Ekki minn uppáhaldsárstími
7.8.2011 | 16:39
en samt þoli ég ekkert sérlega vel kulda heldur. Það hefur þó aðeins lagast eftir að ég fékk lyf við skjaldkirtlinum, kulvísi var víst eitt merkið um að hann virkaði ekki eins og hann á að gera.
Núna er bjartur sunnudagur, sólin skín, það er ágúst...niður bakið á mér læðist hrollur. Svona var dagurinn þegar Himmi minn dó. Það er áfall sem ég kemst ekki yfir, sársaukinn er öðruvísi í dag en hann var. Hann er samt þarna, örgrunnt niður á hann. Ég hef ekki komist í að laga til hjá honum þetta árið, Steinar hefur unnið svo mikið að hann hefur nánast ekkert haft frí.
Í sumar rættist langþráður draumur hjá okkur. Við eignuðumst húsbíl. Gamlan Benz vel innréttaðan og flottan fyrir kall, kellingu og einn hund. Við höfum farið tvær stuttar ferðir í sumar en munum ekki komast að neinu viti fyrr en Steinar er búinn í sumarvinnunni sinni eftir miðjan september.
Það eru allir í ágætum málum, hver sinnir sínu. Þá er allt eins og vera ber.
Ég man nú ekki meira í bili og þá er best að hypja sig aftur útaf síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þeir hreinsa líka til
20.7.2011 | 13:05
eins og hér við Álftanesveginn þar sem fuglar verða fyrir bílum. Hér liggja kollur, blikar og gæsir í valnum. Það er afskaplega pirrandi að horfa upp á. En stuttu síðar koma þessir mávar og snæða þann dauða.
Um daginn lá dauður mávur á grasinu hér nálægt, uppi á næsta staur var annar og klóraði sér líklega í skallanum yfir hinum.
Lundavarp og kríuvarp hefur misfarist þetta árið.
Já og mávarnir lifa góðu lífi á matarleifunum sem fólk kastar frá sér í miðborginni um helgar.
Göngum sjálf betur um og sjáum til hvort mávum fækkar ekki í miðborginni.
Mávur réðist á kanínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef setið og horft á reykinn
12.7.2011 | 04:37
bylgjast kolsvartan upp í loftið. Núna fyrst - klukkan rúmlega hálffimm, er hann að missa flugið. Þetta hefur tekið einhverja klukkutíma.
Ég veit ekki hvar ætti að hafa þessa starfsemi en ekki líst mér á að hafa hana þarna. Það kviknar varla í dekkjum af sjálfu sér, þarf ekki að loka þessu miklu betur af ?
Í þessu tilviki bjargar vindáttin heilmiklu ef ekki næstum öllu bara. Hefði verið norðanátt þá hefði meira að segja ég, astmakellingin, lent í veseni hér í vinnunni.
Þetta er ekkert venjulegur viðbjóður, gúmmíbrunafýla ...
Eldur logar við Hringrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Yfir þessu mætti
12.7.2011 | 01:02
kannski heldur væla.
Þetta eru ekki náttúruhamfarir heldur kjarabarátta sem stýrt er af fólki.
Þessir gætu til dæmis hinkrað aðeins í nokkrar vikur - tekið tillit til ferðaþjónustuaðila.
Það er annað með náttúruhamfarir, þær skeyta engu né hlífa neinu.
Þær þurfum við að umbera - lifa þær af og þola þær. Hjálpast að og vera almennileg.
Næstu skref óráðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vegurinn fór bara í sundur aðfararnótt laugardags
10.7.2011 | 23:56
Það er skiljanlegt að menn séu uggandi en mér finnst þessi frétt og viðtal í kvöld við Ferðaþjónustu-Ernu mjög ósanngjörn.
Það var strax byrjað að draga að fyrir komandi brúargerð - en því var frestað í nokkrar klukkustundir meðan verið var að sjá hvað væri að gerast. Eðlilega. Ekki er hægt að stefna brúarvinnuflokkum í hættu þó að þetta sé um hábjargræðistímann.
Það hefur ekki einn virkur dagur liðið. Á forsíðu Mbl er ágæt frétt um leið sem fara má, með trukk yfir með bílana.
Ég skil ekki þetta með áhugaleysi stjórnvalda - ég heyrði viðtal við Ögmund þar sem hann sagði að allt kapp yrði lagt á að brúa Múlakvíslina.
Nú skulum við bara anda með nefinu og sjá hvort þetta gengur ekki bara fljótt og vel.
Finnst þetta með ólíkindum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lítur það vel út á blaði ?
4.7.2011 | 21:32
En allir þjónustubílar og neyðarlið eiga þá erfiðara með að athafna sig - ég tel til dæmis lokun Suðurgötunnar ekki virka. Þung umferð er um Tjarnargötu- Skothúsveg og Ljósvallagötu í staðinn. Þær bera það alls ekki og við þær eru miklu fleiri íbúar heldur en þær fáu lifandi sálir við Suðurgötuna.
Hólavallagarður er óskaplega fallegur staður en íbúar þar hafa áreiðanlega ekkert ónæði af bílaumferð.
En þetta lítur áreiðanlega afar vel út á blaði niðri í Ráðhúsi. Í raun er þetta til hins verra.
Lítið samráð haft um lokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
veit varla hvað skal segja
1.7.2011 | 06:20
en við lestur fréttarinnar kemur fram að líklega verði málið fellt niður, þernan hefur orðið uppvís að lygi og tengslum við skipulagða glæpastarfsemi.
Mikið rosalega má slík mannvera vera aum, sé þetta allt uppspuni...
Kannski hefur ófrægingarherferð í hennar garð verið hleypt af stokkunum
Ég er nú ekki alveg bláeygð en verð að játa að þetta kemur mér alveg í opna skjöldu
Ákærum vísað frá? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvað er normal og hvað ekki ?
29.6.2011 | 21:11
Hver myndi treysta sér til að dæma um slíkt ...
nútíminn er trunta - og ætlast er til að allir smelli í sama formið. Það virkar auðvitað ekki. Fyrir þá sem trúa að slíkt sé hægt þá ætti að vera nóg að setjast á bekk og horfa á fólkið ganga hjá. Fólk er nefnilega jafnmismunandi að innan og það er að utan.
Sum okkar verðum við einhverskonar skaða sem börn, sá skaði getur valdið veseni alla æfina. Sumt virðist samt bara vera skrifað í genamengið okkar. Við fáum ákveðna hluti í nokkurskonar arf.
Sumt sem hét bara eitthvað ómerkilegt í gamla daga hefur nú voða fínt nafn og jafnvel fallega litar pillur til að vinna bug á því. Til að sveiga einstaklinginn nær einhverju fyrirframskilgreindu normi. Enginn þorir í raun að vera annað en einhver gríma, fólk vill ekki láta sjást í sitt eiginlega andlit...alltaf að þykjast.
Eitthvað fengi ég nú á baukinn færi ég í það að láta greina mig en vegna akkurat eins atriðis í mínum persónuleika þá mun ég ekki gera það. Þegar ég var krakki þá þróaði ég með mér mannafælni (held að í dag heiti það félagsfælni) og því fer fjarri að hún hafi nokkuð batnað með árunum. Í reynd alveg þveröfugt. Ég virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að umgangast fólk...og líður illa með að þurfa að gera það. Ég svitna og mér verður flökurt. Hefðu verið til tölvur þegar ég var krakki og unglingur þá hefði ég farið inn í herbergið mitt og lokað á eftir mér. Ég að vísu gróf nefið í bókum og hef enn afskaplega gaman að bókum.
Nú hugsar einhver og afhverju gerir hún ekkert í þessu ?
Mín spurning á móti ; afhverju ætti ég að gera það ? afhverju má ég ekki vera eins og ég er ?
Það er hinsvegar enginn undanskilinn hjá mér í þessu. Ættingjarnir falla alveg jafnt undir þetta eins og kunningjarnir. Ég virðist einfaldlega ekki tengjast fólki. Ég sé heldur ekki, hvorki fyrir mig né aðra, gagnið í þessu. Hvað hefur fólk út úr samskiptum við mig ? Og hvað hef ég út úr samskiptum við fólk ?
Það eru tvær alveg jafnveigamiklar hliðar á þessu.
Gísli á Uppsölum hvað ?
Ég á hinsvegar ekki í neinum erfiðleikum með að eiga samskipti við fólk í gegnum bloggið eða FB. Þá er fólk líka í þessari hæfilegu fjarlægð við mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bidda þó !
24.6.2011 | 19:26
ég er lokuð úti hahaha...hvurslags...!?
Það er allt ágætt að frétta hjá mér. Hef ákveðið að gera smá breytingar á lífinu mínu en það er ekkert sem skemmtilegt er að blogga um.
Nenni ekki að blogga um veðrið, ef þið viljið vita um það þá bara skreppið þið út fyrir ykkar eigin útidyr :)
Njótið lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
hvað veldur ?
1.6.2011 | 01:27
Ég ætlaði að setja inn komment hjá einum bloggara og þá kom að það mætti ekki úr þessari tölvu....hmm..hugsaði ég og hnussaði bara ; viðkomandi missir bara af þessari snilld...! En svo ætlaði ég að skoða síðuna hennar Áslaugar og BANG...Forbidden on this server....hef ég verið að senda fólki einhvern óþverra eða hvað er í gangi eiginlega ? nú er ég með bara svona netpung í vinnunni en ég hef aldrei lent í þessu fyrr.
Mér finnst verra að lenda í svona.
Í dag mættum við bíl sem Himmi hafði átt. Það var skrautleg saga í kringum þennan bíl - og Himmi lenti í heilmiklu veseni. Þar var hann reyndar saklaus skinnið. Þá varð ég mér á að hugsa um hversu margir voru vondir við hann og tárin láku bara. Hann var svo meinlaus skinnið - angans kallinn minn.
Sakna hans alla daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)