Árlega er

alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna hér á Íslandi sem og annarsstaðar.

Hann verður sífellt myndarlegri í sniðum. Núna, deginum áður, á að opna nýja vefsíðu fyrir þá sem eru langt niðri og líður illa, eru jafnvel að hugsa um sjálfsvíg og síðan er líka fyrir okkur hin, sem eftir stöndum. Við sem stöndum særð fyrir lífsstíð og þurfum að kljást við allskonar erfiðar tilfinningar.

Síðasta vetur fór ég í sorgarhóp sem sr. Svavar í Fella og Hólakirkju hélt utan um. Það gerði óskaplega gott, að hitta aðra í sömu stöðu. Eftir að starfinu lauk í kirkjunni þá höfum við hist áfram - í heimahúsi bara.

Núna á laugardagskvöldið verður samvera í Dómkirkjunni í Reykjavík og eftir hana verður gengið að Reykjavíkurtjörn og kertum fleytt til minningar um aðstandendur okkar sem látnir eru. Samveran hefst klukkan 20. 

Upplýsingar eru hérna á þessum tengli

Nýja síðan um sjálfsvíg er hérna (http://sjalfsvig.is/)   Sorg eftirlifenda er svo sterk og þung, mikil og sár byrði. Það er miklu betra að standa fleiri saman undir þyngdinni.  
mbl.is 33–37 sjálfsvíg á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.9.2011 kl. 16:19

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2011 kl. 03:12

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Sorg eftirlifenda er svo sterk og þung, mikil og sár byrði. Það er miklu betra að standa fleiri saman undir þyngdinni."

 

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2011 kl. 07:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gæti ekki orðað þetta betur en Hrönn, gangi ykkur vel elsku vinkona

Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2011 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband