Þreytt og úrvinda

og obbulítið pirruð á sjálfri mér í viðbót við hitt.

Stundum tek ég upp á hreinni vitleysu, læt annað fólk-fólk sem mér kemur ekkert við- hafa áhrif á mig. Þessu þarf ég að hætta og ég held að ég geri það hér með. Þetta er náttlega bara rugl.......

Þið sem voruð hér inn á og viljið vera hérna inná eruð vinsamlega beðin að senda inn pöntun um slíkt. Hinu tek ég á öðruvísi..það er klárt mál. Ég biðst afsökunar á fljótfærninni og kjánaskapnum, ef þið viljið vita nánar þá er emailið mitt þarna í höfundarboxinu.

Kelinn er óþekkur þessa dagana..Hann tók upp á í morgun að svífa yfir girðinguna og niður í innkeyrsluna hjá nágrannanum. Steinar tók Lappann með sér, Lappi klagaði strax að Keli væri stunginn af og náði afbrotavoffanum strax. Eftir hádegið lék Keli sömu kúnstir nema ég hinkraði aðeins með að elta hann og eftir 10 mínútur var hann kominn að útidyrahurðinni hinu megin. Lúpaðist inn, eyrna og skottlaus og skammaðist sín. Stuttu seinna kom gul tík í garðinn hjá okkur, laus og ein á ferð. Líklega á lóðaríi því hún smásprændi um allan garðinn....Keli horfði stóreygur út. Steinar setti þá 2 svo út en í keðjurnar sem fastar eru við húsið. Það fannst þeim veruleg spæling !

Það er samt gaman að Lappa þegar hann kemur að klaga, hann gerir manni alveg grein fyrir að hann þurfi að sýna manni eitthvað og nær alveg að gera sig skiljanlegan.

 


4 febrúar 2008


Má flissa að þessu ?

sko eftirmálanum af þessu bankaráni í morgun ?

Ég held að þetta sé alveg í fyrsta sinn sem Byko aðstoðar við að upplýsa bankarán. Ætli þeir hjá Húsasmiðjunni sitji núna alveg ; Djö ! Rosalega fær Byko góða ókeypis auglýsingu !!

Svo er nú löggan engir aukvisar í þessu. Þeir þekkja sína og eru eins og sporhundar. Minnir mig á atvik nýlega. Menn í vinnunni minni hafa verið að lenda í klandri með aðila sem borgar ekki. Viðkomandi gleymdi síma í einum bílnum og þar var mynd. Bílstjórinn skokkaði á næstu löggustöð með símann og spurði hvort þeir þekktu þennan ? Já já já alveg um leið, vissu nákvæmlega hver þessi var.

Svo hafa greifarnir í morgun tekið sér leigubíl...það bíða mín ábyggilega sögur í vinnunni á eftir .

Annars fór heilinn aðeins úr sambandi, strandaði á tenglalistanum en á eftir að bæta aðeins í hann.

Dúu tókst að láta mér verða ískalt í morgun en Jenný lét mig næstum gubba. Dúa skrifar um frost en Jenný er að skrifa um Playboy kallinn og þessar 3 sambýliskonur hans, þær líta út fyrir að vera 15 en eru nú víst talsvert eldri....en kallinn er kominn á heimsminjaskrá með öllum útlimum gatslitnum...ó boj


Ég er að lesa Moggann

og þá er best að koma með hlið þeirra í fangelsismálastofnun til að gæta alls velsæmis.

Var að laga aðeins til hérna hjá mér, ekki alveg búin. Bjó til tenglalista svo ég týni ekki uppáhaldsfólkinu mínu, tók upp á að sakna sumra meira en góðu hófi gengdi. Það vildi mér til happs að ég átti helling af eldhúsrúllum þannig að hægt var að þurrka upp tárapollana jafnóðum.

Ég var að horfa á Dog Wisperer í gær og sá ekkert sem passaði við mína hvutta....en svo breyttist það. Það kom hundur sem horfði sífellt niður á jörðina og var algerlega sambandslaus við umheiminn. Þá hafði verið leikið við hann með innrauðu ljósi og það var svo gaman að hann var alltaf að leita að ljósinu. Þarna var náttlega Keli minn lifandi kominn. Hann að vísu er ekki alveg með það á heilanum en hann veit hvar ég geymi vasaljósið og lifnar við þegar ég opna þann skáp. Hann er líka afar hrifinn af myndavélinni. Hinn hundurinn í myndinni gerði EKKERT nema gá að ljósinu. Ég sagði Kela hinsvegar þegar ég var búin að horfa á þáttinn að hann væri klikkaður, ég hefði séð það í sjónvarpinu. Hann horfði bara steinþegjandi á mig og skildi ekkert.

Ég fór að skoða hundaspjallsíður í gær og andlitið datt af mér. Það er náttlega ágreiningur milli félaganna, HRFÍ og ÍShunda...svo er komið nýtt sem heitir Rex...en að fólk láti hluti út úr sér eins og gert er á þessum spjöllum finnst mér alveg glatað. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég var að reyna að leita ráða með eitthvað problem á mínum hundum og póstaði inn á svona vef fyrirspurn...ja við skulum orða það þannig að ég mun ekki leita ráða á hundaspjallvef aftur fyrr en hundarnir kunna að svara manni sjálfir..hehe.

Nú held ég að skjóðan sé tóm í bili...áhugamál dagsins greinilega fangar og hundar.


mbl.is Tímabundin ráðstöfun í fangelsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saman í klefa?

Nú hef ég ekki séð klefana þarna nema í myndum og mér hefur sýnst ekki vera pláss fyrir nema einn rúmbálk þarna inni, borðræfil og eitthvað persónulegt dót. Þetta er kannski alrangt hjá mér.

Að hafa menn saman í klefa getur verið varasamt eins og linkurinn í fréttinni ber með sér. Það er þá eins gott að velja vel saman þá sem eiga að kúldrast saman á 10 fermetrunum eða hvað það er.

Mér datt nú í hug við lesturinn að það væri kannski best að við skiluðum til síns heimalands öllum erlendum föngum til að búa til pláss.

Hitt er annað, ég hélt að menn væru ekki kallaðir inn í afplánun nema það væri pláss fyrir þá ?

 


mbl.is Segja að fangelsið á Litla Hrauni sé yfirfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfir þessu skemmti ég mér í dag

já eða fræddist. Dagmar keisaraynja lést 1928, það eru 80 ár síðan. Einn mannsaldur. Hún átti merkilega æfi, stórmerk kona. Ég hef mikinn áhuga á sögu og horfi svo á History Channel alveg upp á kraft. Í dag horfði ég líka á 3 þætti af Dog Wisperer, hundasálfræðingur. Hann er alger snillingur. En ég sá hinsvegar að mínir eru ekki súperklikkaðir...bara smá leiðinlegir þegar er umgangur Halo.

En ég horfði ekki bara á sjónvarp, ég fékk heimsókn og ég þreif allt húsið og þvoði nokkrar þvottavélar...ég held að ég sé ofvirk.

Hérna er fróðleikurinn um Dagmar keisaraynju

Danska keisaraynjan

Den danske kejserinde: Dagmar zarina fra Danmark

Danska keisaraynjan (Den danske kejserinde: Dagmar zarina fra Danmark) er dönsk heimildamynd um Dagmar Danaprinsessu, dóttur Kristjáns IX og Lovísu drottningar, sem fæddist árið 1847 og dó 1928.

Dagmar var fjórða í röðinni af sex börnum þeirra hjóna og áttu þau kærleiksríkt heimili í Gulu höllinni í Amaliegade. Systirin Alexandra, sem var þremur árum eldri en Dagmar, var henni sérlega kær ævina á enda, en hún giftist Játvarði sjöunda af Englandi árið 1863.

Árið eftir trúlofaðist Dagmar rússneska stórfurstanum Nikolaj Alexandrovitsch en hann dó ári seinna.

Hinn 23. júní 1866 trúlofaðist hún litla bróður hans, stórfurstanum Alexander sem var Rússakeisari frá 1881 til dauða síns 1894.

Nokkrum mánuðum eftir trúlofunina fluttist Dagmar til Pétursborgar og gekk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni á hönd. Dagmar tók sér nafnið Marija Fjodorovna og varð virt og vel liðin stórfurstafrú og síðar keisaraynja.

Eftir fráfall keisarans lét hún lítið fyrir sér fara og bjó í Anitsjkoff-höll í Pétursborg þangað til byltingin braust út 1917.

Síðustu tvö ár sín í Rússlandi, 1917-19, var Dagmar í eins konar stofufangelsi á Krímskaga en son hennar, Nikulás keisara annan og fjölskyldu hans, sendu bolsévikkar í útlegð til Jekaterínborgar í Úralfjöllum árið 1918.

Árið 1919, þegar Rauði herinn nálgaðist Krímskaga, lét Alexandra systir hennar, þá orðin ekkjudrottning á Englandi, bjarga Dagmar um borð í breskt herskip og forða henni frá Jalta. Dagmar var svo gestur systur sinnar í Sandringham um nokkurt skeið.

En hún tók föðurland sitt fram yfir Bretland og fluttist heim, fyrst í Amalienborgarhöll en síðan til Hvidøre norðan við Kaupmannahöfn en þá eign höfðu þær Alexandra systir hennar keypt saman skömmu eftir lát föður þeirra 1906.

Í Hvidøre bjó hún upp frá því og vann ötullega að því að hjálpa rússnesku flóttafólki í Danmörku. Dagmar lést á Hvidøre 13. október 1928 og var jarðsungin með viðhöfn frá Dómkirkjunni í Hróarskeldu að viðstöddum fulltrúum konungsfjölskyldna hvaðanæva úr Evrópu.


Er að horfa á Margréti Frímannsdóttur

og hún er eins og hún á að vera ,yndisleg. Mikið bind ég miklar vonir við hana. Hún er eldklár og hefur örugglega viljann til að reyna að breyta.

Lagaði aðeins bloggvinalistann.

Tók engar myndir af ömmumolum en græddi nokkur krúttileg knús.

Einhver tekinn á 150 km hraða á Reykjanesbraut....hm.....þið þarna Suðurnesjagormar, voruð þið að flýta ykkur heim frá ömmu ?


Álftanes

Tekið af www.ruv.is

 

Grjóti sturtað á náttúruperlu

Mörgum bílförmum af stórgrýti hefur verið sturtað í fjöru á norðanverðu Álftanesi. Enginn sótti um leyfi fyrir efnislosuninni hjá yfirvöldum en skilti við akveginn á norðanvert Álftanes bannar alla losun.

Norðanvert Álftanes er að margra mati náttúruperla enda á náttúruminjaskrá. Ein fárra skeljasandsfjara sem eftir er á höfuðborgarsvæðinu. Á náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar er lagt til að friða hana ásamt fjörum í Skerjafirði. Meðal ástæðna er mikilvægur viðkomustaður farfugla og grunnsævi með auðugu lífríki.

Á aðalskipulagi er gert ráð fyrir smábátahöfn á þessum svæði en það er í einkaeigu. Ekkert deiliskipulag liggur þó fyrir. Grjótgarðurinn sem nú hefur verið lagður í sjó fram er ekki ólíkur þeim sem er á teikningum aðalskipulags.

-------------------------------------------------------------------------

Hérna hafa heilu vörubílalengjurnar ekið út á nesið, mér skilst að vísu að einhver hluti þeirra sé að setja efni ofan í einhverja mýri en svo hafa einhverjir aðrir sett þetta grjót í fjöruna. Steinar er búinn að halda því fram að þeir megi þetta ekki og svo kom þessi frétt. En fyrst landið er í einkaeigu getur vel verið að landeigandinn hafi gefið leyfi fyrir þessu, hvað veit maður svo sem ?

Annars er allt gott að frétta, ég held að ömmumolar ætli að koma í heimsókn til mín á eftir.....


Meira myndablogg

Hilmar og Vignir

Kominn háttatími á sæta snúða.

Vignir stóri bróðir

Það er gott að eiga svona stóran bróður, þvílík ástaraugu sem Hilmar fær frá Vigni stóra bróður.

Ha

Ertu að tala við mig ? Hver ert þú ?

 


Stundum held ég

að sé vera að gera atlögu að heilsu manns, ja allaveganna að geðheilsunni. Það þarf eiginlega að spila Pálma aftur svo ég jafni mig á þessum ósköpum. Þetta er eina lagið sem ég ætti að taka hljóðið af sjónvarpinu meðan þar er flutt...Dr.Gunni, ég biðst afsökunar, en við höfum hreint ekki sama húmor.

Annars er allt hið besta hérna, ég horfi á Pál Óskar og brosi. Ég brosi alltaf þegar ég sé hann, hann er svo ljúfur.

Krakkarnir í innslögunum eru æði, þau tala um Barbie strák og fleira í þeim dúr.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband