Margar ánægjustundir
27.8.2011 | 22:38
hef ég átt áður í þessu húsi á meðan það var Borgarbókasafnið. Ég hef hinsvegar aldrei komið inn í nýja bókasafnið en hef alltaf á áætlun að koma mér upp korti þaðan og nýta mér betur lánsbækur fremur en að kaupa bækur.
Það er sorglegt að horfa upp á Esjuberg í þessu ásigkomulagi, tákngerfing þeirrar græðgi sem tröllreið öllu hér um tíma.
Dagsektum beitt vegna Esjubergs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott ef menn ætla að fara að taka á þessum málum í höfuðborginni. Ekki veitir af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2011 kl. 22:42
Guðrún unnur þórsdóttir, 28.8.2011 kl. 15:53
Synd hvernig komið er með þetta fallega hús.
Kidda, 29.8.2011 kl. 10:04
Kom þarna oft á meðan þar var Borgarbókasafn. Verulega fallegt hús og synd að sjá hvernig farið hefur verið með það!
Hrönn Sigurðardóttir, 31.8.2011 kl. 22:19
Ég var með annan fótinn þarna þegar ég var yngri, ég var algjör lestrarhestur þegar ég var ung. Ég er alin upp í Þingholtunum, og var bókasafnið í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu okkar
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.9.2011 kl. 01:33
Svo húsið heitir Esjuberg. Ekki vissi ég það en þetta var alltaf svo falleg hús. Kona sem kenndi mér á píanó og átti heima í Þingholtsstræti 14 vann þar. Hún hét Kristín Bjarnadóttir og mér þótti mjög vænt um hana.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.9.2011 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.