Stundum festist maður
2.2.2008 | 15:21
í einhverjum sporum. Þennan janúar hef ég þolað þrátt fyrir að vera með víðtæka fóbíu fyrir janúarmánuði almennt, ég held að birtustigið ráði þar mestu. Sálarlifið hefur verið í stíl við mánuðinn. Það hafa almennt ríkt hin mestu myrkur með stöku stormi. Heldur fór að brá af í mánaðarlok og þá spurði ég manninn ; er ég ekki búin að vera alveg hundleiðinleg undanfarið ? Jú eiginlega viðurkenndi hann en bætti svo við ; ég ákvað að bíða bara rólegur eftir að mín kelling kæmi í ljós! Þar var ég náttlega heppin að hann er haugur af þolinmæði ,hann hefur nefnilega ekki hallað orði að leiðinlegu konunni sinni. Leiðinlegheit mín hafa aðallega falist í því að ég hef setið einhversstaðar, steinþegjandi og alveg óvirk í umheiminum. Það skal vera leiðinlegt að horfa upp á það. Reyna að tala við einhvern og það kemur bara eins atkvæðis orð eða ha ? eftir dúk og disk.
Einu samskiptin hafa verið yfir púslinu
Nei þetta passar ekki !
Færðu þig !
Réttu mér etta !
Já þetta ! Hvað hélstu að ég væri að benda á ? (bara 999 önnur stykki á borðinu)
Og hann hefur hætt við, fært sig, rétt mér og brosað.
Eftir síðasta púslfíaskó náðum við að tala saman, um Himma, um allt sem hefur verið að gerast og hvernig mér hefur liðið og hvað mér finnst hann hafa staðið 1000% með mér, með þolinmæðinni. Og viti menn, honum tókst að brjóta klakann sem ég var búin að koma utan á mig, það hefði enginn annar getað.
Ég hef verið utan við mig og bara sauður, klukkan kannski orðin 19.00 og ég enn ekki búin að uppgötva að þennan dag eins og aðra á að gefa heimilisfólki að borða. Ji, núna ?
Þú ert óróleg þegar þú sefur segir hann. Þá er mig að dreyma ..man minnst af því en dreymir aldrei Himmann minn. Þá myndi ég ekki vilja vakna af þeim draumi.
Trúin er brotin, ég skil ekki þetta Guðsorð.
Samt held ég ótrauð áfram, ég veit að mér er ætluð leið útúr þessum erfiðleikum. Mitt er að finna hana. Það mun ég gera.
Í ruglinu hefur heimilið setið alveg á hakanum. Björn hjálpaði mér með eldhúsið áðan og náði að ýta því að mér, kurteislega, að hann væri að verða alveg fatalaus.,,Hvar eru fötin þín ? spurði forviða mamman. Hann hvarf og kom að vörmu spori með fulla óhreinatauskörfu. Ég náði hintinu og nú malar þvottavélin.
Ég er ánægð með sjálfa mig, ég sé draslið hérna núna og ég er að vinna í þessu. Ég er bara samt dugleg.
Þetta kemur....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja
2.2.2008 | 13:46
Þá er ég líklega búin að baka mér ógurlega óvild hjá um það bil 50 bloggurum.
Það var atvik síðan í gær sem varð til þess að ég ákvað að láta slag standa og héðan í frá verða þessir bloggvinir einungis þeir sem ég þekki, sko hef hitt. Það er bara of mikið flækja fyrir mig að vera að fylgjast með rúmlega 60 sálum að ég tali ekki um einhverjar undarlegar kvaðir um að kvitta hjá fólki sem ég náttlega þekki ekki haus né sporð á.
Verst er að sólin skín í augun á mér og ég gæti óvart hafa eytt út einhverjum sem ég þekki persónulega. Þá er bara að smella á til baka.
Á venjulegum bloggsíðum þá velur maður linka á síður sem maður les. Hérna hrúgast yfir mann fólk -ef maður tekur ekki ákveðna stefnu í málinu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Smá myndablogg
1.2.2008 | 21:56
Hérna eru bræðurnir, Hjalti og Bjössi og Solla með Hilmar Reyni.
Aníta og Hjalti með Hilmar Reyni á skírnardaginn hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Æj
1.2.2008 | 19:45
Getur maður sagt svona ; vegna bágs heilsufars þá get ég varla bloggað ?
Málið er að í mig er hrokkin vöðvabólga og komin alveg upp í eyru. Það er sárt að ýta á hvern einasta lykil og þetta er bara dáldið leiðinlegt.
Ætli sé gott að standa á haus í heitu baði ? Eða drukknar maður bara ?
Ég ætla bara að horfa á Útsvar og eitthvað meira.
Það er ég viss um að þetta er vinnunni minni að kenna, það var sturlað að gera í allan dag og svo er svo svakalega kalt ! Svona er að vera lítill, maður frýs upp í eyru meðan venjulegt fólk fær kalt í hnén.
Sá frétt í dag um einhvern sem laug hryðjuverkum upp á tengdasoninn. Ég flissaði heilmikið að þessu en varð um leið fegin að mér er ekki illa við mína tengdasyni. En hugmyndin er góð
Ef það heyrist ekki í mér meir þá hef ég prufað að standa á haus í baðinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Plebbi
1.2.2008 | 10:38
Það er ég....nei Jenný, ég á ekki úlpu !
Ég var að horfa á Loga um daginn og ég sobbnaði bara....en svo sé ég þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mjög góð grein
31.1.2008 | 18:51
Ábending til foreldra
Ég verð alltaf meira og meira var við það að ungt fólk sem er í neyslu og er nánast búið að brjóta allar brýr að baki sér, hvað snýr að fjölskyldu sinni.
Foreldrarnir búnir að gefast upp, orðin algjölega andlega gjaldþrota og geta þetta ekki lengur. Ástandið á heimilinu orðið að martröð og samskiptin við aðra fjölskyldumeðlimi, maka og börn og aðra komið á hættulegt stig.
En hvað skeður, þá taka FORELDRAR annara barna, vinir og aðrir við þeim og veita þeim húsaskjól og gera illt verra. Þetta er nú ekki í lagi eða hvað.
Er ekki nógu erfitt fyrir foreldra að taka þá ákvörðum að þetta sé fíklinum fyrir bestu og fer hann / hún þá kannski að gera eitthvað í sínum málum.
En þegar tekið er við honum annars staðar þar sem hann fær fæði og næði til að halda áfram sinni neyslu og er ekki einu sinni haft fyrir því að hafa samband við foreldra eða forráðamenn. Þetta gerir það að verkum að einstaklingurinn fær þarna tækifæri á að halda áfram í neyslu og gera ekki neitt.
Hefur það bara gott inn á heimili annara og þarf ekki að taka ábyrgð á gjörðum sínum, meðan fjölskyldan situr heima áhyggjuafull og óttaslegin, veit ekki hvar barnið sitt er niður komið.
Það er lámark að athuga hvað sé í gangi. Auðvitað eru heimilisaðstæður misjafnar, en í flestum tilfellum er venjuleg fjölskylda á bak við fíkilinn.
Vil ég einnig árétta það að virkur fíkill er slóttugur og óheiðarlegur einstaklingur og því ekki hægt að taka mark á honum og vorkunnsemi hjálpar ekki heldur. En í flestum tilfellum þar sem barnið fær húsaskjól er vegna þess að það er neysla í gangi hjá báðum aðilum. Að vera aðstandandi og meðvirkur sjúkling úr sinni eigin fjölskyldu er mikið meir en nóg, ætti því ekki að vera að bæta öðrum við og auka þar við vanlíðan og vera með samviskubit yfir því að vera ekki heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum.
Hvet ég foreldra, forráðamenn og vini að hafa þetta í huga þegar svona aðstæður koma upp og leita ráða hjá ráðgjöfum Lundar, eða hjá okkur hinum sem höfum reynslu af þessu.
Það er engin skömm að því og þið gætuð verið að bjarga lífi einstaklings og líðan margra.
Unglingasími 824-7666
Nánari upplýsingar á
www.lundur.net
lundur@mitt.is
Erlingur Jónsson
864-5452
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Þessa grein fann ég áðan og ákvað að birta hana í heild sínni hérna vegna þess að ég veit að hér lesa foreldrar barna sem eiga við erfiðleika að etja. Það er margt gott í þessarri grein.
Eigið gott kvöld.
Svo ætla ég að breyta bloggvinalistanum og tek þar með ekki inn neina nýja bloggvini, þið verðið að fyrirgefa það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
í þessari færslu gætu leynst ljót orð-lesist með varúð
31.1.2008 | 08:25
Ég vinn í þjónustustarfi og vinn vaktir.Himinn og haf skilur á milli sumra vaktanna hjá mér. Þegar ég er að vinna morgunvaktir þá gengur þetta allt sinn rólega vanagang. Fastir viðskiptavinir hringja og sumir svo rótgrónir að þeir bjóða góðan dag og biðja mann svo um að senda sér einn heim. Þessir aðilar vita sem er að við vitum vel hvar þau eiga heima. Þetta eru okkar uppáhaldskúnnar, sumir búnir að hringja í áratugi hingað.
Um helgar er oft annað uppi á teningnum. Þá er mikið að gera og við ráðum oft ekki við ástand mála en reynum að veita þá þjónustu sem beðið er um. Þá er fólk oftar en ekki að "skemmta" sér (ég set það í gæsalappir vegna þess að eftir öll þessi ár er ég alvarlega farin að efast um skemmtanagildið). Þá á allt að gerast strax og enginn skilningur á því að það getur verið bið eftir umbeðinni þjónustu. Þá bregst fólk stundum við með ósvífnum hætti. Við höfum verið kallaðar öllum þeim ónefnum sem til eru í íslenskri tungu. Helvítis tussan þín er eiginlega efst á blaði samt....fífl...aumingi....fáviti skora líka nokkuð hátt. Og við sitjum hérna, stundum alveg dasaðar og oft hálf sárar eftir.
Miðað við fréttir af viðmóti við starfsfólk verslana í vetur þá hef ég séð að fólk hagar sér líka svona bláedrú á miðjum degi. Það finnst mér undarlegt. Áttar fólk sig ekki á að það verður engum til skammar nema sjálfu sér ?
Hitt sem ég var að spá í þennan morguninn var hversu langt konur ganga ....í að fitta í einhverja ímynd og staðla sem eiga að gilda fyrir kvenpeninginn. Það er plokkað, rakað, límt, reytt og tætt og svo er málað yfir sárin með þar til gerðri málningu. Afhverju ætli konur séu aldrei ánægðar með sjálfar sig ? Eina kannaðist ég við sem harðneitaði að líta í spegil fyrr en hún var búin að mála sig....held að hún hafi málað sig blindandi til að sjá ekki sjálfa sig án málningarinnar. Ég sé oft konur á mínum aldri sem eru komnar með hrukkur og greinileg ellimerki í húðina. Ég er ekki með nema eina hrukku og ég sit á henni. Hinsvegar er ég með bauga og þeir hafa sko ekki lagast undanfarna mánuði. Ég er farin að hafa grun um að konur sem mála sig dag hvern séu að ofbjóða á sér húðinni og húðin á þeim eldist óeðlilega hratt....fór að hugsa um þetta í gær þegar ég var að hlæja að Dúu í úlpunni í snyrtivörubúðinni..sjá færslu hjá henni.
Ég er 45 ára og ég lít út fyrir að vera 45 ára. Ég myndi ekki með nokkru móti vilja verða tvítug aftur, mér finnst ágætt að vera komin á þennan aldur og ég sé grilla í lokin -ég held að mig langi ekki til að verða gömul kona. Þetta er alveg orðið nóg og nú langar mig bara til að sjá öllum aðeins betur borgið og þá fer mínu hlutverki að verða lokið.
Ég er annars hressari en marga undanfarna daga, sem betur fer. Þetta var farið að verða leiðinlegt ástand. Ég fann út smá patent en ég ætla að prufa það oftar en einu sinni og sjá hvort það er í raun að virka eða hvort þetta var bara tilviljun eins og svo margt annað.
Stundum les ég DV, óvart , í vinnunni. Snepillinn pirraði mig í morgun, sko blaðið í gær. Afhverju þurfum við að vita um hvert smáatriði í lífi fólks sem er á opinberum vettvangi, í þessi tilviki sjónvarpsfólk ? Þau hafa beðið um frið og það dugar ekki til....
Það er aðeins annað með kellingu eins og mig og fleiri sem hafa valið að opinbera hluta af sínu lífi, ég geri það sjálf.....djö....þetta fer í mig...
ég DV óvBloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Tilfinningar versus rökhugsun
30.1.2008 | 19:51
Ég er að horfa á Kastljósið og þar er fjallað um hið sviplega fráfall Þórðar Inga -hann drukknaði í sundlaug og lést 5 mánuðum síðar vegna slyssins.
Þessi orð Sigurjóns um að við erum að tala um tilfinningar...þau hittu alveg heim. Ég þekki þetta svo vel, rökrétta hugsunin er auðvitað sú sem er kúl og rétt en reyndu ekki að ætlast til að foreldri, sturlað af sorg, nái að hugsa rökrétt. Þetta er bara ekki svoleiðis.
Þetta slys í Kópavogslaug var hræðilegt. Hugur minn leitaði oft til þessarar fjölskyldu og samúð mín er hjá þeim.
Ég hvet ykkur til að horfa á Kastljósið á netinu ef þið hafið ekki tök á að sjá það núna.
Ég horfi aldrei á magasín þáttinn hjá Stöð 2 en ég reyni að missa ekki af Kastljósinu, öðruvísi mér áður brá.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að hafa skoðanir
30.1.2008 | 09:22
er hreint ekki einfalt mál. Ef maður hefur ekki skoðun á öllu því sem er að gerast í kringum mann þá er maður asni. Svo ef maður hefur skoðun þá er hún örugglega vitlaus og maður er áfram asni. Og hvað gerir maður þá ? Bullar eintóma vitleysu á manns eigin bloggsíðu og telur öllum trú um að maður sé sko geðveikt klár !
Ég er fædd í október, ég er vog. Ég get lent í versta basli við að mynda mér skoðun. Það er umtalað með vogir. Ég veit svo sem ekkert með neinn nema mig og svona er ég. Þetta hefur oft farið gríðarlega í taugarnar á mér að vera svona vingull.
Hitt er svo annað mál og það hef ég margrekið mig á að ekki er sama hvernig maður setur skoðanir sínar fram. Mér hefur alla tíð þótt afar vont að lesa umræður og dóma um nafngreint fólk þannig að búast megi við að svíði undan. Afsökunin að viðkomandi sé opinber persóna dugar mér ekki. Þetta sér maður í umfjöllun um þingmenn,borgarfulltrúa, útvarpsmenn og bara alla mögulega aðila sem fólk telur opinberar fígúrur.
Hérna tek ég stundum mína eigin kalla á beinið í gamansömum tón, þeir lesa báðir síðuna mína og hafa hingað til haft gaman að umfjölluninni um sig sjálfa. Þeir vita sem er að ég sé ekki sólina fyrir þeim báðum og er aðallega að stríða þeim aðeins. Þeir stríða mér til baka en ekki endilega opinberlega. Það gæti þó breyst enda sá yngri kominn með netsíðu sjálfur, aldrei að vita hvað mamman fær á baukinn þar.
KELI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!!!!!!!!
Að lokum 2 játningar -báðar eiginlega spes
Mér finnst gaman að súkkulaði (orkubiti? ) auglýsingunni með Ívar Guðmundssyni, æj þarna 2 kallar að æfa og hlaupa svo eftir strönd. Reyni alltaf að sjá hana ............
Hin játningin er að ég vil frekar hafa þingmenn inni að reykja en hangandi fyrir utan þinghúsið eins og plebbar.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mynd og galli á sköpunarverkinu
29.1.2008 | 21:53
Hérna áskotnaðist mér mynd úr skírn Hilmars Reynis.
Elskulegur tengdasonur hálfpíreygður enda slasaði hann sig í augunum greyið bara síðasta föstudag. Þarna eru Jón og Solla með Hilmar Reyni. Stærri guttinn er Sindri sonur Jóns og sá minni er fyrsta ömmubarnið mitt, Vignir Blær.
Ég er mikið heima og mikið að hugsa.
Ég hef fundið galla á sköpunarverki Guðs. Þegar karlar fara á kamarinn þá er heimilið jafnvel undirlagt af óþef sem smýgur um allt. Afhverju gat almættið ekki séð til þess að úrgangurinn kæmi í lokuðum, loftþéttum umbúðum ?
Svo fór ég að spá í að kannski var þetta upphaflega hugsað eins og hjá dýrunum, merkja svæði og svoleiðis. Allaveganna hefði minn kall getað haldið öllum í fjarlægð frá sínu svæði, einfaldlega. En hafi þetta verið ætlað meðal annars til að heilla kellingar þá er ég fegin að sú hugmynd var dottin upp fyrir áður en ég hitti hann. Hann væri ekki hér.
Þessi heimskulega pæling var í boði þjóðkirkjunnar.
(ég held að mig langi til að vera í hænsnakofanum með samkynhneigða hananum)
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)