Að hafa skoðanir

er hreint ekki einfalt mál. Ef maður hefur ekki skoðun á öllu því sem er að gerast í kringum mann þá er maður asni. Svo ef maður hefur skoðun þá er hún örugglega vitlaus og maður er áfram asni. Og hvað gerir maður þá ? Bullar eintóma vitleysu á manns eigin bloggsíðu og telur öllum trú um að maður sé sko geðveikt klár !

Ég er fædd í október, ég er vog. Ég get lent í versta basli við að mynda mér skoðun. Það er umtalað með vogir. Ég veit svo sem ekkert með neinn nema mig og svona er ég. Þetta hefur oft farið gríðarlega í taugarnar á mér að vera svona vingull.

Hitt er svo annað mál og það hef ég margrekið mig á að ekki er sama hvernig maður setur skoðanir sínar fram. Mér hefur alla tíð þótt afar vont að lesa umræður og dóma um nafngreint fólk þannig að búast megi við að svíði undan. Afsökunin að viðkomandi sé opinber persóna dugar mér ekki. Þetta sér maður í umfjöllun um þingmenn,borgarfulltrúa, útvarpsmenn og bara alla mögulega aðila sem fólk telur opinberar fígúrur.

Hérna tek ég stundum mína eigin kalla á beinið í gamansömum tón, þeir lesa báðir síðuna mína og hafa hingað til haft gaman að umfjölluninni um sig sjálfa. Þeir vita sem er að ég sé ekki sólina fyrir þeim báðum og er aðallega að stríða þeim aðeins. Þeir stríða mér til baka en ekki endilega opinberlega. Það gæti þó breyst enda sá yngri kominn með netsíðu sjálfur, aldrei að vita hvað mamman fær á baukinn þar.

KELI TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!!!!!!!!

Að lokum 2 játningar -báðar eiginlega spes

Mér finnst gaman að súkkulaði (orkubiti? ) auglýsingunni með Ívar Guðmundssyni, æj þarna 2 kallar að æfa og hlaupa svo eftir strönd. Reyni alltaf að sjá hana ............

Hin játningin er að ég vil frekar hafa þingmenn inni að reykja en hangandi fyrir utan þinghúsið eins og plebbar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fjóla Æ.

Vegna þess að þú ert kona hefur þú (eftir því sem almannarómur segir) þann kost í stöðunni að skipta oft um skoðun. Ég tel það sé góður kostur.

Fjóla Æ., 30.1.2008 kl. 11:11

2 identicon

Ja, þetta með vogirnar og ákvarðanatökur er óþægilega oft sannleikurinn.

En einu er þessi vog ekki sammála þér, þingmenn geta bara reykt úti eins og aðrir. Það er bannað að reykja á opinberum lóðum og byggingum. Þeir settu lögin og eiga að vera fyrirmynd okkar hinna

Þessa skoðun gat þessi vog tekið upp án þess að vera í vafa.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Miðvikudagur

Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ég er víst tvíburi og á við sama vanda að stríða. Þarf langan umhugsunarfrest, fá að skoða málið út frá öllum sjónarhornum og svo tek ég afstöðu fyrir rest, en stundum þarf ég þann fyrirvara á að ég gæti skipt um skoðun samt, eitthvað á kannski eftir að koma í ljós. Þetta er erfitt bara.

Ég er sammála þér með hin atriðin líka, og einnig þetta með reykherbergið á alþingi.

Bjarndís Helena Mitchell, 30.1.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mér finnst allt í lagi að hafa skoðanir en ég pesónulega er ekki fyrir að tala um þær allar obinberlega. Þú ert vog eins og afi minn og hann var vitur maður. Þú metur hlutina og vegur og nú er ég komin með skoðun þó lítil sé, mér finnst að fólk eigi að gera það, vega og meta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.1.2008 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

út með þingmennina, ef við öll hin (reyki ekki sjálf) verðum að hlýta þessu banni, þá þeir lika. Skil ekki þorfina fyrir reykherbergi á Alþingi ef ég má ekki reykja á barnum

Guðrún Jóhannesdóttir, 30.1.2008 kl. 15:29

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er gott að hafa skoðanir á öllum málum, svo lengi sem maður heldur ekki of fast í einhverja ákveðna og límir sig niður þar.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 30.1.2008 kl. 15:39

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ekkert svo vont að vera asni. 

Anna Einarsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:10

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er líka vog..2.10 og dóttir mín er fædd 10.10 hún hefur  sterka réttlætis kennd og  er mikil hugsjóna manneskja...ég hins vegar get verið lengi að taka ákvörðun en er réttsýn, þoli ekki þegar aðrir eru beittir órétti....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.1.2008 kl. 18:38

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Fyndið að lesa þetta. Með vogirnar. Ég er vog. Fædd á fyrsta degi vogarmerkisins 23. sept. Ég ströggla við að taka ákvarðanir. Hversu veigalitlar þessar ákvarðanir kunna að vera... gefðu mér valkost og það getur tekið daginn eða meira að fá svar frá mér. Bara t.d. að ákveða hvað er í matinn. Ég segi eins og Hrafnhildur ég þoli ekki órétti. Auðvitað er það góður eiginleiki, en getur líka verið galli.

Ég er sammála þér með umræður um ''opinbert'' fólk. Það þarf ávallt að gæta vissrar hæversku.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.1.2008 kl. 19:39

11 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Ég hef skoðanir en tek mér hiklaust það leyfi til að skipta um skoðun. Er alveg sammála þér með reykingar þingmanna ekki smart.

Kærleikskveðja.

Kristín Snorradóttir, 30.1.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á vog, fædda 7.10. og hún er eins sú elskulegasta sem til er, full samkenndar með fólki og með afskaplega sterka réttlætiskennd.

Ég sé ekkert að því að skipta um skoðun.  Maður getur ekki alltaf verið að slíta út sömu gömlu skoðuninni.  Er þaðÐ

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband