Góð vísa ..... og mænuskaðastofnun
16.6.2010 | 18:42
Unga konan sem ljær þessu máli andlit er kjarkmikil. Eitt það erfiðasta sem fólk gerir er að játa mistök sín en það gerir hún - og hlustið endilega á hana.
Bindindissamtökin standa fyrir þessu átaki nú en ýmis samtök hafa áður komið með svipuð og sambærileg átök.
Sú kona sem hefur haft mest áhrif á mig er Auður hjúkrunarfræðingur. Upp úr skelfilegu slysi á Hrafnhildi dóttur hennar reis þessi glæsilega og hugaða móðir - hún hefur síðan barist eins og ljón fyrir hagsmunum mænuskaðaðra.
Slík kona vekur aðdáun.
Ekki keyra full þarna fólk..þrátt fyrir HM og allt það ..
Ók drukkin og endaði í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ekki fyrsta leitin
14.6.2010 | 13:38
sem fram fer þar. Svo merkilegt sem það er þá hefur oft mesti vibbinn grasserað í næsta nágrenni lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.
Látum okkur sjá
Keisarinn var þarna rétt neðan við Hlemm.
Vændishúsið var á Hverfisgötu 105 sem er næsta horn við polítíið - sama hús og stórar stelpur sem er víst þrælfín búð (segir systir mín amk)
Svo hefur Draumurinn (réttnefni ? - nei held ekki sko) verið lengi þarna á Rauðarárstíg
Kaffi Stígur var líka á Rauðarárstíg en honum hefur verið lokað. Þegar Aldan mín var að tapa baráttunni við krabbann þá fengu þau íbúð hjá Krabbameinsfélaginu á Rauðarárstíg og þar var í sama húsi og Kaffi Stígur (oftast kallað kaffi skítur) . Þá var ég nokkuð undrandi en kannski hafa íbúðirnar í þessu húsi verið á góðu verði fyrir félagið og ekkert slæmt um það að segja.
En nágrennið sífellt við lögregluna er nokkuð fyndinn snúningur :)
Að allt öðru. Áðan var leikur á HM Danmörk - Holland. Við sáum smá af honum í ræktinni og ætluðum svo að sjá seinni hlutann hér heima en nei...Stöð 2 sport með hann og þá er það læst dagskrá...við hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að skipta yfir á danska sjónvarpið en nei - danir sýna ekki fótboltann beint, það var hægt að stilla á textasendingu frá leiknum ! ISS..!!
Eigandi söluturns í gæsluvarðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hjálpi mér
13.6.2010 | 14:24
Viðfest frétt veldur mér miklum óhug. Svona byrjuðu fréttirnar af stríðinu í Bosníu Herzegóvínu..stigvaxandi voru þær sífellt verri og verri.
Þjóðernishreinsanir á aldrei að líða nokkurri þjóð. Það er verst að alþjóðasamfélagið er svoddan hlunkur og það er svo seint í gang. Svona á að grípa inn í þegar í stað.
En svo spyr maður sig - afhverju er þá ekki löngu búið að stöðva slátranir á borgurum annarra landa eins og t.d Palestínuaraba ?
Þetta er einfaldlega hræðilegt og mun skilja eftir sig sömu sárin og Bosníu stríðið gerði.
Þjóðernishreinsanir - Úsbekum slátrað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alveg sama í hvaða flokki
6.6.2010 | 10:46
þá á fólk að segja af sér - þetta gekk upp 2007, þá ríkti undarleg firring í samfélaginu. Skringilegt græðgisástand sem margir tóku þátt í - þar á meðal þingmenn.
Steinunn Valdís sagðist fyrst ekki ætla að segja af sér en henni snerist hugur eða var snúið fyrir hana.
Burtu með þessa styrkþega! Sama hvar í flokki og sama hvers kyns þeir eru.
Ég vil nýja vinnusama þingmenn inn í staðinn fyrir þá sem eru nú og hafa ekki hreint borð.
Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
taka skrefið til fulls
5.6.2010 | 22:34
og fara gegn Bjarna Ben í formanninn.
Mér finnst hann ekki nógu sterkur formaður og það verði að skipta honum út.
Hanna Birna er ágætur fulltrúi
Íhugar varaformannsframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
og hvar eru
5.6.2010 | 21:01
úrslitin ? Þetta er undarleg frétt - það vantar helling á þetta !
Rauðbröndótti töffarinn skilaði sér í gær. Hann og TumiTígur eru í einhverju skemmtilegu þessa dagana - báðir kolkrímóttir á nefinu.
Ég sé hinsvegar ekki hvort Rebbi er þannig , hann er með grátt nef hvort eð er .
Núna njótum við þess að hafa opið út. Í gær var steinefnabragð af öllu og í morgun líka. Þessu er spáð oftar í sumar og við verðum þá bara að þola það. Auðvitað er ástandið mikið verra fyrir austan en við hér kvörtum auðvitað líka. Sum okkar þola ekki svifryk í Reykjavík á slæmum degi. Ég er þó svo heppin að "vinnustaðurinn" er með nokkuð góðum síum - á móti kemur að það þarf alltaf að opna hurðir öðruhvoru ...
den tid - den sorg.
Crossfit leikarnir í Kópavogi í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
spurning
4.6.2010 | 21:18
hvort fólk er á leiðinni í öskuflótta eða bara í frí eins og fólk gerir.
Þessi aska hér sunnanlands truflar okkur lungnaspaðana - mismikið auðvitað. Ég get ekki verið úti og á dálítið bágt þegar ég þarf að komast milli húsa. Samt er ég alls ekki svo slæm , ég finn til með þeim sem eru verri í lungunum en ég.
Ég hinsvegar fæ strax aukaverkanir astmans, þessa lamandi þreytu sem orsakast líklegast af lélegri súrefnisupptöku. Fer sko bráðum að lúlla mér.
°°°°° °°°°°
Ég horfði á nýjan borgarstjóra uppi á þaki í dag og reyndi enn að skilja hann - hann segir ekkert hvað hann vill gera og ég er að spá í. Getur verið að hann vilji ekkert segja ? Það er ekki hægt að hanka hann á að hann hafi sagt þetta og hitt ef hann bullar bara ? Ég vil nú ekki ganga svo langt að segja að mér lítist ekki á þetta - ég vil nefnilega sjá og gefa þessu sjéns.
°°°°° °°°°°
Annars þyrfti ég að komast út úr húsi - ég finn ekki hann Rómeó minn , rauðbröndótta töffarann minn.
Mikil umferð út úr öskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allt verður vesalings Framsókn að meini !
1.6.2010 | 08:42
Og nú éta þeir hvern annan. Alveg undarlegur flokkur ! Ungliðar stórmóðgaðir við G.Steingríms í gær og svo koma upp á yfirborðið misleiðinlegar játningar úr Reykjavíkurdeildinni.
Ég sá á netinu í gær að einhver kallaði framsóknarmenn hetjur, af forvitni fór ég að skoða og jú - viti menn. Hetjuskapurinn var að viðurkenna vakandi að viðkomandi væri framsóknarmaður....
Ég fór ekki mikið inn á bloggið í aðdraganda sveitastjórnakosninga. Fyrir því var einföld ástæða. Mér leiðist þegar fólk veður inn á annarra manna blogg með fúkyrðaflaum vegna þess að bloggarinn vill endilega auglýsa það framboð sem hann styður. Ég meina hvernig getur kjósandi í Reykjavík metið hvaða flokkur á heimavelli er bestur fyrir Dalvík ? í mínum huga eru sveitarstjórnarkosningar bara alllt annað mál en alþingiskosningar !
Ég skoða listana í s- kosn og vel svo þann sem mér líst best á.
Margir höfðu ekki trú á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvers vegna
31.5.2010 | 21:07
erum við í stjórnmálasambandi við Ísrael ?
Hvað þyrfti það ríki að gera til að við myndum hafa þor til að slíka sambandinu við það ?
Í allan dag hef ég verið með óbragð í munni. Þeir hafa reyndar oft lagst lágt - eins og fosfór árásirnar á Caza. Blýþrættu svo eins og sprúttsalar - en brunasárin voru talandi vitnisburður um gerðir þeirra.
Auðvitað má segja sem svo að okkur komi þetta ekki við enda er þetta óralangt í burtu frá okkur.
Þegar við verðum dauð fyrir slíkum atburðum þá verðum við orðin fúin og feyskin að innan og eigum þá ekkert eftir annað en að molna niður.
Hrikalegir atburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Borgarstjórn og bæjarstjórnir
26.5.2010 | 12:25
þurfa að virka líkt og gott hjónaband. Málamiðlanir og gagnkvæm virðing. Ólafur F. hefur áreiðanlega ekki verið sveiganlegur og telur sér það hér til tekna, líklega ætti það að fara á galla-listann hinum megin á síðunni hans.
Að kalla önnur framboð ljótum nöfnum hjálpar honum áreiðanlega ekki að sættast við "núllið" sem við blasir. Hann hefur aldrei átt sérlega gott með að lesa í hug kjósenda blessaður.
Sumir ganga aldrei í hjónaband.
Aðrir reyna og reyna en aldrei endist hjúskapurinn.
Þeir eru eins og Ólafur F. Blindir á veruleikann, viljandi eða óviljandi. Það er ekki gott að segja.
Ólafur: Könnunin ómarktæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)