin. 


Í minningu Himma 1985-2007

+

 

 

 

 

Guð geymi minn strák. 


Þessi frétt

gladdi mig heilmikið í morgun enda á Marta allt gott skilið.

Frábært !

Til hamingju með þetta mín kæra


mbl.is Hefur fundið „kraftaverkalyf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir eins, alltaf ?

Það virðist vera það sem fólk álítur. Ég hef undanfarið verið að velta þessu fyrir mér og þá mest útfrá mínum eigin bæjardyrum.

Nú er ég til dæmis ekki mikið fyrir fólk - er svona mannafæla og á í verulegu basli með að treysta fólki. Sumir sjá þetta sem galla en ég held að það sé ekki málið. Ef hver einasta manneskja væri eins þá væri verulega leiðinlegt að vera til - haldið þið það ekki ?

Nú hef ég ákveðið að láta fólk bara fara annað með nöldur, skammir og kvartanir. Ég get ekki frekar en aðrir, breytt því sem fortíðin geymir og á að geyma. Ég hef ekkert verið lagin við samskipti við fólk, hvorki mitt nánasta né aðra. En fólk, ég er einfaldlega svona og ef fólk þolir það alls ekki þá þolir það mig alls ekki.

Ég held að fólk hafi sumt horft einum of mikið á amrískar sápu-grenjumyndir, þar sem allt endar svo gasalega vel. Lífið er ekki þannig. Lífið er tík sem virðist hafa það eitt á áætlun að bíta þig í hælana, þegar þú síst býst við því þá kemur bitið.

Alla æfi er lífið að móta einstaklinginn. Uppeldi og aðstæðurnar móta mann fyrst. Eðli manns spilar svo undirtóninn í hvernig maður bregst við sínum aðstæðum. Allskonar atvik verða æfina út - sum ræður maður við en önnur ekki.

Sumt kann maður en annað ekki.

 Lykilorðið í þessu er líklega umburðarlyndi. Fólk þarf að sætta sig við annað fólk en ekki sífellt reyna að breyta því. Það eiga ekki allir að vera eins - hvorki í útliti né öðru.

Ég er alveg þokkalega kát þessa dagana - eða sko, já með því að horfa ekki á dagatalið.

Hérna kemur svo lag sem passar við þessar hugleiðingar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband